Fréttir

Skemmdarverk unnin á tjaldsvæðum á Siglufirði

Óprúttinn aðili/ar hafa unnið skemmdaverk á tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði síðustu daga. Um er að ræða krot með tússpenna sem ekki er gott að fjarlægja. Ekki er vitað hver var að verki en biðlum við til íbúa og gesta að ganga vel um bæinn.
Lesa meira

Trilludagar á Siglufirði 23. júlí - dagskrá

Trilludagar verða á Siglufirði 23. júlí nk. Á Trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra. Kiwanismenn standa grillvaktina þar sem öllum verður boðið að smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying bæði á sjó og landi fyrir börnin, hoppukastalar verða á Rauðkutúni. Tónlistin mun svo óma af Trillusviði yfir daginn.
Lesa meira

Lokun vegna sumarleyfa

Bæjarskrifstofa Fjallabyggðar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá 25. júlí til og með 5. ágúst.
Lesa meira

Umsækjendur um stöðu bæjarstjóra

Nöfn umsækjenda um stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar. 22 sóttu um stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar sem auglýst var laus til umsóknar. Átta drógu umsókn sína til baka og því eru birt nöfn 14 umsækjenda. Umsækjendur eru þessir í stafrófsröð:
Lesa meira

Frjó afmælishátíð 15. - 20. júlí 2022

Í tilefni 10 ára afmælis menningarstarfs í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í umsjá Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur verður efnt til listahátíðar um allan bæ með þátttöku ýmissa menningaraðila og listamanna. Alþýðuhúsið mun standa fyrir fjölda listviðburða sem munu endurspegla þá grósku og fjölbreytni menningarstarfsins í 10 ár. Þar koma fram listamenn sem hafa í gegnum árin verið gjöfulir á list sína í okkar samfélagi og einnig aðrir sem leggja sitt af mörkum í fyrsta sinn. Dagskráin er þétt skipuð og blandast á hverjum degi viðburðir frá Alþýðuhúsinu og þeir sem aðrir menningaraðilar skipuleggja þannig að úr verður mikil veisla lista.
Lesa meira

Sigríður Ingvarsdóttir er nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar

Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar fyrir kjörtímabilið 2022 til 2026. Alls sóttu 22 einstaklingar um starfið, 8 umsækjendur drógu umsóknir sínar taka baka. Sigríður er fyrrverandi forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, eins hefur hún átt sæti á Alþingi og setið í bæjarstjórn á árum áður.
Lesa meira

Sápuboltinn á Ólafsfirði 2022 dagana 15. – 17. júlí

Sápuboltinn á Ólafsfirði 15 - 17. júlí 2022 Bráðskemmtileg hátíð sem hentar öllum aldurshópum. Hver elskar ekki að horfa á aðra detta, klæða sig í búning og hafa gaman í góðra vina hópi. Haldir ykkur hreinum í sumar og rennið norður 15. júlí.
Lesa meira

218. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

218. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 15. júlí 2022 kl. 16.00.
Lesa meira

Frjó listahátíð 2022 - fréttatilkynning

Fréttatilkynning Frjó afmælishátíð 2022. Alþýðuhúsið á Siglufirði fagnar 10 ára menningarstarfi með sex daga listahátíð og bókarútgáfu. Frjó afmælishátíð 15. - 20. júlí 2022 Í
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu kennara í hönnun og smíði

Grunnskóli Fjallabyggðar leitar eftir kennara til þess að kenna hönnun og smíði. Leitað er eftir einstaklingi sem eru tilbúin til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.
Lesa meira