Sápuboltinn á Ólafsfirði 2022 dagana 15. – 17. júlí

Sápuboltinn á Ólafsfirði 15 - 17. júlí 2022

Bráðskemmtileg hátíð sem hentar öllum aldurshópum. Hver elskar ekki að horfa á aðra detta, klæða sig í búning og hafa gaman í góðra vina hópi. Haldir ykkur hreinum í sumar og rennið norður 15. júlí.

Á mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum. Mótið fer fram á dúk sem er 15x20 að stærð og notast er við handboltamörk. Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum á lokahófi Sápuboltans sem fer fram samdægurs. Þegar líða fer að kveldi tekur við skemmtun fram eftir nóttu.

Dagskrá

Föstudagur

15. júlí

16:00 - 18:00
Krakka sápubolti fyrir 6-17 ára. Síminn mætir á símabílnum og verður með tónlist og allskonar gefins hluti fyrir krakkana. (Aldursskipt verður á völlum og krakkar undir 10 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum)
20:30 - 21:30
Dregið í riðla fyrir sápuboltann
22:00 - 01:30
Jói P og Króli halda uppi fjörinu (Miðar seldir í hurð 4.000 kr.)

Laugardagur

16. júlí

11:40
Skrúðganga frá MTR
12:00
Sápuboltamótið 2022 hefst, Síminn verður á svæðinu með tónlist og stemningu
20:00 - 22:00
Útiskemmtun við Tjarnarborg - Verðlaun veitt fyrir afrek dagsins, Jói p og Króli ofl. spila fyrir gesti.
23:00 - 03:00
Séra Bjössi, Sprite Zero Klan og Húgó í Tjarnarborg (Miðar seldir í hurð 5.500 kr.)

 

Frekari upplýsingar verða veittar á facebook síðu Sápuboltans

 

Verðlisti

Miðaverð: 6.900 - 10.900 kr.

Helgarpassi: 10.900 (Passinn gildir á ball á föstudegi, sápuboltamót og ball á laugardegi.)

Laugardagspassi: 8.900 (Passinn gildir á sápuboltamót og ball á laugardegi.)

Sápuboltapassi: 6.900 (Passinn gildir á sápuboltamót)