06.07.2022
Hin árlega Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður haldin dagana 6.-10. júlí 2022.
Hún ber yfirskriftina Þýtur í stráum og sýnir gestum inn í heim tónlistar ólíkra landa og menningarheima, allt frá Afríku til grísku eyjarinnar Krít, frá Frakklandi og Spáni til Norðurlandanna, um Skotland og Bandaríkin allt til Mexikó.
Lesa meira
05.07.2022
Fjallabyggð verður með smíðaskóla fyrir 7-12 ára börn (árgangur 2010 - 2015) á tímabilinu 11. júlí – 21. júlí á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Lesa meira
05.07.2022
Ólafsfjörður býður New Hampshire Friendship Chorus frá Bandaríkjunum velkominn fimmtudaginn 7. júlí.
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir New Hampshire Friendship Chorus að koma fram á Ólafsfirði og er það hluti af 18. alþjóðlegri tónleikaferð kórsins árið 2022. Tónleikarnir verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 7. júlí kl 18:00. Allir velkomnir.
Lesa meira
04.07.2022
Starfsmaður óskast í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
Fjallabyggð leitar eftir áhugasömum einstaklingi til að sinna vatns- og fráveitumálum auk annarra almennra verkefna í þjónustumiðstöð. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi iðnmenntun á sviði pípulagna eða vélvirkjun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst [Meira...]
Lesa meira
01.07.2022
Sundlaug Fjallabyggðar í Ólafsfirði opnar á ný eftir framkvæmdir. Endurbótum er ekki að fullu lokið en ákveðið hefur verið að opna sunnudaginn 3. júlí nk.
Lesa meira