Frjó afmælishátíð 15. - 20. júlí 2022

Frjó afmælishátíð 15. - 20. júlí 2022

Í tilefni 10 ára afmælis menningarstarfs í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í umsjá Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur verður efnt til listahátíðar um allan bæ með þátttöku ýmissa menningaraðila og listamanna. Alþýðuhúsið mun standa fyrir fjölda listviðburða sem munu endurspegla þá grósku og fjölbreytni menningarstarfsins í 10 ár. Þar koma fram listamenn sem hafa í gegnum árin verið gjöfulir á list sína í okkar samfélagi og einnig aðrir sem leggja sitt af mörkum í fyrsta sinn.

Dagskráin er þétt skipuð og blandast á hverjum degi viðburðir frá Alþýðuhúsinu og þeir sem aðrir menningaraðilar skipuleggja þannig að úr verður mikil veisla lista.

Á facebook síðu Alþýðuhússins verður dagskrá hvers dags birt þannig að auðveldara sé að fylgjast með.

Listahátíðin Frjó hefur alla burði til að stækka og verða bæjarfélaginu til sóma í framtíðinni eins og hingað til og einkum nú þegar hún hefur flætt utan veggja Alþýðuhússins.

Eins og ávallt eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og tekið er við frjálsum framlögum á dagskrárliði Frjó sem Alþýðuhúsið skipuleggur í anddyri Alþýðuhússins. Allur ágóði rennur óskiptur til listamannana sem koma fram.

Viðmiðunargjald á sambærilegar hátíðir
Fullt hátíðargjald 18.000 kr.
Hálft hátíðargjald 10.000 kr.
Dagspassi 5.000 kr.

Gjald (ef við á) á viðburði, söfn og setur annara menningaraðila í Fjallabyggð er innheimt á þeirra vegum.

Uppbyggingasjóður, Fjallabyggð, Norðurorka, KEA, Myndlistasjóður, Aðalbakarí, Segull 67, Rammi hf. Kjörbúðin, styrkja Frjó afmælishátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Dagskrá á vegum Alþýðuhússins 15. - 20. júlí

15. júlí

Kl. 13:00 – 16:00 Ráðhússalur Siglufirði, sýning - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Kl. 14:00 – 17:00 Kompan Alþýðuhúsinu, sýning - Finnbogi Pétursson
Kl. 14:00 – 22:00 Garður við Alþýðuhúsið sýning - Brák Jónsdóttir
Kl. 15:00 – 16:00 Herhúsið, uppákoma - Flux Factory, Will Owen, Tommy Nguyen, Sholeh Asgary
Kl. 15:00 – 17:00 Segull 67, sýning - Arnar Ómarsson
Kl. 15:00 – 17:00 Vinnustofa Abbýar Aðalgötu, sýning - Arnfinna Björnsdóttir
Kl. 17:15 – 18:00 Alþýðuhúsið - Bókarútgáfa, Aðalheiður setur hátíðina
Kl. 21:00 – 21:30 Alþýðuhúsið , tónleikar - Jakob Frímann Magnússon og Bryndís Jakobsdóttir.

16. júlí

Kl. 13:00 – 17:00 Sýningar opnar um bæinn eins og áður er auglýst
kl. 14:00 – 17:00 Videóverk sýnd á skjáum um bæinn

Rauðku loft, Arna Guðný Valsdóttir,
Aðalbakarí, Þórunn Dís Halldórsdóttir
Kjörbúðin, Freyja Reynisdóttir
Sigló hótel, Bára Kristín Skúladóttir
Gula húsið Torgið, Dúfa Sævarsdóttir
Bókasafn Fjallabyggðar, Eleftheria Katsianou
Kl. 16:30 – 17:10 Alþýðuhúsið, heimspekierindi - Ásgeir Berg Matthíasson
Kl. 17:15 – 17:45 Alþýðuhúsið, Upplestur - Arnljótur Sigurðsson
Kl. 20:30 – 21:30 Alþýðuhúsið, tónleikar - Duo Brasil, Rodrigo Lopes og Guito Thomas
Kl. 21:45 – 23:00 Alþýðuhúsið, tónleikar - Arnljótur Sigurðsson

17. júlí

Kl. 13:00 – 14:00 Garður við Alþýðuhúsið, Gong joga - Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
Kl. 13:00 – 17:00 Sýningar opnar um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 14:00 – 17:00 Videóverk sýnd á skjáum um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 14:30 – 15:00 Alþýðuhúsið, gjörningur - Dúfa Sævarsdóttir
Kl. 15:20 – 16:00 Alþýðuhúsið gjörningur - Flux Factory
Kl. 17:00 – 18:00 Alþýðuhúsið, tónleikar - Eyjólfur Eyjólfsson, Ragnheiður Gröndal
Kl. 20:30 – 21:30 Alþýðuhúsið, tónleikar - Þórir Hermann Óskarsson

18. júlí

Kl. 13:00 – 17:00 Sýningar opnar um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 14:00 – 17:00 Videóverk sýnd á skjáum um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 15:30 – 16:30 Herhúsið, opið hús - Flux Factory
Kl. 17:00 – 17:30 Alþýðuhúsið, upplestur - Brynja Hjálmsdóttir
Kl. 20:30 – 21:30 Alþýðuhúsið, tónleikar - Magnús Tryggvason Elíassen og Tumi Árnason
Kl. 21:30 – 22:30 Alþýðuhúsið, tónleikar- Ingibjörg Turchi og hljómsveit

19. júlí

Kl. 13:00 – 17:00 Sýningar opnar um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 14:00 – 17:00 Videóverk sýnd á skjáum um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 15:00 – 17:00 Alþýðuhúsið, afmælisveisla
Kl. 15:00 – 17:00 Garður við Alþýðuhúsið, skúlptúrsýning - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Kl. 15:30 – 15:45 Alþýðuhúsið, söngatriði - Þórey Ómarsdóttir og börn
Kl. 16:00 - 16:30 Alþýðuhúsið, ljóðalestur - Sölvi Halldórsson, Jón Laxdal Halldórsson / Upptaka spiluð
Kl. 17:00 – 17:30 Við Alþýðuhúsið - Flux Factory
Kl. 20:30 – 22:00 Alþýðuhúsið, tónleikar -HOME Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock, Hilmar Jensson, Eyþór Gunnarsson

20. júlí

Kl. 10:00 – 12:00 Við Alþýðuhúsið - Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur
Kl. 13:00 – 17:00 Sýningar opnar um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 14:00 – 17:00 Videóverk sýnd á skjáum um bæinn eins og áður er auglýst
Kl. 17:00 – 17:30 Alþýðuhúsið upplestur - Örlygur Kristfinnsson

Aðrir menningarviðburðir í Fjallabyggð 15. - 20. Júlí

15. júlí

Útilistaverkið Síldartorfan eftir Alexandra Griess og Jorel Heid við Síldarminjasafnið
Kl. 10:00 – 18:00 Síldarminjasafn Íslands opið
Kl. 12:00 – 18:00 Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar opið
Kl. 13:00 – 17:00 Ljóðasetur Íslands opið, uppákoma kl. 16:00 alla daga
Kl. 13:00 – 16:00 Ljósmyndasögusafnið / Saga Fotografica opið
Kl. 13:00 – 17:00 Bókasafn Fjallabyggðar opið virka daga
Kl. 13:00 – 17:00 Pálshús Ólafsfirði, sýning - Stefán Jónsson
Kl. 13:00 – 18:00 Tankurinn við Síldarminjasafnið, sýning - Hugo Llanes
Kl. 13:00 – 18:00 Grána við Síldarminjasafnið, sýning - Ólöf Helga Helgadóttir
Kl. 14:00 – 17:00 ARCTICGLASS Eyrargötu 27 A. opin vinnustofa og sýning - Kristján Jóhannsson og Pia Rakel Sverrisdóttir
Kl. 14:00 – 17:00 arnasonart studio Suðurgötu, sýning - Ástþór Árnason
Kl. 15:00 – 17:00 Svarta Krían Eyrargötu 2. veggmynd - Emma Sanderson
Kl. 15:00 – 17:00 Svarta Krían Eyrargötu 2. sýning - Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Kl. 15:00 – 17:00 Söluturninn, Aðalgötu, sýning - Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Kl. 15:00 – 17:00 Grundargata 3. vinnustofuinnlit- Brynja Baldursdóttir
Kl. 15:00 – 17:00 Segull 67, sýning - Haust Másbur
Kl. 15:00 – 17:00 Segull 67, sýning - Kristína Berman

16. júlí

Kl. 10:00 – 18:00 Söfn, setur og sýningar opnar eins og áður er auglýst
Kl. 11:00 – 12:00 Ólafsfjörður, galdrastund á ströndinni - Guðrún Þórisdóttir
Kl. 11:00 – 13:00 Kirkjuvegi 12 Ólafsfirði, opin vinnustofa - Anna Þóra Karlsdóttir
Kl. 14:00 – 17:00 Þjóðlagasetur, vidóverk - Elisa Malo og Benett Holgerson
Kl. 14:00 – 17:00 Ljósastöðin, vidóverk - Helena Stefáns Magneudóttir
Kl. 14:00 – 17:00 Ljósastöðin, margmiðlunarverk - Arnar Steinn Friðbjarnarson
Kl. 16:00 – 18:00 Torgið veitingahús við höfnina - Lifandi tónlist, auglýst síðar
Kl. 16:30 – 18:30 Kaffi Klara Ólafsfirði, sýning - Lára Stefánsdóttir

17. júlí

Kl. 10:00 – 18:00 Söfn, setur og sýningar opnar eins og áður er auglýst

18. júlí

Kl. 10:00 – 18:30 Söfn, setur og sýningar opnar eins og áður er auglýst
Kl. 12:00 – 13:00 Siglunes - Yueping Zhou eldar kínverskan mat
Kl. 14:00 – 16:00 Túngata 40 a. opin vinnustofa - Fríða Gylfadóttir

19. júlí

Kl. 10:00 – 18:30 Söfn, setur og sýningar opnar eins og áður er auglýst
Kl. 14:00 – 15:00 Ráðhústorg á Siglufirði, Húllasmiðja - Unnur María Máney Bergsveinsdóttir. Ef að veður verður ómögulegt verður smiðjan í Ráðhússalnum

20. júlí

Kl. 10:00 – 18:30 Söfn, setur og sýningar opnar eins og áður er auglýst
Kl. 14:30 – 16:30 Aðalgötu 18 Siglufirði, opin vinnustofa - Bergþór Morthens
Kl. 20:00 – 21:00 Bátahúsið við Síldarminjasafnið, tónleikar - Edda Björk Jónsdóttir og Guðmann Sveinsson

Finnbogi Pétursson sýnir í Kompunni.

Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins. Á sýningunni í Hafnarhúsi eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu.
Finnbogi Pétursson (1959) tók þátt í sinni fyrstu sýningunni árið 1980 í galleríi Suðurgötu 7. Hann lærði myndlist á árunum 1979-1983 við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og 1983 - 1985 við Jan Van Eyck Akademíuna, Hollandi. Finnbogi starfar með BERG Contemporary, Reykjavík og Gallery Taik Persons, Berlín.

Ásgeir Berg Matthíasson

„Ásgeir er aðjunkt í heimspeki við Háskóla Íslands og verðandi nýdoktor við sama skóla. Hann mun fjalla um heimspeki austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein og eðli skilgreininga, einkum í sambandi við spurninguna „Hvað er myndlist?“.“

Þórir Hermann Óskarsson

Þórir mun leika sérvalda valsa eftir rómantísk, impressionistísk og nýklassísk tónskáld sem teygja og brengla eðli formsins.
Þórir Hermann er klassískur píanóleikari og stundaði tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Þórir lærði píanó-, gítar- og klarínettuleik frá unga aldri í Englandi, en seinna fluttist hann til Íslands og útskrifaðist með burtfararpróf í klassískum píanóleik og tónsmíðum frá
FÍH og Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þrátt fyrir klassíska menntun Þóris sækir hann innblástur úr ýmsum stefnum, þar á meðal er jazz, prógressívt rokk, popp, elektróník og þjóðlagatónlist. Þórir hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum ásamt því að semja og
flytja eigin verk fyrir lúðrasveitir, kóra, strengi og píanó auk fjölda útsetninga.

Will Owen, Tommy Nguyen og Sholeh Asgary
Flux Factory
Flux kemur frá New York og verður með gjörninga og sýningar í Herhúsinu og víða um bæinn alla hátíðardagana. Frá þeim fáum við listviðburði sem vekja upp spurningar og gefa áhorfandanum tækifæri til að setja sig í nýjar stellingar.
Markmið Flux Factory er að styðja og koma á framfæri nýliðum í myndlist með gestavinnustofum, sýningum, menntun og samvinnuverkefnum. Auk þess er markmiðið að skapa sjálBær tengslanet listamanna, og að hjálpa Dl við að viðhalda skapandi kröFum innan New York borgar.
Flux notar þrjú megin verkefni Dl að uppfylla markmið sín gagnvart nýliðum í myndlist og öllum New York búum: Gestavinnustofur, sýningar og fræðslu. Það var stofnað árið 1994 í Williamsburg og var þá óformlegt samansafn listamanna, sem hefur styrkst í gegnum árin og er í dag sjálfbærnimiðuð miðstöð hugmynda. Mannleg sambönd eru kjarni bæði gestavinnustofa og opinberra viðburða. Flux hefur starfað á sama stað síðan 2009. Þeir 40 gestalistamenn sem búa, vinna og skapa í Flux á hverju ári, starfa eftir þeirri róttæku sýn að list sé samvafin daglegu lífi og samfélagi. Listamennirnir borða saman á hverjum degi, vinna að nýjum sameiginlegum verkefnum fyrir galleríið, og taka þátt í sívaxandi samfélagi Dl að auka langtímaáhrif Flux á bæði nærumhverfi sitt og alþjóðlegt tengslanet skapandi fólks.

Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock, Hilmar Jensson, Eyþór Gunnarsson

Vegna danareisu Valda Kolla bassaleikara bjóðum við Hilmar Jensson gítarleikara velkominn inn í move fjölskylduna.
Alþýðuhús Öllu á Sigló býður upp á sérstaka hlustun og býr til aðstæður fyrir tónlistina að fara aðrar leiðir en þær sem áður hafa verið farnar. Þess vegna erum við sérstaklega spenntir fyrir ferðalagi okkar þann 19. júlí.

Frá unglingsárum hefur Óskar Guðjónsson verið eftirsóttur saxófónleikari í íslensku tónlistarstórfjölskyldunni. Spunatónlist, jazz (djass), stendur hjarta hans næst. Á þeim vettvangi hefur hann vakið verðskuldaða athygli með hljómsveitin ADHD utan og innan landsteinana.
Óskar vildi takast á við sígildasta form djazztónlistar, lúður með píanótríói. Hann stofnaði því kvartettinn MOVE með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni kontrabassaleikara og Matthíasi M.D. Hemstock trommuleikara. Þeir hafa æft vikulega frá árinu 2017 og leita leiða til að nálgast eigið efni með eigin aðferðum og allri þeirri fjölbreytni sem þeir finna upp á. Fjórmenningarnir eru þekktir í íslensku tónlistarlífi og hafa allir skapað sér sérstöðu með persónulegri nálgun á fjölbreyttustu viðfangsefni. Ekki skortir þar áskoranir, meðal annars þá hvort þeirra aðferðir við tónsmíðar og samleik sé lituð af því sem má eða má alls ekki. Hvort réttar skoðanir, samkvæmt þeim reglum og siðvenjum sem gilda til dæmis um íslenska tungu, hafi áhrif á sköpun og túlkun tónlistar. Þeir vilja brjótast úr höftum slíkrar rétthugsunar í tónsmíðum og túlkun, leika lausum hala.

Jón Laxdal Halldórsson 1950 - 2021

Jón var myndlistarmaður, heimspekingur og ljóðskáld. Eftir hann liggja nokkrar útgefnar ljóðabækur og rit og verða spilaðar upptökur á fæðingardegi hans 19. júí, þar sem hann les upp eigin ljóð. 

Guito Thomas og Rodrigo Lopes

Brasilíska hljómsveitin Duo Brasil með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Hljómsveitina skipa þeir Guito Thomas sem spilar á gítar og syngur og Rodrigo Lopes trommuleikari, báðir eru þeir búsettir á Ólafsfirði og starfa við tónlistarkennslu á Norðurlandi.
Á tónleikunum flytja þeir verk listamanna eins og Paulinho da viola, João Bosco, Djavan, Gonzaguinha, Gilberto Gil, Caetano Veloso og Tom Jobim.

 Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Aðalheiður sýnir skúlptúra í Garðinum á afmælisdaginn 19. júlí.
Aðalheiður hefur undanfarin ár verið að byggja upp skúlptúrgarð sunnan við Alþýðuhúsið á Siglufirði. Þar er fyrirhugað að koma upp nokkrum veigamiklum útilistaverkum eftir Aðalheiði og um leið skapa garð þar sem gestum gefst færi á að njóta listar og umhverfis. Nú þegar eru tvö verk í garðinum, Bergmyndir og Álfhóll og væntanlegt verk sem fyrirhugað er að koma upp síðar á árinu, verður óður til trjágróðurs og hugmyndaflugs með titilinn Samvöxtur.

 Þórunn Dís Halldórsdóttir
Rökkur 2021

Ágústa og Róbert spila endurtekinn leik af Kusetus og þeirra sameiginlega tilvist er eitthvað sem við gætum aldrei skilið, sama hversu nálægt við erum þá kunnum við ekki leikinn og fáum ekki að koma með út í sígó. Ekkert gerist nema það sem gerist og ljósaskiptin enda í rökkri.

Þórunn Dís (f. 1998) útskrifaðist með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2021, hún vinnur með myndbandsupptökur, gjörninga, teikningu og skúlptúr. „Ferli byrjar með aðgerð í samhengi við umhverfi eða hugsun. Neistinn að þeirri aðgerð kemur frá innsæi, er óljós og án sérstaks markmiðs. Reynt er að fanga aðgerðina með einhverskonar skrásetningu. Skrásetningin verður að meginefni verksins. Óhjákvæmilegar utanaðkomandi truflanir hafa áhrif á aðgerðina og skrásetninguna. Þannig er hversdagslífið eins og það gerist í kringum meðvitaða aðgerð listamannsins tjáð.“ - Þórunn Dís, 2022.

 Freyja Reynisdóttir

Freyja (f. 1989) er íslenskur myndlistarmaður sem starfar nú frá Reykjavík og Akureyri, eftir að hafa nýlega hlotið Meistaragráðu í frjálsri myndlist frá Listaháskóla Íslands. Freyja lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2014 og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis. Freyja er ein af stofnendum Kaktus sem er samsteypa listamanna á Akureyri og einn umsjónarmaður samvinnuverkefnisins RÓT.
Í starfi hennar vinnur hún oft út frá hugtökum sem eru tengd kenningum um skynjun, þekkingu og hugsun. Þar reynir hún á þversagnarkenndan hátt að halda í og elta tilfinninguna "að vita ekki" til þess að viðhalda forvitni sinni og öðlast frekari skilning. Þar sem hún telur ferli túlkunar og skynjunar ákjósanlega leið til að eiga í samskiptum um það óyrðanlega en áþreifanlega, hefur hún gaman af því að nota verk sín til þess að framkvæma bæði tilraunir og athuganir.

www.freyjareynisdottir.com

 Bókaútgáfa - Alþýðuhúsið 2012 - 2022

Bókin dregur saman og gefur góða mynd af því menningarstarfi sem unnið hefur verið á 10 árum í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og stemninguna sem skapast hefur um húsið. Bókin verður á svipuðum nótum og Reita bókin (sem gefin var út 2016) í einhverskonar frjálslegu dagbókarformi, með viðtölum og frásögnum fjölmargra listamanna sem komið hafa við sögu. Við hugsum bókina fyrst og fremst sem söguheimild en einnig vonumst við til að hún gæti orðið öðrum til hliðsjónar og fyrirmyndar sem huga að svipaðri starfsemi.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Bæjarlistamannssýning í Ráðhússal Siglufjarðar 

Lágmyndir og leikur

Lágmyndir hafa verið hluti af myndheimi mínum síðastliðin 17 ár.
Formið gefur mér ákveðið frelsi og nýt ég þess að finna hluti sem hafa verið lagðir til hliðar og staðsetja þá í sköpunarferlinu. Leikur að litum og munstrum sem oft á tíðum bera fjölþjóðlegt yfirbragð, framkallast í samhengi við hyrnulaga mannsmyndir. Hyrnan er okkur Siglfirðingum hugleikin þar sem fjallið okkar Hólshyrna situr í miðjum fjallahringnum og varpa geislar hádegissólarinnar gullnum blæ niður Hólsdalinn og áfram yfir bæinn okkar.

Leikur að 100 sentimetrum eru frístandandi abstrakt skúlptúrar sem allir eru nákvæmlega 100 cm. á hæð hlaðið upp með tilfallandi og fundnu efni í bland við málverk og smærri skúlptúra. Verkin eiga sér langan aðdraganda, allt frá því ég var upptekin af öðrum menningarheimum þar sem fólk hleður varningi á höfuð sér og þær hugmyndir rötuðu á málverk á glugga. Eða til 10 ára gamals verks sem gekk út á að raða saman hlutum sem allir voru 11 cm á hæð. Nú sameinast margar fyrri hugmyndir í þessum skúlptúrum sem einnig eru eins og hluti af lágmyndunum hafi stokkið út á gólf.

Arnfinna Björnsdóttir

Abbý eins og hún er kölluð, hefur fengist við listir og handverk á Siglufirði í 60 ár. Í gegnum tíðina hefur Arnfinna sótt ýmis námskeið á sviði lista og frá því hún hætti störfum hjá Siglufjarðarbæ hefur hún einbeitt sér að listinni. Hún heldur vinnustofu í Aðalgötu 13 þar sem einnig er opið fyrir almenning.

Klippimyndir Arnfinnu af stemningu síldaráranna eru vel þekktar og sýna mikla næmni fyrir viðfangsefninu jafnt og meðferð lita og forma. Arnfinna hefur sett upp sýningar víða á norðurlandi og var kjörinn bæjarlistamaður í Fjallabyggð 2017. Sýningin á Frjó afmælishátíð er í tilefni af áttræðisafmæli Arnfinnu.

Maríanna Eva Dúfa Sævarsdóttir

Dúfa (f.1992) er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður sem útskrifaðist með BA gráðu af myndlistabraut Listaháskóla Íslands vorið 2022. Listsköpun Dúfu rannsakar alla mögulega snertifleti ástar og tengingu hvort sem það sé við manneskjuna eða umhverfið. Verk hennar eru ýmist í formi videóverka, innsetninga, gjörninga og þá efst á baugi þátttökugjörninga.

Vídeóverkið, Sannstreymi; Ef ég væri tjörn værir þú heilt úthaf
Fljótandi erum við hluti af úthafinu; Ég er einstök, máttugur straumur sem leysist upp í hringiðunni. Rýmið innra með mér, milli sjálfsins og þess sem er líka hluti af mér, er samstundis fjarlægt og hafið, og þó nálægara en mín eigin hús. Fljótandi, við erum ekki aðskilin og einangruð frá umhverfinu. Allt sem flæðir í gegnum mig og er um stundarsakir það sem ég kalla ég.
-Eins og það birtist í texta Astrida Neimanis Hydrofeminism: Or, On Becoming a Body of Water.

Gjörningur, Pælingar um sálarlandslag
Ég tel það einstaklega skynörvandi að vera þátttakandi í einlægum samskiptum. Sú upplifun er nærandi og enginn veit fyrir fram hvernig öldufallinu verður hagað; kannski verður einn í greipum bárunnar og hinn á tindinum; fyrir fram veit maður ekkert og það getur tekið tíma að mynda þessi tengsl ef sönn eiga að verða. Stundum smellur fólk þó hreinlega bara samstundis saman, en svo er líka hitt, að leitast við sanna tengslamyndun við sjálfan sig.
Ég vil bjóða þér að mála andrúmsloftið með mér, eiga stund saman; verða hæð og lægð bárunnar í senn.

Ingibjörg Elsa Turchi og hljómsveit

Bassaleikarinn og tónskáldið Ingibjörg Elsa Turchi hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár. Auk þess að starfrækja eigin hljómsveit hefur hún unnið með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar og einnig samið verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ingibjörg gaf út stuttskífuna Wood/Work árið 2017 og svo plötuna Meliae árið 2020 sem var m.a. valin Plata ársins í Jazz -og blúsflokki á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og verið viðurkennd bæði hérlendis og hið ytra þar sem hún var tilnefnd til Hyundai Nordic Music Prize 2021. Tónlist Ingibjargar má lýsa sem ómþýðri blöndu af djassi, tilraunamennsku og naumhyggju. Á tónleikunum verður leikið nýtt efni af væntanlegri plötu í bland við gamla slagara og spuna.
Ingibjörg Elsa Turchi - Rafbassi
Tumi Árnason - Tenórsaxófónn
Magnús Trygvason Eliassen - Trommur
Hróðmar Sigurðsson - Gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson - Píanó

Arnljótur Sigurðsson

Húslestur:
Arnljótur les upp ljóð og texta úr ranni sínum; bland í poka fyrir hundraðkall: sönglagatextar, leirburður, tækifærisvísur og kannski fær ein níðvísa að fylgja með.

Tónlistaratriði:
Arnljótur bregður sér í hlutverk skemmtikraftsins Kraftgalla og leikur fyrir dansi með ýmsar versjónir hrynmaðka í tónlistarmjöli sínu!

Arnar Ómarsson

“Learn to walk in a forest, but slowly” er myndbandsverk og innsetning sem upprunalega var gert fyrir sýningu í Mexíkó 2020, en er hér í nýjum búning. Verkið setur útlínur og endimörk líkamans í samhengi við upplifun af bæði lífrænu og rafrænu umhverfi. Textinn er lesinn af Bowy Goudkamp.

Arnar Ómarsson vinnur aðallega með skúlptúr, myndbandsvek og prentverk. Hann hlaut BA gráðu í myndlist frá University of the Arts, London árið 2011 og MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018. Hann býr og starfar í Danmörku.
arnaromarsson.com

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir

Á listahátíðinni Frjó mun Arnbjörg bjóða upp á rými fyrir fólk sem vill hægja á taktinum í stutta stund, gera mjúkar hreyfingar, skoða tengsl líkama, huga og anda og spila frumhljóma gongsins til að flæða betur með sköpunarverkinu. Í lok slökunar er flutt friðarmantra í hennar útsetningu á Harmonium.�
Arnbjörg Kristín er með bakgrunn í hönnun, listsköpun og viðburðarhaldi sem tengist yoga, frið, innsetningum, hljóðupplifunum, barnamenningu og vitund. Hún starfar í dag sem yoga- og gongkennari í sal og í vatni, leiðsögukona og er einnig að læra Iðjuþjálfun í HA. Hún hefur starfað í samstarfi við marga innlenda og erlenda listamenn á undanförnum árum og er að vinna í nýjum verkefnum sem munu líta dagsins ljós á næstunni.

Brynja Hjálmsdóttir

Brynja (f. 1992) er rithöfundur og skáld. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir verk sín, hæst ber að nefna Ljóðstaf Jóns úr Vör, sem hún sigraði árið 2022 með ljóðinu „Þegar dagar aldrei dagar aldrei“.
Brynja hefur sent frá sér þrjár bækur, auk þess hefur hún birt efni í safnbókum og tímaritum bæði hérlendis og erlendis.
Fyrir sína fyrstu bók, Okfrumuna (2019), fékk Brynja tilnefningu til Fjöruverðlaunanna og Rauðu Hrafnsfjaðrarinnar, auk þess sem hún var valin ljóðabók ársins í Bóksalaverðlaununum. Seinni ljóðabók hennar, Kona lítur við (2021), vakti talsverða athygli og fékk tilnefningu til ljóðaverðlauna Maístjörnunnar.
Nýjasta verk hennar er leikritið Ókyrrð (2022).

Örlygur Kristfinnsson

Siglufjörður-Hollywood
Örlygur er fæddur 1949 - myndlistarmaður og fyrrverandi safnstjóri á Síldarminjasafni Íslands.
Höfundur nokkurra bóka um mannlífið á Siglufirði fyrri tíðar.
Les úr handriti nýrrar bókar sem koma mun út í haust.

Bryndís Jakobs & Jakob Frímann

Bryndís og Jakob kasta fram tónrænum kviðlingum.

Bryndís Jakobsdóttir nam söng í Söngskólanum í Reykjavík og tónsmíðar í Rytmisk Konservatorium í Kaupmanahöfn. Hún hefur gefið út eigin lög og texta auk þessa að koma fram með fjölda listamanna og hljómsveita víða um lönd. Hún er í stuttu leyfi á Íslandi frá heimstónleikaferð með einni þekktustu sveit Dana,Trentemöller, þar sem hún gegnir hlutverki söngkonu og gítarleikara.

Jakob Frímann Magnússon nam píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík og tónsmíðar í UCLA. Hann hefur gefið út fjölda breiðskífa undir eigin nafni en hefur einnig starfað með Stuðmönnum frá upphafi auk þess að koma að gerð fjölda kvikmynda, útvarps- og sjónvarpsþátta.

Bára Kristín Skúladóttir

Bára Kristín gefur út raftónlist undir nafninu Plasmabell. Samhliða því blandar hún saman hreyfimynd og hljóði. Árið 2005 - 2006 stundaði hún nám við keramik hönnun við Myndlistarskóla Reykjavíkur. Árið 2012 útskrifaðist hún frá Kvikmyndaskóla Íslands. Bára Kristín býr og starfar á Siglufirði.
https://plasmabell1.bandcamp.com/

Eleftheria Katsianou director of the documentary TRASH.

"The documentary follows Lefteris Yakoumakis, a city artist, on his personal journey. Lefteris lives in Athens, draws on trash and wants to free himself from the city and from whatever haunts him personally. As the cycle of drawing on trash comes to a close, Lefteris looks for other ways to free himself."

https://vimeo.com/manage/videos/719658378

Ragnheiður Gröndal og Eyjólfur Eyjólfsson

Ragnheiður Gröndal er söngkona, píanóleikari og lagahöfundur. Hún hefur komið víða við á löngum tónlistarferli sem spannar nú hátt í 20 ár. Eftir hana liggja margar upptökur á alls konar tónlist - þar af 9 sólóplötur sem innilanda hennar eigin tónlist, lög eftir ýmsa höfunda og þjóðlög.

Eyjólfur Eyjólfsson lauk burtfararprófi í flautuleik og söng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og MMus gráðu frá Guildhall School of Music and Drama. Eyjólfur hefur komið víða við sem ljóða-, óratóríu- og óperusöngvari og söng hans má finna á fjölmörgum geisladiskum. Hann stundaði einnig nám við Háskóla Íslands þaðan sem hann lauk meistaraprófi í þjóðfræði. Eyjólfur hefur undanfarið misseri rannsakað og kynnt íslenska langspilið með sérstakri áherslu á notagildi þess í grunnskólakennslu.
Leiðir Ragnheiðar og Eyjólfs lágu nýverið saman vegna nýsköpunarverkefnis Eyjólfs er kallast FabLab-langspil – langspilssmíðaverkefni í Flóaskóla þar sem 5. bekkingar smíða langspil með stafrænni tækni Fab Lab á Selfossi. Verkefninu lauk með langspilsvöku í Þjórsárveri við Villingaholt þar sem Ragnheiður söng þjóðlög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar við langspilsundirleik Eyjólfs og barnanna.

Þórey Ómarsdóttir

Þórey og börn hennar flytja ábreiður af nokkrum vel völdum lögum í afmælisveislu Alþýðuhússins og um leið ættmóðurinnar.

Sölvi Halldórsson

Sölvi er ljóðskáld frá Akureyri. Hann lærði íslensku og dönsku við Háskóla Íslands og skrif eftir hann hafa birst í Lestinni á Rás 1, Leirburði, Pastel ritröð og Tímariti Máls og menningar. Síðasta útgefna verk hans er ljóðasafnið Eplaástøðið endurskoðað/Udvidet kartoffelteori/Kartöflukenningin endurskoðuð, samvinnuverkefni færeysk-dansk-íslenska ljóðakollektífsins DISKO!F. Á listahátíðinni Frjó ætlar Sölvi að lesa nokkur fersk ljóð úr óbirtu handriti.

Magnus Trygvason Eliassen og Tumi Árnason.
„Hrifmyndir. Vandmeðfarnar stemmingar, skinnöldur og hljóðklasar, látúnsskjálftar og blaðahvæs. Áður óþekktar tegundir, þær vinda upp á tímann, reka olnboga í hrynjandina, takturinn finnur sér aðeins umburðarlausar stellingar, týnir öllum kjark og hryllir sig. Verður feiminn, finnur hvergi upphafspunktinn, íhaldsseggurinn milli fjórog og ogtveirog. Sveiflast með verkuninni, drattast á eftir bramboltinu.“

Á samstarfsferli sínum hafa tvíeykið Magnús Trygvason Eliassen og Tumi Árnason ævinlega fetað framandi og framsæknar slóðir. Laglínur hlykkjast innan um rytmískar áferðir, svipmyndir umbreytast jafnharðan og þær formgerast. Árið 2019 kom út hljómplatan „Allt er ómælið“ við einstaklega góðar undirtektir. Tvíeykið mun fylgja plötunni eftir með nýrri breiðskífu haustið 2021.

Arna G. Valsdóttir

Arna hefur ferðast um langan veg með vídeótökuvélina sína og safnað

myndbrotum þar sem hún mátar sig inn í umhverfið. Í sumum verkanna syngur hún eða raular með sjálfri sér. Í verkinu sem hún sýnir nú í Rauðku syngur hún eftir minni tvö lög sem Billy Holiday gerði fræg, en hún hefur verið uppáhaldssöngkona Örnu allt frá barnæsku. Í verkinu er ákveðin einsemd sem tónlistin ber með sér en Arna er líka ein með sjálfri sér í upptökunni. Hún var gerð árið 2011 í Populus Tremula sem var tónleikastaður í Listagilinu. Verkið sýndi hún sem innsetningu á sama stað og síðar á einkasýningu í Listasafninu á Akureyri. Tökuvélin er einskonar sjálfstætt rými sem Arna nálgast og fjarlægist. Rými með ósýnilegum glugga út í tilveruna.

Arna Lauk myndlistarnámi frá MHÍ 1986 og framhaldsnámi frá Jan van Eyck Academie 1989.

Brák Jónsdóttir

Útilistaverk eftir Brák Jónsdóttur verður afhjúpað í Garðinum við Alþýðuhúsið á Siglufirði.

Brák Jónsdóttir (f. 1996) er sjálfstætt starfandi myndlistarmaður og fjalla verkefni hennar um samband mannfólks og náttúru. Brák vinnur gjarnan með stað þar sem menning og náttúra mætast og valdaskiptinguna sem þar birtist. Brák dregst að hinu sjaldgæfa og hversdagslega í senn. Hún hefur tilhneigingu til að gagntaka og gleypa við því sem hefur einstaka áferð og lit, því sem er kynferðislegt, dularfullt og daðrar við hugmyndina um yfirnáttúruleika.

Aðrir menningarviðburðir í Fjallabyggð 15. - 20. júlí

Söluturninn - gallerí - sýningarstaður Íris Ólöf Sigurjónsdóttir sýnir í júlí.

Íris Ólöf er menntuð i textíllist og á löngum æviferli hefur hún skapað margvísleg verk úr hvers kyns textílþráðum.
Nú eins og oft áður leikur hún sér með andstæður; teflir saman andstæðum pólum eins og hinu harða og mjúka, föstu og lausu, kvenlægu og karlægu, hinu blíða og harða og svo framvegis! Harðir steinar mæta mjúkum textíl og saman mynda þessi ólíku efni órjúfanlega heild!

Söluturninn var smíðaður 1905 sem viðbygging við Ytrahúsið (1861). Eins og nafnið ber með sér var þarna rekin verslun í hart nær 100 ár. Ýmislegt bendir til að í upphafi hafi verið verslað þar með fjölbreytilegan varning, s.s. matvöru, búsáhöld og fatnað. Um nær hálfrar aldar skeið eða fram til 1999 var þar sælgætis- og blaðsölusjoppa – og fékk þá Söluturns-nafnið. Um 2002 hófst hæg viðgerð á húsinu og árið 2018 var opnað gallerí eða lítill sýningarsalur á neðri hæð þess. Og hafa síðan þá verið haldnar 3-4 sýningar frá vori og fram á haust.

Pálshús - Ólafsfirði. Stefán Jónsson sýnir
Stefán er íslenskur myndlistarmaður, fæddur á Akureyri 1964. Hann stundaði myndlistarnám í Myndlista og handíðaskóla Ísland og School of Visual Arts í New York þar sem hann útskrifaðist með MFA gráðu árið 1994.
Á myndlistarsýningunni „Það kalla ég rart“ sýnir Stefán u.þ.b. 50 myndir og 15 bómullarboli sem hann hefur búið til á síðastliðnum 15 mánuðum. Öll verkin sýna fugla sem eru algengir í íslenskri náttúru. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem skornar eru í vínylfilmu og límdar á tréplötur af ýmsu tagi eða pressaðar á pappír eða bómullarboli.
Titill sýningarinnar er fenginn úr Íslandsklukku Halldórs Laxness og lýsir viðbrögðum Jóns Guðmundssonar Grindvíkings þegar Jón Hreggviðsson tjáir honum að sést hafi fuglar í loftinu á Íslandi.

Ástþór Árnason  - Ástþór er siglfirskur húðflúrari til 8 ára.

Ég hef alltaf leitað til sjónlistar frá því að ég var krakki og það hefur ekkert breyst, minn grunnur er í fígúrutívum teikningum, öll verkin sem ég verð með til sýnis eru annaðhvort Kol teikningar eða Olía á striga.
Stíllinn minn fer soldið eftir því hvernig skapi ég er í en heldur yfirleitt ákveðnum rótum sem mér finnst best að flokka undir realism og surrealism.
Ég er maður fárra orða og það er ekkert auðrvísi í rituðu máli en ég tjái mig mikið í gegnum verkin mín.
Endilega lítið við á Suðurgötu 6.
Ástþór Árnason
8448187
Instagram.com/arnason4
Facebook.com/arnason4

Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson

ARCTICGLASS Eyrargötu 27 A. Siglufirði.
Opin vinnustofa 15. - 20. júlí kl. 14:00 - 17:00
Samsýning
Kristján Jóhannsson, bókakápuskreytingar og vatnslitamyndir,
Pia Rakel Sverrisdóttir, stærri innsett glerverk, minni í endurunnið gler og fotografík.

Yueping Zhou
Yueping er kínversk frá Hunan sem er hérað í suðurhluta Kína, frá sex milljóna borg sem heitir Changsha. Yueping er hjúkrunarfræðingur að mennt en hennar ástríða er að elda mat. Hún leitar í Hunan hefðina þar sem uppistaðan er kryddaður matur, mikið chili, engifer og hvítlaukur. Hún gerir tilraunir með íslenska hráefnið, hér er lambakjöt með núðlum eða steikt grænmeti með núðlum að hætti Yueping!

Guðrún Þórisdóttir Garún
Hvítur galdur á Svörtum sandi:

Verðum verur
berfætt á sandi
Kyrrum hugann
Öndum inn orku himins og hafs
Engin fjandi verður til tafs

Athöfn sem allir geta tekið þátt í .
Staðsetning: Ósbrekkusandur/Kleifarvegi Ólafsfirði

Unnur María Máney Bergsveinsdóttir  - Gerðu þinn eigin húllahring með Húlladúllunni!

Skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring. Smiðjan fer fram þriðjudaginn 19. júní klukkan 14:00 á Ráðhústorginu. (Ef svo ólíklega vill til að það verði ekki bóngóblíða þennan dag verður smiðjan flutt inn í sýningasal Ráðhússins)
Þátttakendur fá í hendurnar berrassaðan húllahring sem Húlladúllan hefur sett saman sérstaklega fyrir hvern og einn sem skráir sig. Hún sýnir hvernig er best að bera sig að eiga við límböndin og síðan skreytum við hringina okkar saman með flottum og litríkum límböndum. Í lok smiðjunnar húllum við öll saman og Húlladúllan kennir þátttakendum skemmtileg húllatrix.
Þið eruð öll velkomin í smiðjuna, bæði lítil og stór. Athugið þó að það er æskilegt að tíu ára og yngri mæti í fylgd foreldra eða eldri systkina, sem geta aðstoðað litla fingur svo húllahringurinn verði sem best heppnaður.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 18. júlí. Þátttaka í smiðjunni kostar 2500 kr. og þátttakendur eignast hágæðahúllahring, settan saman af Húlladúllunni. Smiðjan er styrkt af Norðurorku.
Smellið hér á linkinn til að skrá þátttöku: https://forms.gle/wGqnWNpahcuyGQEE7

Ólafía Hrönn Jónsdóttir - Svarta Krían Eyrargötu 2.
Ólafía Hrönn sýnir
365 dúllur á ári
Textíl listaverk

 Anna Þóra Karlsdóttir
Aðalviðfangsefni mitt hefur verið náttúran. Íslenska ullin hefur bæði eiginleika mýktar og grófleika. Hún bæði vermir, verndar og umvefur. Þessir eiginleikar ullarinnar hafa gefið mér innblástur til listsköpunar minnar.

Heimasíða: www.annathora.is

Emma Sanderson
Stór veggmynd Emmu Sanderson af Sigurði Jóhanni Sveinssyni Fanndal (f.1876 d.1937) er innblásin af staðbundnum sögum og ljósmyndum frá Eyrargötu 2 Siglufirði þar sem Fanndal-fjölskyldan rak verslun sína í yfir 3 kynslóðir frá 1921 til 1997. Enn þann dag í dag eru ummerki búðarinnar enn áberandi innan veggja hennar, þar sem listamaðurinn býr.

Um listamanninn
Emma Sanderson er ástralskur grafískur hönnuður og teiknari sem býr á Siglufirði (www.emma-sanderson.com).

 Síldartorfan ( The Swarm ) eftir listafólkið Alexandra Griess og Jorel Heid stendur við sjóinn gegnt Síldarminjasafninu.

Haust Másbu - Segull 67
Á sýningunni í Segli 67 leikur Haust sér á mörkum innsetningar, skúlptúrs og gjörnings. Það er að minnsta kosti stefnan sem tekin er þegar þessi texti er skrifaður. Tíminn verður að fá að leiða það í ljós hvaða ávöxt undirbúningsvinnan að sýningunni muni bera, ávöxt sem enn hefur ekki hlotið nafn.

Haust er fætt árið 2002 í Reykjavík. Hán lauk stúdentsprófi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík í vor og hefur hlotið inngöngu í myndlistadeild Listaháskóla Íslands í haust.
Haust sækir gjarnan í að nota fundinn og úr sér genginn efnivið, að glæða efni sem almennt er álitið vera rusl lífi og gefa því nýtt hlutverk sem hluta af listaverki. Þó að það sé ávallt ásetningur í kveikjunni á bak við verk Hausts, þá er hán almennt þeirrar skoðunar að list háns þurfi ekki alltaf að skilja, að stundum sé tilganginum náð þegar áhorfandi nær að njóta þeirra tilfinninga og spurninga sem vakna við það að virða listaverkin fyrir sér. Að upplifun á list þurfa ekki alltaf að fylgja rökrétt svör.

Ólöf Helga Helgadóttir
Ólöf Helga útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2005 og lauk mastersnámi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London árið 2010. Árið 2001 stundaði hún örnám við Kvikmyndaskóla Íslands. Hún býr og starfar á Siglufirði.

Í verkum sínum ýtir Ólöf hversdagslegu efni út fyrir sitt hefðbundna hlutverk og varpar þannig óvæntu ljósi á kunnugleg sjónarhorn. Efnið sem hún notar hefur auk þess oft sögulega merkingu sem er mjög persónuleg.
Undanfarnar sýningar: HEAD2HEAD samstarfsverkefni Kling&Bang og A - DASH, Aþena, Grikkland, 2021; Skúlptúr / Skúlptúr, Hrist ryk á steini, Gerðarsafn, 2020; Sequences IX: Í alvöru, Línan, Harbinger, 2019.
https://vimeo.com/olofhelgahelgadottir
https://www.instagram.com/olofhelgahelga_

Bergþór Morthens- Aðalgötu 18 Siglufirði, Opin vinnustofa hjá Bergþóri Morthens þar sem kennir ýmissa grasa, gömul verk, ný verk, verk í vinnslu og ókláruð verk. Verið velkomin. 

Edda Björk Jónsdóttir: söngur og þverflauta
Guðmann Sveinsson: gítar

Miðvikudaginn 20. júlí kl. 20:00 verða tónleikar í Bátahúsi Síldarminjasafns Íslands. Þar ætla Edda Björk Jónsdóttir og Guðmann Sveinsson að flytja nokkur vel valin lög, með sérstaka áherslu á íslensk popp- og dægurlög. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir!

Edda og Guðmann hafa bæði áralanga reynslu sem tónlistarmenn. Edda Björk stundaði nám í þverflautuleik sem barn, en sneri sér seinna alfarið að söngnum. Árið 2015 lauk hún burtfararprófi í klassískum söng frá Söngskóla Sigurðar Demetz og stundar nú nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Edda hefur mikla reynslu af kórastarfi og starfar meðal annars sem útsetjari fyrir hina ýmsu kóra og sönghópa auk þess sem hún kemur reglulega fram sem söngvari.
Guðmann hefur mikla reynslu sem gítarleikari, en hann stundaði nám við Tónlistarskóla F.Í.H í rafgítarleik. Guðmann hefur einnig lokið B.Ed gráðu í faggreinakennslu með áherslu á tónlist frá Háskóla Íslands. Í dag starfar hann sem kennari og deildarstjóri við Tónlistarskólann á Tröllaskaga auk þess sem hann er starfandi tónlistarmaður. Má þar nefna að hann er meðlimur í siglfirsku hljómsveitinni Ástarpungarnir.

Kristína Berman
Kristína sýnir innsetningu í Segli 67 unna úr afgangs og notuðum fatnaði og textíl. Í verkinu veltir hún fyrir sér afleiðingum hraðtískuiðnaðarins.

Kristína er fædd árið 1978 í Kanada. Hún gekk í MHÍ þegar hann breyttist í LHÍ og lauk BA gráðu frá textíldeild Listaháskóla Íslands 2001, án þess að vera viss hvar hún stæði á mörkum myndlistar, hönnunar og handverks.
Kristína hefur starfað við fjölbreytt skapandi störf á öllum þessum sviðum síðan, og finnur stöðugt minni þörf á því að skilgreina það hvað hún gerir.

Kristína hóf nýverið störf sem kennari.
Það er ástríða hjá henni að hjálpa ungu fólki að finna listagyðjuna innra með sér, styðja þau við að rækta sinn eigin sköpunarkraft og að læra að efla hann.

Lára Stefánsdóttir - Kaffi Klara Ólafsfirði
Lára verður með sýningu á Kaffi Klöru.

Ég kynntist Idu fyrir 30 árum og heillaðist af hæfileikum hennar í kennslu. Smám saman kynntist ég fleiri hliðum, móðurinni sem fékk ærin verkefni, glaðlyndi, hlýju og hugmyndaríki. Alltaf hefur hún verið á leiðinni áfram en dvelur lítið í baksýnisspeglinum nema til að læra af reynslu og þá helst formæðra sinna.
Stundum birtist hollenska Ida, danska Ida, spænska Ida, belgíska Ida en oftast íslenska Ida. Nokkrar setningar í gönguferð opna fyrir mér nýja sýn þegar hún rifjar upp barnsárin í Danmörku og á Spáni, námsárin í Hollandi, afa og ömmu frá Belgíu, komuna til Íslands.
Reynsla hennar birtist í meiri skilningi á allskonar fólki, allskonar atvikum og fjölbreyttum tækifærum. Ida opnar huga manns og eflir gleði og þekkingu.

Lára Stefánsdóttir er MFA í listljósmyndun. 

Elisa Malo 
Video by Elisa Malo (Xalapa, Veracruz, México 1989)

Nos afilamos las patas / We sharpen our limbs, 2020
video duration: 1:02 min
Shot and edited with a smartphone.

"Á flótta undan frá vanskapningi Mexíkóborgar til Xalapa (staðar blómstrandi náttúru), umvefur listakonan sig náttúrulegu umhverfi sínu og íbúum þess. Skordýr, blóm og býflugur kenna okkur að vera þolinmóð og hugleiða undur þeirra."

Escaping the monstrosity of Mexico City to Xalapa (a place of blossoming nature) the artist cocoons herself in her natural surroundings and its inhabitants. Insects, flowers and bees, teach us to be patient and meditate on their wonder.

Benett Holgerson
Video by Benett Holgerson
Prairie Girls
2022
11:36min

„Tvær systur vakna á akri fjarri heimili sínu, og þær leggja af stað í töfrandi og furðulegt ævintýri um sveitir miðríkja Bandaríkjanna, sem kveikir sjálfsímynd og nýfundnar langanir."

“Awakening in a field far from home, two sisters embark on a magical and bizarre adventure through the pastoral Midwest, sparking self-reflection and newfound desires.”

Hugo Llanes

“I am here with the leaves, with the ants”
2022

"Ljóðræn hugleiðing um sorg, missi og tilfinningaþrungna leiðslu sem á sér stað innra með okkur og hvernig félagsskapur getur leitt okkur í gegnum þjáningar okkar."

A poetic reflexion of grieving and loss and the emotional trance that falls upon us and how companionship can guide us through the unravelling our suffering.

www.cargocollective.com/hugollanes

Brynja Baldursdóttir

Myndlistarmaður og hönnuður
tekur niður gluggatjöldin á vinnustofu sinni að Grundargata 3 og býður gestum og gangandi að kíkja inn um gluggana.
Hún verður sjálf við á milli kl. 15.00 - 17.00.

Brynja Baldursdóttir stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1982-1986. Hún stundaði mastersnám við Royal College of Art í Lundúnum 1987-1993 og Ph.D. nám við sama skóla 1989-1993. Brynja hefur sýnt víða hér heima og erlendis. Hún hefur unnið til ýmissa verðlauna fyrir bókahönnun og var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir hönnun á hljómdisk. Hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 1993 fyrir bóklist.
Verk Brynju eru í opinberri eigu viða hér heima og erlendis og má þar nefna m.a. Listasafn Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbókasafnið, V&A London, Henie Onstad Museet Noregi ofl.

Fríða Björk Gylfadóttir

Covid hafði áhrif víða, því þó ég sjálf sé enn ósýkt af veirunni smitaði hún sér út í málverk í tilraun til að líta á björtu hliðarnar á lífinu. Ég er nýflutt á þessa vinnustofu. Verð með ný verk til sýnis, ókláruð verk og ýmis gömul verk sem komu fram við flutninginn. Verið velkomin.

Fríða Björk Gylfadóttir eða Fríða eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni. Hún ólst upp í Reykjavík og hefur verið að teikna og skapa síðan hún man eftir sér. Fríða sótti nokkur námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur sem krakki. Það nám opnaði dyrnar að mörgum tilraunum til frekari sköpunar. Árið 1974, þá 14 ára, ék hún í 3. sjónvarpsþáttum sem voru gerðir eftir sögu Halldórs Laxness, Paradísarheimt. Þetta var frábær lífsreynsla fyrir Fríðu, svona unga og gaf henni nýja sýn á tilveruna. Um svipað leyti hóf Fríða að gera tilraunir með hattagerð sem hún stundaði í gagnfræðaskólaárunum við góðar undirtektir. Flestir voru þeir í anda langömmu hennar sem átti og rak hattabúð í Reykjavík á sínum tíma.
Eftir flutning til Siglufjarðar árið 1993 hóf Fríða að teikna og mála aftur eftir langt hlé. Lífið úti á landi gaf góðan og mikinn kraft og verkin urðu æ fleiri og fjölbreyttari. Fyrstu vinnustofuna opnaði Fríða því árið 2003 og árið 2006 opnaði Fríða síðan núverandi vinnustofu að Túngötu 40a, Siglufirði.

 Arnar Steinn Friðbjarnarson og Helena Stefáns Magneudóttir

Kauptu sjálfið!
Hreyfimyndaveggfóðruð pop-up verslun í Ljósastöðinni þar sem þú ert verslunarvaran.
Stafrænir miðlar eru ráðandi öfl í sjálfsmynd nútímamanneskjunnar, sem smám saman er sjálf að breytast í plast. Ljósastöðin býður gestum og gangandi stafrænar sjálfsmyndir úr plasti eftir götulistamanninn Arnar Stein Friðbjarnarson í umgjörð hreyfimynda eftir Helenu Stefáns Magneudóttur.