30.09.2008
Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum samning milli Valló ehf. og Fjallabyggðar um rekstur íþróttasvæða á Siglufirði. Samningurinn hljóðar uppá 17,7 miljónir og gildir í eitt ár.
Lesa meira
30.09.2008
Sérstakir styrktartónleikar með Friðriki Ómari verða í Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. október.
Ágóði tónleikanna rennur í styrktarsjóð vegna sviplegs fráfalls Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur, sem stofnaður var af vinum hinnar látnu.
Flutt verða m.a. lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl auk fjölda þekktra dægurlaga
Það er Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó.
Hugljúf og notaleg kvöldstund.
Lesa meira
26.09.2008
Niðurstaða tilboða sem opnuð voru á Ólafsfirði 16. september 2008.
Eftirfarandi aðilar sendu inn tilboð í gerð göngustígs norðan Hornbrekku. Eftir yfirferð og leiðréttingar á magntölum er niðurstaðan eftirfarandi.
Lesa meira
25.09.2008
Lausar eru íbúðir nr. 310 og 304 í Skálarhlíð. Umsóknareyðurblöð er hægt að fá á bæjarskrifstofu og í Skálarhlíð.
Nánari upplýsingar um íbúðirnar gefur Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147
Lesa meira
25.09.2008
Minnum á að vetrarstarf Dagþjónustu aldraðra er hafið af fullum krafti
Dagskrá alla daga frá kl. 9:00 til 15:00.
Leikfimi, föndur, spil, bingó, boccia, vatnsleikfimi og bæjarferðir.
Heiti potturinn í sjúkraþjálfun er opin frá kl. 8:30 - 9:15 þriðjudaga og fimmtudaga.
Lesa meira
24.09.2008
Fimmtudagskvöldið 25. september, mun Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, halda tónleika í Siglufjarðarkirkju og hefjast þeir klukkan 20:00
Lesa meira
24.09.2008
Dagana 25.-27. september standa Umf Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands saman að ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði
Lesa meira
22.09.2008
Formleg móttaka Baldurs Ævars, ólympíufara var sl. föstudag. Einnig var Þór Jóhannsson heiðraður fyrir sína þátttöku á Special Olympics sl. haust, þar sem hann keppti í golfi.
Lesa meira
19.09.2008
Af því tilefni munu símenntunarmiðstöðvar á svæðinu koma til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.
Lesa meira
19.09.2008
Af http://www.dagur.net
Skólinn veður settur á laggirnar. Skíða- og útilífsbraut og sjávarútvegsbraut freistandi kostir að mati fundarmanna í Dalvíkurskóla
Framhaldsskóli verður settur á laggirnar við utanverðan Eyjafjörð, hann er kominn á fjárlög ríkisins og verður á forræði Héraðsnefndar Eyjafjarðar líkt og MA og VMA. Það er aftur á móti spurning hvort hann byrjar starfsemi sína haustið 2009 eða 2010. Áætlanir gera ráð fyrir að hann hefjist haustið 2009 hins vegar er ljóst að húsnæði á Ólafsfirði verður ekki komið fyrir þann tíma.
Lesa meira