Dagana 25.-27. september standa Umf Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands saman að ljóðahátíðinni Glóð á Siglufirði
er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin og mun hún verða árlegur viðburður á staðnum. Dagskrárliðir eru 10 og heiðra góðir gestir hátíðina með komu sinni. Þar ber fyrst að nefna stórskáldið Þórarinn Eldjárn sem er aðalgestur hátíðarinnar en auk hans mæta til leiks Ari Trausti Guðmundsson ljóðskáld með meiru, Elfar Logi Hannesson leikari og Þröstur Jóhannesson tónlistarmaður. Heimamenn munu svo ekki láta sitt eftir liggja og flytja eigin ljóð og annarra í tali og tónum. Athygli er vakin á því að frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar. Styrktaraðilar eru Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar, Menningarráð Eyþings og Fjallabyggð.
Dagskrá Ljóðahátíðarinnar:
Fimmtudagurinn 25. sept.
Ljóðalestur á vinnustöðum kl. 15.00-16.00
Nemendur Grunnskóla Siglufjarðar flytja eigin ljóð fyrir bæjarbúa
Ljóðakvöld í Þjóðlagasetri kl. 20.30
Ýmsir valinkunnir bæjarbúar og gestir flytja eigin ljóð og annarra
Föstudaginn 26. sept
Ljóðalestur í Grunnskóla Siglufjarðar kl. 8.30 -11.00
Þórarinn Eldjárn les úr verkum sínum fyrir nemendur
Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.00
Þórarinn Eldjárn les úr verkum sínum fyrir eldri borgara
Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.30
Þórarinn Eldjárn og Ari Trausti Guðmundsson lesa ljóð sín
Laugardaginn 27. sept.
Æfingar í bragfræði í Þjóðlagasetri kl. 13.00-15.00
Páll Helgason íslenskukennari er umsjónarmaður
Æskumyndir - Ljóðadagskrá í tali og tónum í Þjóðlagasetri kl. 16.00
Þórarinn Hannesson og félagar flytja lög og texta Þórarins og Elfar Logi Hannesson leikari les ljóð hans
Ljóðasetur Íslands – Vinir ljóðsins að Aðalgötu 18. kl. 20.00
Kynnig á hugmyndinni að Ljóðasetri Íslands og stofnun stuðningsklúbbs þess
Ljóðasamkeppni – Verðlaunaafhending að Aðalgötu 18. kl. 20.30
Þórarinn Eldjárn veitir verðlaun í ljóðasamkeppni Grunnskóla Siglufjarðar
Steinn Steinarr – Aldarminning. Í Gránu kl. 21.00
Dagskrá í tali og tónum um Stein Steinarr. Elfar Logi Hannesson og Þröstur Jóhannesson flytja ljóðaleikinn Búlúlala, Örlygur Kristfinnsson fjallar um tíma Steins á Siglufirði, Þórarinn Eldjárn segir frá Steini og kveðskap hans og Þórarinn Hannesson flytur eigin lög við ljóð skáldsins
Ljóðabókamarkaður verður öll kvöldin – fjöldi titla Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands Styrktaraðilar: Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar, Menningarráð Eyþings og Fjallabyggð