31.07.2008
Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í rekstur skíða- og knattspyrnusvæða á Siglufirði.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofunum á Siglufirði og Ólafsfirði frá og með þriðjudeginum 5. ágúst.
Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofuna á Siglufirði fyrir kl. 14:00 mánudaginn 25. ágúst 2008, en þá verða þau opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Lesa meira
30.07.2008
Hver á Héðinsfjarðargangavatnið?
Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni, segir ekki
sjálfgefið að vatn í Héðinsfjarðargöngum, sem sveitarfélagið
Fjallabyggð hyggst nýta, sé eign sveitafélagsins eða annarra sem landið
eiga. Tveir nýlegir hæstaréttardómar sýni að eignarréttur á auðlindum í
jörðu sé ekki alltaf landeigenda.
Lesa meira
30.07.2008
Síminn hefur nýlokið uppfærslu á ADSL búnaði á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Þar með mun íbúum og fyrirtækjum bjóðast ný þjónusta með möguleikum á mun öflugri nettengingu, yfir 80 sjónvarpsstöðvum og 1500 bíómyndum í gagnvirku sjónvarpi.
Lesa meira
30.07.2008
Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að frá og með 1. ágúst fái börn í grunnskóla frítt í sund. Fyrir fá börn undir grunnskólaaldri frítt í sund og því þýðir þetta að öll börn fá frítt í sund í Fjallabyggð fram til 16 ára aldurs.
Lesa meira
29.07.2008
Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2007/2008 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 605, 24. júní 2008.
Lesa meira
29.07.2008
Í viðtali í hádegisfréttum útvarps í
gær greindi Þórir Kristinn Þórisson bæjarstjóri frá því að
sveitafélagið hygðist nýta vatnið í Héðinsfjarðargöngunum til neyslu,
iðnaðar og jafnvel útflutnings. Hann sagði vatnsfundinn mikinn feng
fyrir sveitarfélagið og svo mikið vatn væri á svæðinu að það gæti dugað
öllu Eyjafjarðarsvæðinu.
Lesa meira
28.07.2008
Búið er að setja upp nýja heimasíðu fyrir Síldarævintýrið 2008. Síðan kom upp rétt fyrir helgi og er enn verið að
vinna við að fylla hana af upplýsingum. Þar er meðal annars hægt að finna myndir, umfjöllun um þá listamenn sem koma fram, dagskrá og margt
fleira.
Lesa meira
28.07.2008
Með Fréttablaðinu í dag fyrlgir sérstakt blað um Siglufjörð. Í blaðinu eru m.a. skemmtilegar greinar um mannlíf og atvinnulíf á Siglufirði auk fjöld mynd frá honum Steingrími okkar. Einnig er Síldarævintýrinu gerð góð skil.
Lesa meira
28.07.2008
Fram kom í Svæðisútvarpinu fyrir helgi að unglingar á Eyjafjarðarsvæðinu eru mis vel launaðir. Sextán ára unglingar í Grýtubakkahreppi bera mest úr býtum þegar skoðað er tímakaup unglinga fyrir sumarvinnu hjá sveitarfélögum í Eyjafirði. Hæsta tímakaupið hjá fjórtán og fimmtán ára er hjá Dalvíkurbyggð. Lægsta tímakaupið hjá öllum þremur aldursflokkunum greiðir Fjallabyggð.
Lesa meira
25.07.2008
Fimm íslenskir íþróttamenn undirbúa sig nú fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Peking í september og keppa þar í sundi, frjálsíþróttum og kraftlyftingum. Þeirra á meðal er Ólafsfirðingurinn Baldur Ævar Baldursson sem keppir í langstökki. Baldur Ævar er öflugur íþróttamaður í fleiri en einni grein og hefur m.a. hlotið styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ. Baldur Ævar starfar hjá Fjallabyggð við íþróttasvæðin í Ólafsfirði.
Lesa meira