Fréttir

Laus er staða leikskólastjóra í leikskólanum Leikskálum á Siglufirði

Lesa meira

Fréttatilkynning

Á bæjarstjórnarfundi sl. 16. október var samþykkt tilboð Rauðku ehf. um kaup á 6 íbúðum í Hafnartúni 28 til 38 Siglufirði. Umsamið verð er 40.000.000,- kr.
Lesa meira

KS/Leiftur með 4 leikmenn í liði ársins

Í gær tilkynnti heimasíðan http://www.fotbolti.net/ lið ársins 2007 í 2.deild karla í knattspyrnu. Foltbolti.net hefur undanfarin ár staðið fyrir þessari tilnefningu og eru það þjálfarar og fyrirliðar liða í deildinni sem velja liðið. En að sjálfsögðu er ekki heimilt að velja leikmenn úr sínu félagi. KS/Leiftur á 4 leikmenn í liði ársins, Þorvald Þorsteinsson, Dusan Ivkovic, Sandor Foritz og Ragnar Hauksson. Einnig var Ragnar Hauksson valinn þjálfari ársins.
Lesa meira

Ljóðahátíðin Glóð á Siglufirði

Dagana 18.-20. október fer fram ljóðahátíð á Siglufirði og hefur hún hlotið nafnið Glóð og er stefnt að því að gera hana að árlegum viðburði.  Það eru Ungmennafélagið Glói og Herhúsfélagið á Siglufirði sem standa að hátíðinni í samvinnu við Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar. 
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr bæjarsjóði 2008

Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2008 er bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 31.október n.k.
Lesa meira

Fjallabyggð sigraði Fjarðabyggð í Útsvari

Lið Fjallabyggðar sigraði lið Fjarðabyggðar í spurningaþættinum Útsvari síðastliðinn föstudag með 73 stigum gegn 55.
Lesa meira

Fundur í bæjarstjórn

18. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu Siglufirði þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 17.00.
Lesa meira

Handboltaleikur á Siglufirði

Nú er tækifæri á að sjá alvöru handboltaleik í heimabyggð. Handboltalið KS tekur á móti ÍR 2 í keppninni um SS-Bikarinn í íþróttahúsinu á Siglufirði föstudaginn 12.október klukkan 18:30. Allir á völlinn! Áfram KS!
Lesa meira

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Lesa meira

Söngskemmtun flutt vegna ófærðar

Vegna ófærðar á Lágheiði hefur Kirkjukór Ólafsfjarðar ákveðið að fella niður söngskemmtun sem vera átti í Siglufjarðarkirkju í dag kl. 16. Þess í stað mun kórinn halda söngskemmtun í Ólafsfjarðarkirkju kl. 17 í dag.
Lesa meira