Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hafa hug á að sækja um styrki eða framlög vegna starfsemi ársins 2008 er bent á að senda inn umsóknir til bæjaryfirvalda í síðasta lagi 31.október n.k.
Eyðublöð má finna undir „Umsóknir og eyðublöð“. Nánari upplýsingar eru á umsóknareyðublaði.
Umsókn þarf að fylgja greinargerð sem skýrir verkefnið sem sótt er um styrk til, svo og síðasta skattframtal eða ársreikningur. Áskilinn er réttur til að krefjast fyllri gagna en umsókn fylgja, þyki þess þörf. Aðeins umsóknir sem berast fyrir auglýstan frest verða teknar fyrir við áætlanagerð.
Umsóknir skal senda til :
Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar
Gránugötu 24, 580 Siglufirði
eða
Bæjarskrifstofu Fjallabyggðar
Ólafsvegi 4, 625 Ólafsfirði
Fjallabyggð bendir jafnframt á að umsóknarfrestur til að skila inn umsóknum um verkefnastyrki í Menningarráðs Eyþings rennur út 31. október nk. (sjá frétt)
Verkefnastyrkjunum er úthlutað á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. ánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings. www.eything.is