Leikskalar
Leikskólinn Leikskálar er þriggja deilda leikskóli þar sem lögð er áhersla á sterka sjálfsmynd nemenda, félagslega hæfni og trú á eigin getu. Verið er að vinna þróunarverkefnið; ,,Stærðfræði í leik og starfi leikskólans" í samvinnu við leikskóla í Ólafsfirði og á Dalvík. Leikskálar er leikskóli á grænni grein og stefnt er að því að fá Græn -fánann fljótlega.
Menntunar- og færnikröfur:
Leikskólakennaramenntun áskilin
Hæfni og reynsla í stjórnun æskileg
Sjálfstæð vinnubrögð
Færni í mannlegum samskiptum
Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
Staðan er laus 1. janúar 2008.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu leikskólans; leikskolinn.is/leikskalar, hjá leikskólastjóra Særúnu Þorláksdóttur í síma 464 9145 eða Karítas Skarphéðinsdóttur Neff fræðslu- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar í síma 464 9202.
Umsóknum fylgi yfirlit um nám og störf. Umsóknir skulu berast til Karítasar Skarphéðinsdóttur Neff fræðslu- og menningarfulltrúa á skrifstofu Fjallabyggðar Ólafsvegi 4 625 Ólafsfirði.
Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2007.
Sveitarfélagið Fjallabyggð er nyrst á Tröllaskaga og varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006. Þar búa um 2.400 manns. Bæirnir tveir eru afar fjölskylduvænir og þaðan er stutt í góða útivistarmöguleika jafnt að sumri sem vetri. Fjölbreytt þjónusta er í bæjunum og mannlíf gott og líflegt.