Fréttatilkynning

Á bæjarstjórnarfundi sl. 16. október var samþykkt tilboð Rauðku ehf. um kaup á 6 íbúðum í Hafnartúni 28 til 38 Siglufirði. Umsamið verð er 40.000.000,- kr.

Jafnframt var eftirfarandi bókað: "Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir tilboð Rauðku ehf. í íbúðirnar að Hafnartúni 28-38 Siglufirði, samanber afgreiðslu húsnæðisnefndar. Bæjarstjórn Fjallabyggðar lýsir því jafnframt yfir að hún muni leitast við að leysa úr húsnæðismálum þeirra íbúa sem þess óska á sem farsælastan hátt"

Með þessari sölu og að viðbættu framlagi úr Varasjóði húsnæðismála, getur Fjallabyggð gert upp skuldir upp á 75.000.000,- sem hvíla á íbúðunum. Fyrirsjáanlegur viðhaldskostnaður var mjög hár þar sem íbúðirnar og eignirnar höfðu ekki fengið æskilegt viðhald á undanförnum árum. Árlegar afborganir lána af íbúðunum voru yfir 2 milljónir.
Með þessari sölu er verulega létt af skuldum sveitarfélagsins.

Þórir Kr. Þórisson
bæjarstjóri.