Bæjarstjórn Fjallabyggðar

151. fundur 15. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Valur Þór Hilmarsson bæjarfulltrúi, S lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Rannveig Gústafsdóttir varabæjarfulltrúi, F lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forföll boðuðu Jón Valgeir Baldursson og Hilmar Þór Hreiðarsson.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017

Málsnúmer 1710008FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið og fór yfir framkvæmdir á árinu 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

    Lögð fram tvö minnisblöð deildarstjórans vegna mengunar í neysluvatni í Ólafsfirði. Deildarstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til þess að setja upp geislatæki við vatnstankinn í Brimnesdal. Mikilvægt er að ráðist verði í framkvæmdina sem fyrst.

    Bæjarráð samþykkir að veita heimild til framkvæmdanna. Áætlaður kostnaður er kr. 5.000.000.- og færist af liðnum ýmis smáverk.




    Bókun fundar Til máls tóku S.Guðrún Hauksdóttir og Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.

    Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lögð fram fundargerð fjallskilastjórnar Fjallabyggðar frá fundi sem haldinn var 16. október sl.. Í fundargerðinni er gert grein fyrir framkvæmd og fyrirkomulagi gangna sem fóru fram í sveitarfélaginu í september sl..

    Í kjölfar greinargerðar Fjallskilastjórnar felur bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að svara erindi Guðbrands Ólafssonar sem barst ráðinu þann 20. september sl..

    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Hjörtur Hjartarson, deildarstjóri félagsmáladeildar sat undir þessum lið.

    Á fundi félagsmálanefndar þann 19. október sl. samþykkti nefndin fyrir sitt leyti að þjónusta við aldraða í Ólafsfirði yrði efld og ráðinn yrði starfsmaður í 50% stöðugildi. Jafnframt myndi starfsmaðurinn taka að sér verkefni við þjónustu við fólk með fötlun. Áætlaður launakostnaður til áramóta er 617.000 kr. Áhersla verður lögð á að starfstöð verði komið upp í húsi eldri borgara í Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði starfsmaður í 50% starf og gjaldfærist launakostnaðurinn af þjónustu við aldraðra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.5 1703049 Gjafaafsal Hóls
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem lagt er til, í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október sl., að bæjarráð verði við ósk UÍF um að sveitarfélagið falli frá kvöð í gjafaafsali varðandi Íþróttamiðstöðina Hól, Siglufirði. Með því myndi UÍF hafa fullan eignarrétt yfir eigninni.

    Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.6 1703048 Málefni Hóls
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála í kjölfar fundar deildarstjóra og formanns fræðslu- og frístundanefndar með fulltrúum UÍF þann 19. október. Á fundinum var rædd krafa UÍF um að greiðslur sveitarfélagsins vegna íþróttamiðstöðvarinnar Hóls, Siglufirði, yrðu 1.500.000 kr. líkt og á árunum 2014-2016, samkvæmt staðfestingu bæjarstjóra frá 16. júlí 2014. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 var ákveðið að styrkja rekstur UÍF um 800.000 kr.


    Bæjarráð hafnar kröfum UÍF um óbreyttar greiðslur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.7 1710074 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 16. október 2017. Innborganir nema 821.019.225 kr. sem er 95,17% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 873.189.690 kr.. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lögð fram til kynningar staðgreiðsluáætlun sveitarfélaga fyrir árin 2017 og 2018 sem hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að útsvarsstofninn hækki að meðaltali um 8% á öllu landinu á milli áranna 2017 og 2018.

    Staðgreiðsluáætlunina má finna á slóðinni:
    http://www.samband.is/media/upplysingar-um-utsvar/Stadgreidsluaaetlun_okt_2017.pdf
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar, dags. 13. október 2017, þar sem vakin er athygli sveitarstjórnarmanna á breytingum á vörugjöldum bílaleigubíla og skattbyrði bílaleigufyrirtækja. Telja samtökin að líklegt sé að ferðamönnum fækki í dreifðari byggðum landsins í kjölfar hækkunarinnar og brýna þau sveitarstjórnarmenn til þess að ræða málið við frambjóðendur til Alþingis. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 10. október sl., þar sem tilkynnt er um útgáfu skýrslu um fasteignamat 2018. Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár Íslands:
    https://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

    Lögð fram til kynningar afrit af kæru Brimnes hótels ehf. til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar Fjallabyggðar um breytingu á deiliskipulagi í Hornbrekkubót vegna gerðar göngustígs og gróðursetningar. Er Fjallabyggð veittur 30 daga frestur til þess að skila gögnum til nefndarinnar og til þess að tjá sig um kæruna.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

    Tekið fyrir bréf Guðbrandi Jónssyni, dags. 18. október 2017, þar sem hann þakkar fyrir jákvæð viðbrögð Fjallabyggðar við mögulegri uppsetningu á styttu af landvætti Norðurlands í sveitarfélaginu, fáist til þess styrkur frá Ferðamálastofu. Guðbrandur óskar eftir því að leitað verði til íbúa um tillögur að útliti styttunnar.

    Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni íbúa í Skálarhlíð, Siglufirði, dags. 15. október 2017. Í erindinu kemur Steingrímur á framfæri ábendingu til bæjaryfirvalda um að viðvörunarhljóð vegna bruna heyrist ekki inni í þeirri íbúð þar sem reykskynjarinn fer í gang, heldur einungis frammi á göngunum þar sem brunabjöllur eru staðsettar.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Tekið fyrir erindi frá Gauta Má Rúnarssyni og Magneu Guðbjörnsdóttur, dags. 21. október, þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um afslátt af gatnagerðargjöldum, vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Bakkabyggð 4.

    Bæjarráð hafnar beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 524. fundur - 24. október 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi félagsmálanefndar sem haldinn var 19. október sl.. Bókun fundar Afgreiðsla 524. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 525. fundur - 27. október 2017

Málsnúmer 1710013FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 525. fundur - 27. október 2017 Á 150. fundi bæjarstjórnar, 18. október 2017, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

    1604 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
    Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 622.
    Bókun fundar Afgreiðsla 525. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017

Málsnúmer 1710014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti á fund bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fastráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur í starf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Tekið fyrir minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna gæslu í skólabíl Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri telur nauðsynlegt að ráðinn verði rútuliði í 50% starf sem sinni gæslu á tímabilinu 12:40-16:15.

    Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra að undirbúa ráðningu rútuliða. Áætlaður kostnaður er 350.000 kr. og er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir umsókn Blakfélags Fjallabyggðar um frí afnot af Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði dagana 3.-5. nóvember vegna Íslandsmóts í blaki.

    Bæjarráð samþykkir beiðni Blakfélags Fjallabyggðar og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.5 1710105 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Á bæjarráðsfundi þann 24. október sl. var tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni, íbúa í Skálarhlíð, varðandi reykskynjara í Skálarhlíð.

    Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að kanna hversu mikil þörf er á hljóðgjöfum sem staðsettir væru innan íbúðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lögð fram áfangaskýrsla frá Flugklasanum Air 66N.

    Einnig er beðið um svar við beiðni Flugklasans um áframhaldandi styrk. Bæjarráð samþykkti í mars sl. að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Svar mun berast klasanum þegar ákvörðun liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagt fram hvatningarbréf frá Menntamálastofnun þar sem minnt er á Daginn gegn einelti, þann 8. nóvember. Óskað er eftir upplýsingum frá skólum landsins um hvað verði gert í tilefni dagsins.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina Bakkabyggð 2 við Elís Hólm Þórðarson og Huldu Teitsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagt fram aðalfundarboð frá Eyþingi. Aðalfundurinn verður haldinn á Siglufirði dagana 10.-11. nóvember. Aðalfundarfulltrúar Fjallabyggðar eru:

    Gunnar I. Birgisson, Hilmar Þór Elefsen, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 17. og 24. október, og fundargerð undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 23. október 2017.


    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017

Málsnúmer 1711005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi.

    Farið var yfir kynningarfundinn sem haldinn var í gær, fundurinn var vel sóttur. Einnig lagður fram áætlaður kostnaður Fjallabyggðar vegna hátíðarinnar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. október 2017 til og með 31. desember 2017.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Gunnlaugur Guðleifsson formaður Blakfélags Fjallabyggðar sækir um styrk fyrir hönd undirbúningshóps um styrktarmót í blaki í formi afnota af íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Mótið yrði haldið á opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar.

    Bæjarráð samþykkir að verða við styrkbeiðninni og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar og talmeinafræðinganna Eyrúnar Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur um talmeinaþjónustu fyrir leik- og grunnskólanemendur í Fjallabyggð. Samningurinn gildir frá 1. september 2017 til og með 31. ágúst 2019.

    Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um skipan fulltrúa Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og UÍF í ungmennaráð Fjallabyggðar.

    Fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Aðalfulltrúar: Joachim Birgir Ákason 10. bekk og Birna Björk Heimisdóttir 9. bekk
    Varafulltrúar: Elísabet Alla Rúnarsdóttir 10. bekk og Hörður Ingi Kristjánsson 9. bekk
    Fulltrúar Menntaskólans á Tröllaskaga.
    Aðalfulltrúar: Sólveig Lilja Brinks og Kara Mist Harðardóttir
    Varafulltrúar: Haukur Orri Kristjánsson og Karen Ásta Guðmundsdóttir

    Fulltrúi UÍF.
    Aðalfulltrúi: Kristinn Freyr Ómarsson
    Varafulltrúi: Helga Dís Magnúsdóttir

    Fyrsti fundur ráðsins er fyrirhugaður 14. nóvember 2017 þar sem ráðið velur sér formann og varaformann.

    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lögð fram umsókn um tímabundna leikskóladvöl fyrir nemenda með lögheimili utan sveitarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina en fyrir liggur að umsækjandi greiðir fullt gjald án niðurgreiðslu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Samkvæmt niðurstöðum sýna sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók af neysluvatni í Ólafsfirði þann 1. nóvember sl. er ekki lengur nauðsynlegt að sjóða neysluvatn. Þær endurbætur sem nú þegar hefur verið ráðist í hafa skilað tilætluðum árangri og er unnið að enn frekari endurbótum, m.a. að koma upp útfjólublárri geislun á neysluvatnið. Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Á grundvelli laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldur þeirra, samþykkir bæjarráð að framlag vegna 2017 verði óbreytt kr. 360.000 og því verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5 gr. laganna eftir kjörfylgi í Fjallabyggð í kosningum 2014. Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.9 1612033 Arctic Coast Way
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar áfangaskýrsla um verkefnið Norðurstrandarleiðin eða Arctic Coast Way. Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Þriðjudaginn 14. nóvember n.k. kl. 8:30-10:00 verður haldinn morgunverðarfundur á vegum Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, Akureyrarstofu, SAF og Ferðamálastofu. Markmið fundarins er að kynna hlutverk Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og fræðslumöguleika innan ferðaþjónustunnar ásamt því að miðla reynslu fyrirtækja af markvissu fræðslustarfi.
    Fundurinn verður haldinn í húsnæði SÍMEY, Þórsstíg 4 á Akureyri.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lagður fram til kynningar samningur milli ríkissjóðs og sveitarfélaga um uppgjör lífeyrisskuldbindinga í B- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga vegna hjúkrunarheimilis sveitarfélags.

    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Dómsmálaráðuneytinu er varðar greiðslur til sveitarfélaga vegna alþingiskosninga sem fram fóru 28. október sl. Samkvæmt 123. gr. c liðar laga um kosningar til Alþingis ber að greiða úr ríkissjóði nauðsynlegan kostnað við m.a. störf undirkjörstjórna og kjörstjórna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 853. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 27. október 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Fundargerðir undirkjörstjórnar í Ólafsfirði frá 27. og 28. október sl., undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 27. október sl. og yfirkjörstjórnar þann 27. október sl. lagðar fram til kynningar.

    Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar frá 1. nóvember sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 7. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar Eyþings sem haldinn var 25. október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 527. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14. nóvember 2017

Málsnúmer 1711010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14. nóvember 2017 Lagt fram minnisblað Lindu Leu Bogadóttur markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 10. nóvember 2017, vegna DMP verkefnisins sem gengur út á gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Verkefnið er samstarfsverkefni Markaðsstofu Norðurlands og Ferðamálastofu Íslands.

    Í minnisblaðinu eru gerðar athugasemdir við þá aðferðafræði sem viðhöfð var við forgangsröðun verkefna sem sveitarfélögin höfðu valið að senda inn.

    Bæjarráð lýsir yfir óánægju sinni með fyrirkomulagið og felur formanni bæjarráðs að koma athugasemdunum á framfæri við forsvarsmenn DMP verkefnisins.
    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 528. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14. nóvember 2017 Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fór yfir forsendur reiknilíkans og áætlaða útkomu fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 528. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14. nóvember 2017 Lagt fram til kynningar erindi frá Þjóðskrá Íslands, dags. 1. nóvember 2017, þar sem er tilkynnt um leiðrétt fasteignamat sumarhúsa og óbyggðra sumarhúsa árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 528. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 528. fundur - 14. nóvember 2017 Lögð fram til kynningar fundargerð markaðs- og menningarnefndar frá 13. nóvember 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 528. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 31. fundur - 23. október 2017

Málsnúmer 1710010FVakta málsnúmer

  • 6.1 1710092 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 28/10 2017
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 31. fundur - 23. október 2017 1. Farið yfir gátlista vegna undirbúnings kosninga.
    2. Farið yfir helstu atriði kosninga, sérstaklega reglur um aðstoðarmenn í kjörklefa.
    3. Breytt vinnulag varðandi flokkun og merkingu utnakjörstaðaatkvæða.
    4. Rætt um fjarskiptamál og samband við aðrar undirkjörstjórnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar undirkjörstjórnar Siglufirði staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 32. fundur - 27. október 2017

Málsnúmer 1711004FVakta málsnúmer

  • 7.1 1710092 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 28/10 2017
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 32. fundur - 27. október 2017 1. Farið yfir kjörskrár og gengið frá kjörskrármöppum.
    2. Gengið frá kjörstofu, klefar yfirfarnir og sætum komið fyrir á gangi.
    3. Farið yfir fyrirliggjandi gögn sem varða kosningar.
    4. Kassi með utankjörfundaratkvæðum hefur borist frá sýsluskrifstofu og verið læstur inni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar undirkjörstjórnar Siglufirði staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 31. fundur - 27. október 2017

Málsnúmer 1711002FVakta málsnúmer

  • 8.1 1710092 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 28/10 2017
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 31. fundur - 27. október 2017 1. Breyting á undirkjörstjórn, Anna Rósa Vigfúsdóttir og Anna María Elíasdóttir koma inn skv. samþykkt bæjarstjórnar. Steinunn Gunnarsdóttir er svo kölluð inn á föstudeginum.
    2. Lögð fram kjörskrá undirrituð af Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur, f.h. Fjallabyggðar. Samtals eru á kjörskrá 623, karlar eru 333 og konur 290.
    3. Lögð fram auglýsing vegna kjörfundar og vinnuplan á kjördag.
    4. Formaður útvegar dyraverði. Félagar úr Hestamannafélaginu Gnýfara munu vera á kjördag.
    5. Kjörfundur verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefst kl. 10.00. Nefndarmenn mæta kl. 8.30.
    Formaður sá um að settir voru upp kjörklefar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar undirkjörstjórnar Ólafsfirði staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 32. fundur - 28. október 2017

Málsnúmer 1711003FVakta málsnúmer

  • 9.1 1710092 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 28/10 2017
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 32. fundur - 28. október 2017 Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar undirkjörstjórnar Ólafsfirði staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 27. október 2017

Málsnúmer 1711001FVakta málsnúmer

  • 10.1 1710092 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 28/10 2017
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 27. október 2017 1. Kjörgögn afhent fyrir hvora kjördeild og utankjörfundaratkvæði sem komu frá sýslumanni.
    2. Kjörstaðir eru klárir með kjörklefum og þeim búnaði sem þeim eiga að fylgja.
    3. Skýrsla til Hagstofu er í höndum formanna undirkjörstjórna.

    Pétur Garðarsson tók við kjörgögnum á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 1. nóvember 2017

Málsnúmer 1710015FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 1. nóvember 2017 Fræðslu- og frístundanefnd hefur farið yfir athugasemdir UÍF á reglum um húsaleigustyrki til aðildafélaga UÍF. Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018 verði gert ráð fyrir að UÍF fái 4 þriggja mánaða líkamsræktarkort endurgjaldslaust með þeim skilyrðum að kortin séu gefin út á nafn íþróttamanns og tímabil. UÍF sér um útdeilingu korta. Samþykkt var að reglur um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til aðildafélaga UÍF verði óbreyttar en um helgar geti íþróttafélög óskað eftir frítímum í íþróttasal á opnunartíma íþróttamiðstöðva en þó hafa mót og viðburðir forgang. Ósk um frítíma um helgar þarf að koma fram við útdeilingu frítíma að hausti.
    Nefndin samþykkir að boða formann og starfsmann UÍF á desemberfund nefndarinnar þar sem niðurstaða nefndarinnar verður kynnt.

    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 45. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 1. nóvember 2017 Á næstu vikum verður stofnaður stýrihópur til að halda áfram með aðildarumsókn Fjallabyggðar að verkefninu Heilsueflandi samfélag. Fjallabyggð fékk úthlutuðum styrk frá Lýðheilsusjóði 350.000 kr. á árinu 2017 til verkefnisins og sótt hefur verið um styrk fyrir árið 2018. Stýrihóp verkefnissins er ætlað að gera þarfagreiningu í samfélaginu þar sem óskað verður eftir formlegu samstarfi við skóla, íþróttafélög og heilsugæslu. Í kjölfar þarfagreiningar verður gerð verkefnaáætlun til þriggja eða fjögurra ára. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 45. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 1. nóvember 2017 Ályktun frá samráðsfundi FSL lögð fram til kynningar.
    Samráðsnefnd Félags stjórnenda leikskóla (FSL) vill koma á framfæri áhyggjum sínum um stöðu barna á leikskólum landsins. Áhyggjur beinast meðal annars að of lítlu rými, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma, bæði í klukkutímum a dag og fjölda daga á ári. Árið 2016 voru 87,3% nemenda í leikskólum með 8 klst eða lengri dvalartíma en sambærilegt hlutfall var 40,3% árið 1998. Skýrsla OECD sýnir að börn á Íslandi hafa lengsta viðveru hvern dag og flesta leikskóladaga á ári. Félag stjórnenda leikskóla hvetja foreldra, sveitarstjórnir og atvinnulífið til að standa vörð um velferð barna og finna leiðir til að bæta aðstöðu þeirra nú og til framtíðar.
    Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.

    Afgreiðsla 45. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 45. fundur - 1. nóvember 2017 Menntamálastofnun minnir á að 8. nóvember n.k. er Dagur gegn einelti sem helgaður er baráttunni gegn einelti í skólum.
    Menntamálastofnun hvetur skóla til að deila þeim verkefnum sem unnin eru í tilefni dagsins með stofnuninni.
    Fræðslu- og frístundanefnd hvetur til þess að afrakstur skólanna í tilefni dagsins verði deilt með Menntamálastofnun og á heimasíðu skólanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017

Málsnúmer 1711006FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar ákveður að auglýsa eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Umsóknir eða ábendingar skulu berast til sveitarfélagsins fyrir 6. desember 2017, með bréfi eða í tölvupósti á netfang markaðs- og menningarfulltrúa; lindalea@fjallabyggd.is. Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns má finna á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum lið.
    Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hugsanlega samninga varðandi atburði í kring um jól og áramót í Fjallabyggð. Nefndin leggur til hækkun um kr. 50.000 á samningum um brennur og flugeldasýningar. Nefndin leggur einnig til að samræma upphæðir fyrir sambærilega þjónustu.

    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og leggur til að vísa tillögu nefndar um hækkun á samningum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi frá Örnefnafélaginu Snók um að heimasíðan snokur.is verði vistuð undir vefsíðu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að sveitarfélagið verði við óskinni. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og leggur til að erindinu verði vísað til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Umræða varð um áherslupunkta frá stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum 20. september s.l. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Mánudag 6. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar sem fyrirhuguð er á Siglufirði 4.-8.júlí 2018. Fundurinn var vel sóttur og farið var yfir umfang hátíðarinnar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að dagsetningu Trilludaga 2018 verði hagrætt þannig að þeir falli að Norrænu strandmenningarhátíðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1611084Vakta málsnúmer

Öldungaráð
Lögð fram tillaga um að aðalmaður í stað Sigmundar Agnarssonar verði Björn Þór Ólafsson og varamaður í stað Björns Þórs Ólafssonar verði Skúli Pálsson.

Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Undirkjörstjórn Ólafsfirði
Lögð fram tillaga um að aðalmaður í stað Þorvaldar Hreinssonar verði Signý Hreiðarsdóttir og varamaður í stað Signýar Hreiðarsdóttur verði Gunnlaug Kristjánsdóttir.
Aðalmaður í stað Hrafnhildar Ýrar Denke Vilbertsdóttur verði Guðlaug Jörgína Ólafsdóttir.

Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Hafnarstjórn
Lögð fram tillaga um að áheyrnarfulltrúi í stað Sverris Sveinssonar verði Þorgeir Bjarnason og varaáheyrnarfulltrúi í stað Þorgeirs Bjarnasonar verði Jón Valgeir Baldursson.

Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.