Bæjarráð Fjallabyggðar - 525. fundur - 27. október 2017

Málsnúmer 1710013F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 15.11.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 525. fundur - 27. október 2017 Á 150. fundi bæjarstjórnar, 18. október 2017, var samþykkt að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 28. október 2017 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gera eina breytingu á framlögðum kjörskrárstofni, frá síðasta fundi bæjarstjórnar.

    1604 eru því á kjörskrá í Fjallabyggð.
    Á Siglufirði eru 982 á kjörskrá og í Ólafsfirði 622.
    Bókun fundar Afgreiðsla 525. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.