Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017

Málsnúmer 1710014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 15.11.2017

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála mætti á fund bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að fastráða Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur í starf deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

    Tekið fyrir minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna gæslu í skólabíl Grunnskóla Fjallabyggðar. Skólastjóri telur nauðsynlegt að ráðinn verði rútuliði í 50% starf sem sinni gæslu á tímabilinu 12:40-16:15.

    Bæjarráð samþykkir beiðni skólastjóra og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og skólastjóra að undirbúa ráðningu rútuliða. Áætlaður kostnaður er 350.000 kr. og er vísað til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir umsókn Blakfélags Fjallabyggðar um frí afnot af Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði dagana 3.-5. nóvember vegna Íslandsmóts í blaki.

    Bæjarráð samþykkir beiðni Blakfélags Fjallabyggðar og vísar kostnaði til viðauka við fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .5 1710105 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Á bæjarráðsfundi þann 24. október sl. var tekið fyrir erindi frá Steingrími Kristinssyni, íbúa í Skálarhlíð, varðandi reykskynjara í Skálarhlíð.

    Lögð fram umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að kanna hversu mikil þörf er á hljóðgjöfum sem staðsettir væru innan íbúðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Kvennaathvarfinu fyrir árið 2018.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til umræðu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lögð fram áfangaskýrsla frá Flugklasanum Air 66N.

    Einnig er beðið um svar við beiðni Flugklasans um áframhaldandi styrk. Bæjarráð samþykkti í mars sl. að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Svar mun berast klasanum þegar ákvörðun liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagt fram hvatningarbréf frá Menntamálastofnun þar sem minnt er á Daginn gegn einelti, þann 8. nóvember. Óskað er eftir upplýsingum frá skólum landsins um hvað verði gert í tilefni dagsins.

    Bæjarráð vísar erindinu til deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lögð fram drög að lóðarleigusamningi um lóðina Bakkabyggð 2 við Elís Hólm Þórðarson og Huldu Teitsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir lóðarleigusamninginn fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagt fram aðalfundarboð frá Eyþingi. Aðalfundurinn verður haldinn á Siglufirði dagana 10.-11. nóvember. Aðalfundarfulltrúar Fjallabyggðar eru:

    Gunnar I. Birgisson, Hilmar Þór Elefsen, S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 526. fundur - 31. október 2017 Lagðar fram til kynningar fundargerðir yfirkjörstjórnar frá 17. og 24. október, og fundargerð undirkjörstjórnar á Siglufirði frá 23. október 2017.


    Bókun fundar Afgreiðsla 526. fundar bæjarráðs staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.