Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017

Málsnúmer 1711006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 15.11.2017

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar ákveður að auglýsa eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Umsóknir eða ábendingar skulu berast til sveitarfélagsins fyrir 6. desember 2017, með bréfi eða í tölvupósti á netfang markaðs- og menningarfulltrúa; lindalea@fjallabyggd.is. Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns má finna á heimasíðu Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Ægir Bergsson vék af fundi undir þessum lið.
    Markaðs- og menningarfulltrúi fór yfir hugsanlega samninga varðandi atburði í kring um jól og áramót í Fjallabyggð. Nefndin leggur til hækkun um kr. 50.000 á samningum um brennur og flugeldasýningar. Nefndin leggur einnig til að samræma upphæðir fyrir sambærilega þjónustu.

    Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og leggur til að vísa tillögu nefndar um hækkun á samningum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

    Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Tekið fyrir erindi frá Örnefnafélaginu Snók um að heimasíðan snokur.is verði vistuð undir vefsíðu Fjallabyggðar. Markaðs- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að sveitarfélagið verði við óskinni. Bókun fundar Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og leggur til að erindinu verði vísað til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

    Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Umræða varð um áherslupunkta frá stöðufundi með ferðaþjónustuaðilum 20. september s.l. Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 37. fundur - 13. nóvember 2017 Mánudag 6. nóvember síðastliðinn var haldinn kynningarfundur vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar sem fyrirhuguð er á Siglufirði 4.-8.júlí 2018. Fundurinn var vel sóttur og farið var yfir umfang hátíðarinnar. Markaðs- og menningarnefnd leggur til að dagsetningu Trilludaga 2018 verði hagrætt þannig að þeir falli að Norrænu strandmenningarhátíðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 151. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.