Bæjarstjórn Fjallabyggðar

204. fundur 08. september 2021 kl. 17:00 - 18:30 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðrún Linda Rafnsdóttir bæjarfulltrúi, I lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Forseti bar upp tillögu að dagskrárbreytingu, sem var samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021

Málsnúmer 2108007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir 1, 2, 3 og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Ingibjörgu Guðlaugu Jónsdóttur ótímabundið leyfi frá störfum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gefa út kjörbréf fyrir Guðrúnu Lindu Rafnsdóttir.

    Í fjarveru Ingibjargar mun Helga Helgadóttir varaforseti bæjarstjórnar gegna embætti forseta.
    Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu um hönnun vegna endurnýjunar núverandi grasvallar, miða skal við að framkvæmdir hefjist sem fyrst að aflokinni yfirstandandi leiktíð og að völlurinn verði leikhæfur vorið 2023. Hönnun og framkvæmd skal unnin í sem allra bestu samstarfi við notendur vallarins. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að efna til samtals við notendur vallarins um hvernig best sé að vinna úr þeim tíma sem völlurinn verður ekki leikhæfur þannig að sem minnst rask verði á knattspyrnuiðkun og æfingum. Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða Jafnlaunastefnu fyrir sitt leyti. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.6 2108021 Barnaþing 2021.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála hlutverk tengiliðs við embætti umboðsmanns barna í málum er varða milligöngu um þátttöku barna sveitarfélaginu á barnaþingi 2021. Bókun fundar Enginn tók til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 16. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 122. fundur - 17. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 77. fundur - 19. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 78. fundur - 2. September 2021.

Málsnúmer 2108009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarstjórnar.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 272. fundur - 13. ágúst 2021.

Málsnúmer 2108002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 3 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir : 2 og 3.

Enginn tók til máls.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021

Málsnúmer 2108008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir : 5, 8.

Enginn tók til máls.
Undir lið 7.6 óskaði D-listi eftir fundarhlé kl.17:30 til 17:31 og H-listi kl. 17:34 til 17:49
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Nefndin gerir ekki athugasemdir við tillögu að aðalskipulagi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Nefndin þakkar fyrir ábendingarnar og felur tæknideild að fylgja þeim eftir í samvinnu við heilbrigðiseftirlitið.
    Helgi Jóhannsson leggur fram eftirfarandi bókun:
    Það er mjög mikilvægt að íbúar í Fjallabyggð komi með ábendingar um það sem betur má fara í okkar nærumhverfi og ber að þakka fyrir það. Það sem er verra er að oft eru þetta sömu ábendingar ár eftir ár og aðallega er verið að ræða um Ólafsfjörð. Farið var í átak í þessum efnum í fyrra og náðist þó nokkur árangur. En þetta eiga ekki að vera átaksverkefni, heldur þarf að huga að umhverfismálum alltaf og bregðast við um leið ef tilefni er til. H-listinn hefur rætt það allt þetta kjörtímabil að þörf sé á því að ráða umhverfisfulltrúa til Fjallabyggðar, það væri gott skref í því að taka myndarlega og skipulega á þessum málaflokki.
    Bókun fundar Til máls tóku Tómas Atli Einarsson, Helgi Jóhannsson, Nanna Árnadóttir, Jón Valgeir Baldursson og Elías Pétursson.

    Tómas A. Einarsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun vegna bókunar Helga Jóhannssonar bæjarfulltrúa skipulags og umhverfisnefndar:

    Um leið og tekið er undir með Helga Jóhannssyni bæjarfulltrúa hvað varðar mikilvægi þess að íbúar Fjallabyggðar komi á framfæri ábendingum um það sem betur má fara í nærumhverfi okkar þá verður ekki hjá því komist að bregðast við þeim hluta bókunar bæjarfulltrúans sem virðist hafa þann eina tilgang að ala á sundrungu og úlfúð milli byggðarkjarnanna sem mynda Fjallabyggð. Enda er ámælisvert þegar bæjarfulltrúi sem, líkt og aðrir bæjarfulltrúar, bauð sig fram til að vinna fyrir sveitarfélagið allt, stillir málum upp með þeim hætti að annar byggðarkjarni sveitarfélagsins, þ.e. Ólafsfjörður, beri með einhverjum hætti skarðan hlut frá borði eða mæti afgangi hjá bæjarstjórn eða starfsfólki sveitarfélagsins. Fullyrðingar af þeim toga sem hér er vísað til eru fjarri öllu sanni og ekki verður hjá komist að vísa þeim á bug.

    Helgi Jóhannsson og Jón Valgeir Baldursson H-lista leggja fram svohljóðandi bókun.
    Við vísum algjörlega til föðurhúsana bókun bæjarfulltrúans Tómasar Atla Einarssonar. Hér er ráðist að bæjarfulltrúa H listans og hann sakaður um að vinna ekki að heilum hug fyrir Fjallabyggð. Þessar fullyrðingar eiga sér ekki stoð og sést best í þeim fjölmörgum ábendingum og tillögum sem Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi H listans hefur komið með á kjörtímabilinu í umhverfismálum í sveitarfélaginu öllu, bæði í skipulags- og umhverfisnefnd og í bæjarstjórn.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 273. fundur - 2. september 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 274. fundur - 7. september 2021

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir : 2, 3, 4.

Enginn tók til máls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 274. fundur - 7. september 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 274. fundur - 7. september 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 274. fundur - 7. september 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Alþingiskosningar 2021

Málsnúmer 2106039Vakta málsnúmer

Í bréfi frá Þjóðskrá Íslands dagsett 21. ágúst 2021, eru upplýsingar og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna vegna Alþingiskosninga 25. september 2021. Með bréfinu fylgdu 3 eintök af kjörskrárstofni.

Samkvæmt kjörskrárstofni eru 1530 á kjörskrá í Fjallabyggð. Á Siglufirði eru 937 á kjörskrá og í Ólafsfirði 593 á kjörskrá.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum svo Kjörskrárstofn, 1530 eru á kjörskrá í Fjallabyggð.

Kjörskrár vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021 verða lagðar fram 13. september n.k. almenningi til sýnis og verða aðgengilegar á auglýstum opnunartíma bæjarskrifstofunnar í Ráðhúsi Fjallabyggðar að Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu að Ólafsvegi 2, Ólafsfirði.

Eftirfarandi tillaga var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum: "Bæjarstjórn samþykkir að veita bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 í samræmi við 27. gr. kosningalaga."

10.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2109009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög á breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar á 15. grein um fundarsköp og ritun fundargerða og 35. grein um valdsvið nefnda og framsal bæjarstjórnar til fastanefnda á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.
Staðfest
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa breytingum á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar til síðari umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:30.