Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.
Til afgreiðsla eru liðir 1, 2, 3 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að veita Ingibjörgu Guðlaugu Jónsdóttur ótímabundið leyfi frá störfum og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að gefa út kjörbréf fyrir Guðrúnu Lindu Rafnsdóttir.
Í fjarveru Ingibjargar mun Helga Helgadóttir varaforseti bæjarstjórnar gegna embætti forseta.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að hafa forgöngu um hönnun vegna endurnýjunar núverandi grasvallar, miða skal við að framkvæmdir hefjist sem fyrst að aflokinni yfirstandandi leiktíð og að völlurinn verði leikhæfur vorið 2023. Hönnun og framkvæmd skal unnin í sem allra bestu samstarfi við notendur vallarins. Einnig felur bæjarráð deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að efna til samtals við notendur vallarins um hvernig best sé að vinna úr þeim tíma sem völlurinn verður ekki leikhæfur þannig að sem minnst rask verði á knattspyrnuiðkun og æfingum.
Bókun fundar
Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Elías Pétursson og Helgi Jóhannsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða Jafnlaunastefnu fyrir sitt leyti.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 707. fundur - 3. september 2021
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála hlutverk tengiliðs við embætti umboðsmanns barna í málum er varða milligöngu um þátttöku barna sveitarfélaginu á barnaþingi 2021.
Bókun fundar
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.