-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Á fund bæjarráðs mættu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.
Fjallað var um starfsemi skólans í nútíð og framtíð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.
Lögð fram samanburðargögn.
Bæjarráð leggur til breytingu á gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breyttri gjaldskrá 2015 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Tekin til umfjöllunar þjónustusamningur við Heilsuvernd ehf á sviði trúnaðarlækninga og heilsuverndar.
Fram kom að núgildandi samningur rennur út 2016.
Það hefur tekið Heilsuvernd ehf óeðlilega langan tíma að afgreiða og svara erindum frá Fjallabyggð varðandi starfsmannamál.
Heilsuvernd hefur lagt fram sínar skýringar á töfum.
Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Heilsuvernd ehf með samningsbundnum fyrirvara.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppsögn samnings við Heilsuvernd ehf með samningsbundnum fyrirvara.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
384. fundur bæjarráðs, 17. mars 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa, Þröst Þórhallsson, f.h. Annathor ehf í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.
389. fundur bæjarráðs, 21. apríl 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að gera bjóðanda gagntilboð á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
Lagt fram samþykkt gagntilboð, að upphæð 55 milljónir í Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Annathor ehf í húsnæðið að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Á 389. fundur bæjarráðs, 21. apríl 2015, voru lögð fram kauptilboð í Ólafsveg 28, íbúð 203 Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkti að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.
Lagt fram samþykkt tilboð að upphæð 5,3 milljónir m. fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tilboðið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboð í húsnæðið að Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Á 182. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 22. apríl 2015, var tekið fyrir erindi Norðurorku hf. þar sem sótt var um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig var sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti umsóknirnar fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.
Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi til Norðurorku vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2014.
Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2014 var kr. 389,3 milljónir og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 38,9 milljónir kr.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lánsumsókn vegna snjóflóðavarna.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Teknir til umfjöllunar samningar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, annars vegar þjónustusamningur vegna reksturs knattspyrnuvalla og hins vegar vegna aðkomu að Pæju og Nikulásarmóti.
Bæjarráð vill benda á að ofangreindir samningarnir eru enn til vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
Undirritaður þjónustusamningur íþrótta- og tómstundafulltrúa er því marklaus.
Bæjarráð óskar eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi mæti á næsta fund bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Bæjarráð samþykkti að leggja eftirfarandi tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn:
"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs en svæðið telur ríflega 11.000 íbúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka til umfjöllunar tillögu um Rætur bs.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
Bókun fundar
Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 55, Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Lögð fram fundargerð aðalfundar Seyru 17. apríl 2015.
Einnig ársreikningur félagsins vegna 2014.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Boðað er til aðalfundar Tækifæris 5. maí n.k. á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar Ríkharði Hólm Sigurðarsyni að sækja fundinn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2015 verður haldinn 13. maí n.k. á Akureyri.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tilnefna Kristinn Kristjánsson og Kristjönu R. Sveinsdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á ársfundinum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Lagt fram erindi Haraldar Marteinssonar, dagsett 21. apríl 2015, þar sem bent er á ásigkomulag göngubrúar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 10. apríl 2015, er varðar borun á vinnsluholu fyrir heitt vatn við Múlaveg 3 í Ólafsfirði og nýtingu á því við framleiðslu fyrirtækisins.
Bæjarráð samþykkir að fá umsögn bæjarstjóra.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld, 692. mál.
Lagt fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Fundargerð 18. fundar frá 13. apríl 2015, lögð fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
-
Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015
Fundargerðir 264. frá 25. mars 2015 og 265. fundar frá 7. apríl 2015, lagðar fram til kynningar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Helgu Helgadóttur sem boðaði forföll.
Í hennar stað mætti Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.