Bæjarstjórn Fjallabyggðar

115. fundur 30. apríl 2015 kl. 12:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Sólrún Júlíusdóttir bæjarfulltrúi, B lista
  • Kristinn Kristjánsson bæjarfulltrúi, F lista
  • Kristjana Rannveig Sveinsdóttir bæjarfulltrúi, S lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Forseti setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Allir aðalfulltrúar voru mættir að undanskildum Helgu Helgadóttur sem boðaði forföll.
Í hennar stað mætti Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015

Málsnúmer 1504008FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Á 388. fundi bæjarráðs, 14. apríl 2015, var lagt fram yfirlit um framlög/styrki/rekstrar- og þjón.samninga vegna Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á árinu 2014.

    Bæjarráð samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

    Á fund bæjarráðs mætti Óskar Þórðarson framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

    Bæjarráð leggur áherslu á að drög að samningum verði lögð fyrir næsta bæjarráðsfund til umfjöllunar.

    Ein af beiðnum KF var að fá leigða íbúð fyrir þjálfara/leikmenn.
    Bæjarráð vill taka fram að bæjarfélagið á einungis leiguíbúðir sem er ráðstafað á félagslegum grunni.
    Engar íbúðir eru til ráðstöfunar að svo stöddu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.2 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að fresta þessum dagskrárlið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Niðurstaða verðkönnunar í malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð kynnt.

    Þrír aðilar skiluðu einingaverðum, Colas, KM malbikun og Kraftfag.

    Niðurstaða:
    Colas
    Nýlögn 5 cm Y11, 4900 kr/m2
    Yfirlögn 4 cm Y11, 4000 kr/m2

    KM Malbikun
    Nýlögn 5 cm Y11, 4250 kr/m2
    Yfirlögn 4 cm Y11, 3650 kr/m2

    Kraftfag
    Nýlögn 5 cm Y11, 3970 kr/m2
    Yfirlögn Ólafsfirði 4 cm Y11, 3520 kr/m2
    Yfirlögn Siglufirði 4 cm Y11, 3620 kr/m2

    Bæjarstjóri fór yfir athugasemdir sem bárust frá KM Malbikun vegna verðkönnunar.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga við Kraftfag á grundvelli verðkönnunar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að samið verði við Kraftfag um malbiksyfirlagnir fyrir Fjallabyggð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 384. fundur bæjarráðs, 17. mars 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa, Þröst Þórhallsson, í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.

    Bæjarstjóri upplýsti um stöðu mála.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera bjóðanda gagntilboð á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Á 388. fundi bæjarráðs var samþykkt að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 30, íbúð 202 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.

    Lagt fram staðfest kauptilboð að upphæð 6,0 millj.

    Bæjarráð samþykkir tilboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Lögð fram tvö kauptilboð í Ólafsveg 28, íbúð 203 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Á fund bæjarráðs kom Olga Gísladóttir leikskólastjóri.

    Farið var yfir starfsmannahald leikskólans og þær breytingar sem þarf að gera á fjárhagsáætlun 2015 vegna vanáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 114. fundur bæjarstjórnar samþykkti að vísa þessum dagskrárlið til bæjarráðs.

    385. fundur bæjarráðs hafði samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að stofnuð yrði afmælisnefnd, sem yrði skipuð fimm fulltrúum og fimm til vara.

    Bæjarráð samþykkir að afmælisnefnd verði skipuð 7 fulltrúum og sjö til vara.

    Bæjarstjóri verði formaður.
    Aðrir í stjórn verði:
    fulltrúi Siglfirðingafélags og Vildarvina
    tveir frá meirihluta
    tveir frá minnihluta og
    markaðs- og menningarfulltrúi.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkti samhljóða að skipa eftirfarandi fulltrúa Fjallabyggðar í afmælisnefndina:
    Bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson formaður
    Steinunn María Sveinsdóttir
    Arndís Erla Jónsdóttir
    Brynja Hafsteinsdóttir
    Sólrún Júlíusdóttir og
    Markaðs- og menningarfulltrúi, Kristinn J. Reimarsson.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 388. fundur bæjarráðs, 14. apríl 2015, vísaði tillögum markaðs- og menningarfulltrúa, Kristins J. Reimarssonar að umsóknum í styrktarsjóð EBÍ til umsagnar markaðs- og menningarnefndar.
    15. fundur Markaðs- og menningarnefndar, 16. apríl 2015, lagði til við bæjarráð að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna.

    Bæjarráð samþykkir tillögu Markaðs- og menningarnefndar og felur markaðs- og menningarfulltrúa að senda inn umsókn til Styrktarsjóðs EBÍ.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Lagt fram til kynningar svar Minjastofnunar, dagsett 8. apríl 2015, við umsókn bæjarfélagsins um styrk úr húsafriðunarsjóði til lagfæringa á Kirkjuvegi 4, Ólafsfirði.

    Ekki reyndist unnt að styrkja verkefnið.

    Bæjarráð samþykkir að auglýsa húsið til sölu með þeirri kvöð að kaupanda verði gert að gera húsnæðið upp og bæjarfélagið veiti styrk að upphæð 3 milljónir til endurbóta, sem verða greiddar út samkvæmt framgöngu verksins.
    Endurbótaframlag tengt sölu hússins verði tímabundið og miðist við að húsið verði selt fyrir 1. júní 2015.
    Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Lögð fram kynning á ráðgjafafyrirtækinu Ráðrík ehf, sem sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir sveitarstjórnir, stofnanir og fyrirtæki sem starfa á þeirra vegum. Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Fundargerð frá 16. apríl 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Fundargerð frá 17. apríl 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 389. fundur - 21. apríl 2015 Fundargerð frá 16. apríl 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 389. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015

Málsnúmer 1504007FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 17:00. Ríkey lagði fram skóladagatal Grunnskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Ríkey fór yfir dagatalið og svaraði fyrirspurnum. Skóladagatalið er samræmt meðal grunnskólanna á Eyjarfjarðarsvæðinu.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Grunnskóla Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun skólapúlsins fyrir 1.-7. bekk. Skólastjóra falið að taka saman helstu niðurstöður könnunarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey kynnti niðurstöður úr foreldrakönnun skólapúlsins fyrir 8.-10. bekk. Skólastjóra falið að taka saman helstu niðurstöður könnunarinnar fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey gerði grein fyrir niðurstöðum Olweusarkönnunar 2014. Einelti mælist 6,3%. Á landsvísu mælist einelti 4,8%. Bókun fundar Til máls tók Brynja Hafsteinsdóttir.
    Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Skólastjóri lagði fram yfirlit yfir skráningu í skólamötuneytið Grunnskóla Fjallbyggðar fyrir starfsstöðina á Siglufirði. Í samantektinni kemur fram að heldur hefur dregið úr skráningu nemenda í skólamötuneytið en í aprílmánuði er skráningin 48%. Bókun fundar Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Ríkey lagði fram til kynningar sjálfsmatsskýrslu og sjálfsmatsáætlun Grunnskóla Fjallabyggðar. Við sjálfsmat í Grunnskóla Fjallabyggðar er stuðst við sjálfsmatstækið Gæðagreinar 2. Auk þess er fengist við annað mat á starfi skólans s.s. með viðhorfskönnun meðal nemenda, foreldra og starfsmanna skólans. Ríkey kynnti þriggja ára áætlun skólans, sem nær yfir alla helstu þætti skólastarfsins.
    Ríkey vék af fundi kl. 18:10
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Olga Gísladóttir, skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 18:10. Olga lagði fram greinargerð með svörum við einstaka liði skýrslu Vinnueftirlitsins, vegna úttektar á Leikskólanum sem gerð var 12. febrúar síðastliðnum. Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Olga lagði fram skóladagatal Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015-2016. Olga fór yfir dagatalið og svaraði fyrirspurnum.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Leikskólans.
    Olga vék af fundi kl. 18:30.
    Ásdís Sigurðardóttir vék af fundi kl. 18:30.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónskóla Fjallabyggðar mætti á fundinn kl. 18:30. Magnús lagði fram skóladagatal Tónskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir skóladagatal Tónskólans. Undir þessum lið ræddi Magnús um einnig um ýmis skipulagsmál skólans.
    Magnús vék af fundi kl. 18:50.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Niðurstaða fyrir íþrótta- og æskulýðsmál er 36,9 millj. kr. sem er 100% af áætlun tímabilsins sem var 36,8 millj. kr.
    Niðurstaða fyrir fræðslu og uppeldismál er 107,6 millj. kr. sem er 97% af áætlun tímabilsins sem var 110,4 millj. kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 18. fundur - 16. apríl 2015 Lagt fram til kynningar samkomulag Kennarasambands Íslands f.h. Félags grunnskólakennara á kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á kjarasamningi aðila Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015

Málsnúmer 1504006FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • 3.1 1504022 17. júní 2015
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015 Nefndin samþykkir að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum sem eru tilbúin til að taka að sér umsjón með dagskrá hátíðarhalda 17. júní. Frestur til að skila inn umsóknum verður til 4. maí. Bókun fundar Til máls tók S. Guðrún Hauksdóttir.
    Afgreiðsla 15. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015 Samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015 Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá markaðs- og menningarnefnd. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015 Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur, forstöðumanni Tjarnarborgar, þar sem hún segir starfi sínu lausu vegna persónulegra aðstæðna. Nefndin leggur til að starf forstöðumanns verði auglýst þegar niðurstöður úr vinnu með framtíðarsýn hússins liggja fyrir. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 15. fundur - 16. apríl 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir annars vegar málaflokkinn menningarmál og hins vegar málaflokkinn atvinnumál fyrir tvo fyrstu mánuði ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015

Málsnúmer 1503010FVakta málsnúmer

Formaður félagsmálanefndar, Kristjana R. Sveinsdóttir gerði grein fyrir fundargerð.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Deildarstjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að verklagsreglum heimaþjónustu. Verklagsreglurnar eru almennar leiðbeiningar um þá þjónustu sem innt er af hendi af starfsmönnum heimaþjónustunnar. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Lagðar fram fundargerðir starshóps um úthlutun leiguíbúða frá 20. mars og 10. apríl 2015. Í fundargerð starshópsins fra 20. mars s.l. er lagt til að eignarmörk vegna umsókna um leiguhúsnæði hjá Fjallabyggð taki mið af viðmiðunarupphæð sem velferðarráðuneytið ákveður fyrir afgreiðslu húsaleigubóta, sem er kr. 6.983.000 fyrir árið 2015, í stað fyrir kr. 4.607,223. Félagsmálanefnd samþykkir tillögu starfshópsins fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Niðurstaða fyrir félagsþjónustu er 19,5 millj. kr. sem er 131% af áætlun tímabilsins sem var 14,8 millj. kr. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Lagðar fram til kynningar fundargerðir þjónustuhóps Róta bs. frá 17. febrúar og 27. mars 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 88. fundur - 17. apríl 2015 Námskeið fyrir fulltrúa í félagsmálanefndum sem Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samráði við velferðarráðuneytið verður haldið á Akureyri 19. maí næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar félagsmálanefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22. apríl 2015

Málsnúmer 1504009FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22. apríl 2015 Lögð fram teikning með tillögu að staðsetningu olíutanka fyrir olíuafgreiðslu smærri báta við norðurendann á Óskarsbryggju. Á 68. fundi hafnarstjórnar var erindinu vísað til umsagnar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.
    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22. apríl 2015 Norðurorka hefur óskað eftir að fá úthlutað þremur lóðum utan um mannvirki sín í Ólafsfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarráð hafa samþykkt úthlutun lóða. Í afgreiðslu sinni beindi bæjarráð þeirri spurningu til nefndarinnar hvort rétt væri að óska eftir að lóðarhafi girði lóðirnar.

    Nefndin sér ekki ástæðu til að lóðirnar verði girtar af og vísar í grein 2.0.2. í framlögðum lóðarleigusamningum þar sem fram kemur að við uppsetningu girðingar á lóð skal fara að fyrirmælum gildandi byggingarreglugerða og skipulags.
    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22. apríl 2015 Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig er sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

    Nefndin samþykkir umsóknir um framkvæmda- og byggingaleyfi fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 182. fundur - 22. apríl 2015 Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir fyrstu tvo mánuði ársins 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 182. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Trúnaðarmál - Atvinnumál

Málsnúmer 1504064Vakta málsnúmer

Umfjöllun bæjarstjórnar er skráð sem trúnaðarmál.

7.Rætur bs. - Staða byggðasamlagsins

Málsnúmer 1503001Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs Steinunn María Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð.

"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs sem telur ríflega 11.000 íbúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs og stjórnarmanni í Rótum bs. heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

8.Ársreikningur Fjallabyggðar 2014

Málsnúmer 1502055Vakta málsnúmer

Tekin til síðari umræðu ársreikningur Fjallabyggðar fyrir árið 2014.

Bæjarstjóri fór yfir tölur í ársreikningi.

Helstu tölur í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2014 eru:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.985,3 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 167,3 millj. kr.
Eigið fé í árslok nam 2.071,0 millj. kr.
Skuldir og skuldbindingar 1.747,3 millj. kr.
Handbært fé í árslok er 145,7 millj. kr.

Til máls tóku Kristinn Kristjánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Sólrún Júlíusdóttir.

Eftirfarandi bókun var lögð fram af meirihluta F-lista og S-lista:

"Góð afkoma bæjarsjóðs Fjallabyggðar á árinu 2014 er aðallega tilkomin vegna:
1. Lægri verðbólgu
2. Lægri vaxta
3. Aukningu tekna m.a. frá óreglulegum liðum
4. Frestun óarðbærra framkvæmda sem voru á fjárhagsáætlun 2014.

Þessi góða afkoma bæjarsjóðs er grundvöllur þess að hægt sé að standa undir góðri þjónustu og nauðsynlegum framkvæmdum í skólamálum, fráveitumálum, hafnarframkvæmdum, tjaldsvæðum, íþróttamálum o.fl.

Meirihlutinn vill benda á að rekstur á seinni hluta síðasta árs kom mjög vel út og rekstrarafgangur var jákvæður um 167 Mkr. í stað 43 Mkr., sem gert var ráð fyrir samkvæmt fjárhagsáætlun.

Byrjun ársins 2015 lofar góðu, þökk sé góðu starfsfólki, aðhaldi, hagræðingu í rekstri og vel ígrunduðum fjárfestingum".

Sólrún Júlíusdóttir óskaði að bókað væri að samkvæmt upplýsingum meirihlutans þá væri átt við með frestun óarðbærra framkvæmda það sem tengist bæjarskrifstofunni og bókasafninu í Ólafsfirði.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ársreikning Fjallabyggðar.

9.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015

Málsnúmer 1504010FVakta málsnúmer

Hafnarstjóri, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Lagður fram verksamningur við Hagtak hf vegna dýpkunarverkefna við höfnina á Siglufirði. Heildarkostnaður er 6.944.444 án vsk. samkvæmt samningnum.
    Hafnarstjórn samþykkir framlagðan samning samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku Brynja Hafsteinsdóttir og Gunnar I. Birgisson.
    Bæjarstjórn samþykkti samhljóða samning við Hagtak hf. um dýpkun í Siglufjarðarhöfn.
  • 9.2 1401114 Flotbryggjur
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Yfirhafnarvörður óskar eftir að fá heimild til þess að nýta þrjár einingar af fráfarandi flotbryggju í Ólafsfirði. Ætlunin er að staðsetja þær við bryggjukantinn sem liggur þvert á vesturkant í smábátahöfn. Áætlaður kostnaður er 600.000,-.
    Hafnarstjórn frestar málinu og felur deildarstjóra tæknideildar að fá tilboð í uppsetningu og leggja fyrir næsta fund hafnarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Landaður afli á tímabilinu 1. janúar 2015 til 27. apríl 2015.
    Siglufjörður 5767 tonn í 470 löndunum.
    Ólafsfjörður 317 tonn í 232 löndunum.
    Samanburður við sama tíma fyrir árið 2014 er.
    Siglufjörður 4548 tonn í 440 löndunum.
    Ólafsfjörður 132 tonn í 201 löndunum.
    Lagt fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Bókun Skipulags- og umhverfisnefndar:
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu olíutanka á Óskarsbryggju en bendir á að uppdrættir af fyrirkomulagi mengunarvarna þurfa að berast byggingarfulltrúa áður en af framkvæmdinni verður, í samræmi við 7.gr reglugerðar um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi, nr. 35/1994.

    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að skrifa bréf til olíufélaganna þar sem þeim er gefinn frestur til 1. júlí til þess að færa olíutanka að tilgreindu svæði við Óskarsbryggju. Einnig er þeim falið að kynna notendum um breyttan afgreiðslustað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Á fundi hafnarstjórnar þann 13. apríl sl. var til umræðu umgengni á hafnarsvæðum í Fjallabyggð. Fól hafnarstjórn hafnarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og yfirhafnarverði að koma með tillögu að umgengni og fyrirkomulagi gáma við hafnarsvæði Fjallabyggðar. Ljóst er að umgengi um hafnar- og atvinnusvæði í Fjallabyggð má vera betra og því eru eigendur veiðarfæra, járnadóts, vélarhluta og annarra lausamuna sem eru og hafa verið í hirðuleysi á þessum svæðum beðnir um að fjarlægja þetta dót fyrir 1. júní 2015. Eftir þann tíma verður því sem ekki hefur verið fjarlægt af eigendum eða umráðafólki fargað á kostnað eigenda.

    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Ríkharður Hólm Sigurðsson.
    Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 69. fundur - 27. apríl 2015 Fundargerð 374. fundar lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 69. fundar hafnarstjórnar staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015

Málsnúmer 1504011FVakta málsnúmer

Forseti bæjarstjórnar, Ríkharður Hólm Sigursson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Á fund bæjarráðs mættu skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir og deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson.

    Fjallað var um starfsemi skólans í nútíð og framtíð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.2 1412012 Gjaldskrár 2015
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 114. fundur bæjarstjórnar, 15. apríl 2015, samþykkti að vísa umfjöllun um gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar til bæjarráðs.

    Lögð fram samanburðargögn.

    Bæjarráð leggur til breytingu á gjaldskrá Grunnskóla Fjallabyggðar og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breyttri gjaldskrá 2015 fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Tekin til umfjöllunar þjónustusamningur við Heilsuvernd ehf á sviði trúnaðarlækninga og heilsuverndar.

    Fram kom að núgildandi samningur rennur út 2016.

    Það hefur tekið Heilsuvernd ehf óeðlilega langan tíma að afgreiða og svara erindum frá Fjallabyggð varðandi starfsmannamál.
    Heilsuvernd hefur lagt fram sínar skýringar á töfum.

    Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi við Heilsuvernd ehf með samningsbundnum fyrirvara.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða uppsögn samnings við Heilsuvernd ehf með samningsbundnum fyrirvara.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 384. fundur bæjarráðs, 17. mars 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við kauptilboðsgjafa, Þröst Þórhallsson, f.h. Annathor ehf í húsnæðið að Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.

    389. fundur bæjarráðs, 21. apríl 2015, samþykkti að fela bæjarstjóra að gera bjóðanda gagntilboð á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.

    Lagt fram samþykkt gagntilboð, að upphæð 55 milljónir í Hlíðarveg 18-20 Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir tilboðið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboð Annathor ehf í húsnæðið að Hlíðarvegi 18-20 Siglufirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Á 389. fundur bæjarráðs, 21. apríl 2015, voru lögð fram kauptilboð í Ólafsveg 28, íbúð 203 Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkti að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölu á Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði á þeim forsendum sem ræddar voru á fundinum.

    Lagt fram samþykkt tilboð að upphæð 5,3 milljónir m. fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir tilboðið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tilboð í húsnæðið að Ólafsvegi 28, íbúð 203 Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Á 182. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, 22. apríl 2015, var tekið fyrir erindi Norðurorku hf. þar sem sótt var um framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði. Einnig var sótt um byggingarleyfi þar sem áhugi er fyrir því að byggja hámark 8 fm. hús utan um holuna.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti umsóknirnar fyrir sitt leyti og óskar eftir að lagðar verði fram teikningar af fyrirhuguðu húsi.

    Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til að bora nýja borholu vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framkvæmdaleyfi til Norðurorku vegna leitar að heitu vatni í Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Lögð fram beiðni deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um heimild til að sækja um lán til Umhverfisráðuneytisins/Ofanflóðanefndar vegna snjóflóðavarna 2014.

    Bókfærður kostnaður vegna framkvæmda í Fjallabyggð 2014 var kr. 389,3 milljónir og er gert ráð fyrir lánsumsókn upp á 10% af þeirri upphæð eða kr. 38,9 milljónir kr.

    Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða lánsumsókn vegna snjóflóðavarna.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Teknir til umfjöllunar samningar við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, annars vegar þjónustusamningur vegna reksturs knattspyrnuvalla og hins vegar vegna aðkomu að Pæju og Nikulásarmóti.

    Bæjarráð vill benda á að ofangreindir samningarnir eru enn til vinnslu og umfjöllunar í bæjarráði.
    Undirritaður þjónustusamningur íþrótta- og tómstundafulltrúa er því marklaus.

    Bæjarráð óskar eftir því að íþrótta- og tómstundafulltrúi mæti á næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Bæjarráð samþykkti að leggja eftirfarandi tillögu til umfjöllunar í bæjarstjórn:

    "Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum sem um ræðir á þjónustusvæði Róta bs en svæðið telur ríflega 11.000 íbúa. Bæjarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita formanni bæjarráðs heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka til umfjöllunar tillögu um Rætur bs.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Umfjöllun bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál. Bókun fundar Sólrún Júlíusdóttir vék af fundi við umfjöllun þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Lagt fram kauptilboð í Bylgjubyggð 55, Ólafsfirði.
    Bæjarráð samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

    Jafnframt samþykkir bæjarráð að veita deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála umboð til að ganga frá sölunni á þeim forsendum sem fram komu á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Lögð fram fundargerð aðalfundar Seyru 17. apríl 2015.
    Einnig ársreikningur félagsins vegna 2014.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Boðað er til aðalfundar Tækifæris 5. maí n.k. á Akureyri.
    Bæjarráð samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar Ríkharði Hólm Sigurðarsyni að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Ársfundur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar árið 2015 verður haldinn 13. maí n.k. á Akureyri.

    Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tilnefna Kristinn Kristjánsson og Kristjönu R. Sveinsdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á ársfundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Lagt fram erindi Haraldar Marteinssonar, dagsett 21. apríl 2015, þar sem bent er á ásigkomulag göngubrúar yfir Ólafsfjarðará frá Kálfsá að Þóroddsstöðum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Lagt fram erindi frá Norlandia, dagsett 10. apríl 2015, er varðar borun á vinnsluholu fyrir heitt vatn við Múlaveg 3 í Ólafsfirði og nýtingu á því við framleiðslu fyrirtækisins.

    Bæjarráð samþykkir að fá umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.17 1504056 629.mál til umsagnar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.18 1504055 689.mál til umsagnar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.19 1504058 691.mál til umsagnar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl (tímabundnar aflaheimildir), 691. mál.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 10.20 1504059 692.mál til umsagnar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjöld, 692. mál.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Fundargerð 18. fundar frá 13. apríl 2015, lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 390. fundur - 28. apríl 2015 Fundargerðir 264. frá 25. mars 2015 og 265. fundar frá 7. apríl 2015, lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 390. fundar bæjarráðs staðfest á 115. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið.