Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

15. fundur 16. apríl 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson markaðs- og menningarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka tvö mál inn á dagskrá fundarins; 1502094 - Styrktarsjóður EBÍ og 1504036 - Forstöðumaður Tjarnarborgar, uppsögn starfs. Nefndin samþykkir að taka málin á dagskrá fundarins.

1.17. júní 2015

Málsnúmer 1504022Vakta málsnúmer

Samþykkt
Nefndin samþykkir að auglýsa eftir aðilum/félagasamtökum sem eru tilbúin til að taka að sér umsjón með dagskrá hátíðarhalda 17. júní. Frestur til að skila inn umsóknum verður til 4. maí.

2.Síldarævintýri 2015

Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Samningur við Félag um Síldarævintýri á Siglufirði lagður fram til kynningar. Markaðs- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og leggur til við bæjarráð að hann verði samþykktur.

3.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 1502094Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar hjá markaðs- og menningarnefnd. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk til að setja upp upplýsingaskilti við hafnir Fjallabyggðar þar sem vakin er athygli á lífríki hafnanna.

4.Forstoðumaður Tjarnarborgar - uppsögn starfs

Málsnúmer 1504036Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur, forstöðumanni Tjarnarborgar, þar sem hún segir starfi sínu lausu vegna persónulegra aðstæðna. Nefndin leggur til að starf forstöðumanns verði auglýst þegar niðurstöður úr vinnu með framtíðarsýn hússins liggja fyrir.

5.Rekstraryfirlit febrúar 2015

Málsnúmer 1503088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir annars vegar málaflokkinn menningarmál og hins vegar málaflokkinn atvinnumál fyrir tvo fyrstu mánuði ársins.

Fundi slitið.