* Móttaka skemmtiferðaskipa.
Anita Elefsen gerði hafnarstjórn grein fyrir ráðstefnu sem hún sótti fyrir Fjallabyggð á Flúðum er varðar skemmtiferðasiglingar til landsins. Bein markaðssetning er best að hennar mati og telur rétt að stjórnin beini spjótum sínum að minni skipum. Hún telur einnig rétt að við leggjum áherslu á minni skip frá Evrópu. Við getum búist við tveimur skipum í sumar, en verðum að endurskoða gjaldskrá og setja upp fast gjald á farþega.
Tillaga er um að Síldarmynjasafnið leggi til starfskraft, en bæjarfélagið leggur til markaðssetningu hafnarinnar með framlagi til þriggja ára með sem nemur einni m.kr.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að umrædd upphæð verði tryggð í áætlun 2013.
Hafnarstjórn felur Anitu að vinna áfram að þessu verki.
* Búnaður síldarverksmiðjunnar verður fluttur erlendis á næstu dögum. Skipið mun koma til bæjarfélagsins á morgun þriðjudag. Um er að ræða flutning á um 340 tonnum og eru áætlaðar tekjur um 1350 þús.
* Framkvæmdir við Snorrabraut ganga vel og eru þær á áætlun. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina.
* Hafnarstjórn leggur áherslu á umgengni á hafnarsvæðinu og beinir þeim tilmælum til útgerðaraðila og notenda að ganga snyrtilega um.
* Hafnarstjórn telur rétt að minna á áður útgefið leyfi fyrir beitningagámi á Óskarsbryggju sem rann út í september á s.l. ári.
* Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum um orlof og launaþróun á hafnarsvæðinu.
Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.