Bæjarráð Fjallabyggðar

260. fundur 05. júní 2012 kl. 12:00 - 14:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Snjóflóðavarnir í Siglufirði - staða framkvæmda

Málsnúmer 1106111Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu á fund bæjarráðs fulltrúi Ofanflóðasjóðs, Hafsteinn Pálsson, fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins, Guðmundur Pálsson og Flosi Sigurðsson frá Verkís.
Einnig deildarstjóri tæknideildar Ármann V Sigurðsson og bæjarfulltrúarnir Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ingvar Erlingsson.

Farið var yfir tímasetningar varðandi fyrirhugaða vegalagningu að vinnusvæði  og byggingu stoðvirkja í Hafnarfjalli yfir byggðinni í Siglufirði.

Beðið er svara frá Skipulagsstofnun vegna vegalagningarinnar og í framhaldinu er fyrirhugað að halda íbúafund vegna framkvæmdarinnar. 

2.Ásýnd sveitarfélagsins

Málsnúmer 1205075Vakta málsnúmer

Jóhann Helgason, Vesturgötu 14 Ólafsfirði, kemur á framfæri í erindi sínu áhyggjum hvað varðar hnignun á ásýnd sveitarfélagsins, þá sérstaklega í Ólafsfirði og óskar eftir því að bæjarráð hlutist um að beina því til fyrirtækja og einstaklinga að viðhalda eignum sínum og hirða um lóðir sínar.  Beri það ekki árangur þá hjóti sveitarfélagið að grípa til þeirra aðgerða sem það hefur svigrúm til samkvæmt samþykktum lögum og reglugerðum, meðal annars til þess að gæta jafnræðis meðal íbúanna.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur bréfritara og vísar erindinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd.

3.Skólamáltíðir 2012-2014

Málsnúmer 1202063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Bjarkey Gunnarsdóttir af fundi og Þorbjörn Sigurðsson var í símasambandi og tók þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Í fundargerð 75. fundur fræðslunefndar frá 4. júní, kemur fram að opnun útboða vegna skólamáltíða hafi farið fram 30. maí sl..
Tilboð bárust frá Allanum - Sportbar á Siglufirði 850 kr. pr. nemanda/kennara,
Hótel Brimnesi, Ólafsfirði 685 kr. pr. nemanda og 980 kr. pr. kennara og Höllinni í Ólafsfirði 694 kr. pr. nemanda/kennara.
Fræðslunefnd leggur til að tilboði Allans verði tekið á Siglufirði og tilboði Hótels Brimness verði tekið í Ólafsfirði.
Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram kostnaðarupplýsingar vegna skólamáltíða næsta vetur og lagði til að verð foreldra hækki um 100 kr. pr. máltíð þar sem áætlaður kostnaður fyrir sveitarfélagið mun aukast um 2,5 milljónir á næsta ári samfara verðlagsbreytingum.
Fræðslunefnd leggur til að verð foreldra pr. máltíð verði 420 kr. í stað 380 kr. eins og verið hefur frá árinu 2009.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar er varðar skólamáltíðir verði samþykkt og að hlutur foreldra/aðstandenda verði ákvarðaður á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.

4.Samningur um rekstur og umsjón tjaldsvæða á Siglufirði sumarið 2012

Málsnúmer 1206001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að samningi við Baldvin Júlíusson um rekstur og umsjón tjaldsvæða í Siglufirði 2012.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samning með áorðnum breytingum sem ræddar voru í bæjarráði.

5.Fundagerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra 2012

Málsnúmer 1202010Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 1. júní 2012.  Þar kemur fram að starfsleyfi Norlandia verði framlengt til 3. júlí 2012. 
Bæjarráð ítrekar fyrri samþykktir varðandi málið.

6.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1202007Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 797. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. maí 2012.

7.Fundagerðir stjórnar Hornbrekku 2012

Málsnúmer 1203006Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 29. maí 2012.

Fundi slitið - kl. 14:00.