Bæjarráð Fjallabyggðar

258. fundur 22. maí 2012 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið að viljayfirlýsingu og þar með samvinnu Fjallabyggðar við Olíudreifingu ehf.

Bæjarstjóri lagði fram viðbótargögn er varðar lóðarsamninga sem eru í gildi á hafnarsvæðinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka málinu fyrir næsta fund.

2.Styrkumsóknir 2012 - Fasteignaskattur

Málsnúmer 1111004Vakta málsnúmer

Skrifstofu - og fjármálastjóri lagði fram umsóknir félaga og félagasamtaka um styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2012.

Í áætlun var gert ráð fyrir kr. 1.743.000.- og leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að styrkir að upphæð kr. 1.366.549 verði samþykktir í samræmi við framkomnar umsóknir.

Samþykkt samhljóða

3.Styrkumsóknir 2012 - Ýmis mál

Málsnúmer 1110107Vakta málsnúmer

Aflið, samtök gegn kynnferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sækir um fjárhagsaðstoð til að geta veitt þjónustu til þeirra sem til félagsins leita.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 40.000.- til félagsins. 

4.Grunnskóli 2. áfangi útboðsform

Málsnúmer 1204103Vakta málsnúmer

Tæknideild hefur boðið verkið út í samræmi við innkaupareglur bæjarfélagsins. Ekkert tilboð barst.
Bæjarráð samþykkir því að fela tæknideild bæjarfélagsins að leita samninga í einstaka verkþætti.  Fyrst verði rætt við iðnaðarmenn innan sveitarfélagsins.

5.Fasteignagjöld 2012

Málsnúmer 1202039Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur við Momentum greiðsluþjónustu ehf og Gjaldheimtuna ehf um innheimtu vanskilakrafna.

Samningurinn gildir í eitt ár, en gerðar hafa verið gjaldskrárbreytingar til lækkunar í samræmi við aðra sambærilega samninga við önnur sveitarfélög.

6.Aðgengi

Málsnúmer 1203026Vakta málsnúmer

Málinu frestað þar sem umsögn tæknimanna og eftirlitsaðila sem og skipulags- og byggingarnefndar hefur ekki borist.

7.Rekstrarvörur í áskrift

Málsnúmer 1204073Vakta málsnúmer

Lögð fram kynning frá Rekstrarvörum ehf í Reykjavík.

8.Launayfirlit - janúar - apríl 2012

Málsnúmer 1205019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit yfir mánuðina janúar til og með apríl.  Fram kemur í launaáætlun að hún er 1,6% yfir áætlun ársins, sem gerir um 4,4 m.kr. fram úr áætlun tímabilsins.

9.Sandfangari Ólafsfjörður og grjótvörn í Grímsey

Málsnúmer 1204059Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur um framkvæmdir við Sandfangara og lagfæringar á grjótvörn í Ólafsfirði.

Verksamningurinn er við Árna Helgason ehf að upphæð kr. 22.125.000.-.

Hlutur sveitarfélagsins er 25% eða um kr. 5.600.000.- í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

 

Fundi slitið - kl. 19:00.