Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Málsnúmer 1205012F
Vakta málsnúmer
.1
1205083
Starfsmannamál í Grunnskóla Fjallabyggðar
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Helga Ingimarsdóttir hefur óskað eftir árs leyfi næsta skólaár. Ragnar Magnússon kennari og Soffía M. Eggertsdóttir sérkennari hafa sagt störfum sínum lausum. Fræðslunefnd þakkar þeim fyrir vel unnin störf.
Bókun fundar
<DIV>Bæjarstjórn Fjallabyggðar þakkar þeim Ragnari Magnússyni kennara og Soffíu M. Eggertsdóttur sérkennara fyrir vel unnin störf.<BR>Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
.2
1205082
Kannanir í Grunnskóla Fjallabyggðar - innra mat
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Undir þessum lið sat: Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar.
Skólastjóri fór yfir kannanir sem lagðar hafa verið fyrir í grunnskólanum í vetur, foreldrakönnun, starfsmannakönnun og könnun Olweusar gegn einelti. Nemendakönnun var lögð fyrir í desember í gegnum Skólapúlsinn.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1205077
Beiðni leikskólastjóra um að auka starfshlutfall umsjónarmanns sérkennslu úr 30% í 50% haust 2012.
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Undir þessum lið sátu: Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar og Kristín M. Hlökk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri.
Skólastjóri hefur óskað eftir að auka stöðugildi umsjónarmanns með sérkennslu við Leikskóla Fjallabyggðar. Komin er eins skólaárs reynsla á starfið og telja skólastjórar mikla þörf á því að auka starfið úr 30% í 50% frá og með 6. ágúst 2012 þegar börnin koma úr sumarfríum. Miklar umræður voru vegna fyrri beiðni leikskólastjóra er varðar aukið starfshlutfall vegna sérkennslu. Við nánari skoðun hefur skólastjóri komist að þeirri niðurstöðu að sérkennsluþörf barna á leikskólanum verði best mætt með því að auka við stöðuhlutfall umsjónarmanns með sérkennslu og fela leikskólakennurum að sinna þjálfun/ stuðningi barna með sérþarfir undir liðsinni umsjónarmanns. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1205062
Rekstrarkostnaður grunnskóla eftir stærð þeirra
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Upplýsingar um rekstrarkostnað eftir stærð grunnskóla 2010 hafa borist frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fræðslu- og menningarfulltrúi hefur í samráði við skólastjóra grunnskóla tekið saman helstu upplýsingar um Grunnskóla Fjallabyggðar 2010 og borið saman við nokkra sambærilega grunnskóla.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.5
1204087
Skólaakstur veturinn 2012-2013
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Fræðslunefnd samþykkir tillögu skólastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa að skólaakstur fyrir nemendur í 5., 6. og 7. bekk skólaárið 2012-2013 verði frá skólahúsinu Norðurgötu, Siglufirði kl. 8.00 virka daga og að kennsla þessara bekkjadeilda hefjist kl. 8.40.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.6
1202063
Skólamáltíðir 2012-2014
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Opnun útboða vegna skólamáltíða fór fram 30. maí sl. Tilboð bárust frá Allanum - Sportbar á Siglufirði 850 kr. pr. nemanda/kennara, Hótel Brimnesi, Ólafsfirði 685 kr. pr. nemanda og 980 kr. pr. kennara og Höllinni í Ólafsfirði 694 kr. pr. nemanda/kennara. Fræðslunefnd leggur til að tilboði Allans verði tekið á Siglufirði og tilboði Hótels Brimness verði tekið í Ólafsfirði. Fræðslu- og menningarfulltrúi leggur fram kostnaðarupplýsingar vegna skólamáltíða næsta vetur og leggur til að verð foreldra hækki um 100 kr. pr. máltíð þar sem áætlaður kostnaður fyrir sveitarfélagið mun aukast um 2, 5 milljónir á næsta ári samfara verðlagsbreytingum. Fræðslunefnd leggur til að verð foreldra pr. máltíð verði 420 kr. í stað 380 kr. eins og verið hefur frá árinu 2009.
Bókun fundar
<DIV><DIV><DIV><DIV>Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Ingvari Erlingssyni, Bjarkey Gunnarsdóttur, Helgu Helgadóttur, Ólafi Helga Marteinssyni, Magnúsi A Sveinssyni og Margréti Ósk Harðardóttur. <BR>"Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir gjaldskrártillögu fræðslunefndar og að hún gildi til áramóta 2012/2013 en taki þá breytingum í takt við ákvarðanir um gjaldskrá fyrir árið 2013." <BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.<BR>Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest að öðru leyti á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV>
.7
1205076
Ályktun frá ársfundi Félagi stjórnenda Leikskóla
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Borist hefur ályktun frá ársfundi Félags stjórnenda leikskóla (FSL) þar sem leitað er svara við því hjá sveitarfélögum hvað gert hefur verið varðandi innleiðingu aðalnámskrár leikskóla. Hvort bætt hafi verið við skipulags- eða námskeiðsdögum, starfsmannafundum, yfirvinnugreiðslum eða annað til þess að skapa svigrúm til innleiðingar. Í Fjallabyggð var sótt um styrk til Sprotasjóðs 500.000 kr. til verkefnisins; Þróun skólanámskrár Leikskóla Fjallabyggðar með hliðsjón af nýrri menntastefnu. Styrkurinn fékkst og verður farið af stað með verkefnið næsta haust.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.8
1110053
Tónskóli Fjallabyggðar - húsnæðismál í Ólafsfirði
Fræðslunefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 4. júní 2012
Teikningar lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd fagnar því að framkvæmdir geti hafist.
Bókun fundar
Afgreiðsla 75. fundar fræðslunefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.