Bæjarráð Fjallabyggðar

259. fundur 31. maí 2012 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsinu Gránugötu 24 Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Egill Rögnvaldsson aðalmaður
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Umhverfi kringum Grunnskólann við Norðurgötu

Málsnúmer 1205060Vakta málsnúmer

Lögð fram ábending frá nemendum 5. bekkjar GF á Siglufirði, í tengslum við umhverfisdag, um það sem betur mætti fara í kringum gámasvæðið á Siglufirði.

Bæjarráð þakkar gott bréf og felur umhverfisfulltrúa að koma með tillögu að úrbótum.

2.Umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ 2012

Málsnúmer 1205068Vakta málsnúmer

Tilgangur Styrktarsjóðs EBÍ er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir og rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, og fræðslu - og menningarmálum aðildarsveitarfélaga.
Aðildarsveitarfélögum EBÍ er gefinn kostur á að senda inn eina umsókn í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna.  Umsóknarfrestur er til ágústloka.
Bæjarráð felur deildarstjórum að kanna með verkefni sem hæfa umsóknarskilmálum.

3.Endurgreiðslur vsk af búnaði slökkviliða

Málsnúmer 1205070Vakta málsnúmer

Í erindi slökkviliðsstjóra er farið yfir stöðu tækjabúnaðar slökkviliðs og mögulega ráðstöfun endurgreiðslu virðisaukaskatts til endurnýjunar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til  gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Rekstraryfirlit 30. apríl 2012

Málsnúmer 1205066Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til apríl 2012 fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.

5.Málefni Leynings ses

Málsnúmer 1205071Vakta málsnúmer

Stofnfundargerð, skipun varamanns

Lögð fram stofnfundargerð Leynings ses. frá 20. maí s.l.
Stjórnarmaður fyrir hönd sveitarfélagsins er bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Bæjarráð leggur til að varamaður verði forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson.

6.Rekstrarkostnaður grunnskóla eftir stærð þeirra

Málsnúmer 1205062Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstrarkostnað grunnskóla frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og minnisblað fræðslu- og menningarfulltrúa. 

7.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2012

Málsnúmer 1205056Vakta málsnúmer

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 27. og 28. september nk. í Reykjavík, sem er nokkru fyrr en áður.
Bæjarráð samþykkir að bæjarráðsfulltrúar sæki ráðstefnuna, ásamt bæjarstjóra og skrifstofu- og fjármálastjóra.

8.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðarár

Málsnúmer 1205067Vakta málsnúmer

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa félagsins um tímasetningu næsta aðalfundar.

9.Til umsagnar - Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki (sparisjóðir), 762. mál.

Málsnúmer 1205047Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki (sparisjóðir), 762. mál.

10.Ársfundur Byggðastofnunar 2012

Málsnúmer 1205069Vakta málsnúmer

Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn 1. júní n.k. í Miðgarði, Skagafirði.

11.Gjaldskrá Tjaldsvæða Fjallabyggðar 2012

Málsnúmer 1205078Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti eftirfarandi gjaldskrá tjaldsvæða í Fjallabyggð 2012:

800,- krónur á mann.
600,- krónur fyrir öryrkja og eldri borgara.
Frítt fyrir börn undir 12 ára. Rafmagn krónur 400,- nóttin.
Þvotta- og þurrkaðstaða kostar 500,- krónur.

12.Starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1108040Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir tillögu um að upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði verði staðsett í Náttúrugripasafninu, og að starfsmaður þar með auknu starfshlutfalli taki einnig að sér umsjón með tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.

13.Viðbótarfjárveiting vegna sumarstarfa námsmanna

Málsnúmer 1205080Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir erindi um viðbótarfjárveitingu vegna sérstakra þarfa námsmanna til sumarstarfa. 
Sótt er um fjárveitingu í tvo mánuði á tímabilinu júní til ágúst 2012.
Fjármagn sem til þarf er 1.040.000,- (laun 800 þús. launat.gj 240. þús.)

Fundi slitið - kl. 17:00.