Bæjarstjórn Fjallabyggðar

233. fundur 13. september 2023 kl. 12:00 - 13:55 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir forseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundar óskaði forseti bæjarstjórnar eftir dagskrárbreytingu, á þann veg að bæta við máli 191102 - Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð sem 12. lið fundarins.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 803

Málsnúmer 2309004FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 5 og 6.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.5 2309013 Reglur um bifreiðanotkun
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 8. september 2023. Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 7 atkvæðum.
  • 1.6 2308064 Erindi vegna listaverkakaupa á verkum Ragnars Páls
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 8. september 2023. Sveitarfélagið hefur ekki haft virka stefnu um kaup á listaverkum. Þau listaverk sem eru í eigu þess í dag hafa að langstærstu leyti verið færð sveitarfélaginu að gjöf. Bæjarráð getur að svo komnu máli ekki orðið við beiðninni á meðan ekki liggur fyrir innkaupastefna listaverka. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að gera tillögu að innkaupastefnu og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 148 - 31. ágúst 2023

Málsnúmer 2308006FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmálanefndar er í fjórum liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

3.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 130. fundur - 4. september 2023.

Málsnúmer 2309001FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í fimm liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023.

Málsnúmer 2308008FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4, 8, 9, 10, 11 og 13.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 13. lið fundargerðarinnar.
  • 4.1 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.3 2204075 Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir að skoða betur Garðsveg og Brimnes undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðin og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum er lokið. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.4 2307009 Tillaga H-listans v byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Tillaga H-listans er að nær öllu leiti í samræmi við vilja nefndarinnar að tryggja lóðaframboð í sveitafélaginu, með vísan í mál 2303026. Á 297.fundi nefndarinnar 29.03.2023 lagði nefndin fyrir vinnuskjal um forgangsröðun skipulagsvinnu, sem tæknideild hefur nú þegar hafið vinnu eftir. Í því skjali er að finna þau svæði sem tillaga H-listans nær til. Nefndin telur ekki æskilegt að einskorða lóðir við Hrannarbyggð 2, á „Olísreit“ við einnar hæðar byggingar, áður en hugmyndavinna við mótun framtíðarbyggðar hefst, en nefndin tekur undir tillögu H-listans að öðru leyti. Nefndin vill einnig ítreka vilja sinn til að deiliskipulagsvinna á ótengdum svæðum fari fram samhliða annarri skipulagsvinnu. Nefndin óskar eftir að verðfyrirspurnum í hvert skipulagsverkefni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.8 2308007 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Námuvegur 8 Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.
  • 4.9 2305049 Lóð undir Garðsárvirkjunarhúsið
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning fyrir sitt leyti. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.10 2308066 Hornbrekkuvegur 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.11 2308011 Umsókn um leyfi til uppsetningar á loftneti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 4.13 2302025 Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur tæknideild að hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem auðið er.

    Helgi Jóhannsson situr hjá undir þessum lið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson greiddu atkvæði á móti.

    Tómas Atli Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Í byrjun árs 2020 varð breyting á umferðarlögum sem leiddi til þess að gildandi hámarkshraði innan bæjarmarka sveitarfélagsins varð í reynd ólöglegur. Í þeirri vinnu innan sveitarfélagsins sem af lagabreytingunni leiddi varð sveitarfélagið við þeirri ósk Vegagerðarinnar að bíða með breytingar þar til leiðbeinandi reglum er varða hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli væru tilbúnar.

    Gögn tengd umræddri vinnu ásamt öðrum hafa verið vistuð undir málsnúmeri 2001025, hvar hægt er að rekja feril málsins, fylgigögn og ákvarðanir er málið varðar allt fram til 7. des síðastliðinn. Í inngangi málsins sem hér er fjallað um og þessi bókun varðar er skyndilega komið nýtt málsnúmer, 2302025, ásamt því að rakin eru samskipti við Vegagerðina sem hvergi er að finna undir áður nefndum málsnúmerum. Umrædd samskipti snúa að sýn Vegagerðarinnar á þær breytingar sem hér eru til umfjöllunar og eru mikilvægur þáttur málsins.

    Grundvallarskilyrði þess að kjörnir fulltrúar geti tekið vel ígrundaðar og rökstuddar ákvarðanir er að haldgóð gögn liggi fyrir og séu vel aðgengileg sem og að allur ferill máls og fyrri ákvarðanir séu sýnilegar. Svo er því miður ekki í þessu máli.

    Í máli þessu er, að mínu mati, einsýnt að málsmeðferð og aðgengi að gögnum sem og á sögu og samhengi er mjög ábótavant. Sakir þess, kalla ég eftir því að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins brýni fyrir starfsmönnum stjórnsýslunnar að gengið sé úr skugga um að áður nefndum grundvallaratriðum sé í hvergi frá hvikað. Enda er gott aðgengi að upplýsingum er varða tilkomu, framgang og niðurstöðu mála grundvöllur nútíma opinnar stjórnsýslu.

    Í ljósi ofangreindra atriða geri ég það að tillögu minni að málinu verði vísað aftur til nefndarinnar og undir málið lögð þau samskipti, gögn og afgreiðslur sem málið varðar.

    Tillagan er felld með 4 atkvæðum. Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson greiddu atkvæði með tillögunni, S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.

    Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir niðurstöðu Skipulags- og umhverfisnefndar en felur bæjarstjóra eftirfarandi:
    1. Að tryggja að öll málsskjöl sem liggja til grundvallar ákvörðun nefndarinnar verði gerð opinber í fundargerð bæjarstjórnar og nefndarinnar.
    2. Að ítreka mikilvægi virks umferðareftirlits á fjölförnustu vegum sem liggja í gegnum íbúðahverfi Fjallabyggðar við Lögreglustjórann á Norðurlandi-eystra.
    3. Bæjarstjóri þrýsti á að löggæslumyndavélar verði settar upp á þjóðvegum í þéttbýli Fjallabyggðar.

    Tillagan er samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 139. fundur - 7. september 2023.

Málsnúmer 2309003FVakta málsnúmer

Fundargerð hafnarstjórnar er í átta liðum sem ekki þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

6.Safnasamningur

Málsnúmer 2304055Vakta málsnúmer

Á 99. fundi markaðs- og menningarnefndar voru tekin fyrir drög að samningi um eintakagerð, stafræna birtingu og aðgengi af afritum af safnkosti á milli Myndhöfundasjóðs Íslands og Listaverkasafns Fjallabyggðar. Gera þarf samning um leyfi til opinberrar birtingar mynda af safnkosti listasafnsins m.a. á vef safnsins.
Í bókun sinni um málið lagði nefndin áherslu á að Fjallabyggð myndi gera samning við Myndhöfundasjóð Íslands. Með slíkum samning veitir Myndstef safninu leyfi til eintakagerðar og til að gera safnkost aðgengilegan með stafrænum hætti sbr. 12. gr.b. höfundalaga. Samningur þessi nær til verka í safnkosti safnsins eftir íslenska höfunda og erlenda. Nefndin vísaði málinu til Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

7.Ósk um þátttöku Fjallabyggðar í tónlistarnámi utan lögheimilissveitarfélag

Málsnúmer 2309027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um tónlistarnám utan lögheimilis, við Tónlistarskólann á Akureyri. Umsóknin uppfyllir skilyrði viðeigandi reglna Fjallabyggðar og Jöfnunarsjóðs um endurgreiðslu námskostnaðar.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás

Málsnúmer 2308061Vakta málsnúmer

Drög að samningi við Leyningsás ses. um skíðasvæðið í Skarðsdal lagður fram ásamt framtíðarsýn varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal. Markmið samningsaðila með samningi þessum eru meðal annars að efla vetraríþróttir í byggðarlaginu til hagsbóta fyrir íbúa sem og aðra landsmenn, tryggja aðgengi að vel útbúnu skíðasvæði, tryggja að skíðasvæðið sé opið á ákveðnum auglýstum tímum, kappkosta að alls öryggis sé gætt á svæðinu, stuðla að því að kostnaði við lyftugjöld sé í hóf stillt og að styðja við bakið á skíðafélögum í Fjallabyggð.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

9.Búnaðarkaup á skíðasvæðið í Skarðsdal

Málsnúmer 2309034Vakta málsnúmer

Erindi Leyningsáss ses. um búnaðarkaup á skíðasvæðið í Skarðsdal tekið fyrir. Leyningsás er um þessar mundir að byggja upp framtíðarlegu skíðasvæðisins í Skarðsdal, taka niður og færa til lyftur, brautir og auka gæði aðstæðna fyrir gesti og starfsfólk til muna m.a. með stóru bílastæði og nýjum húsakynnum sem smám saman munu verða byggð upp á næstu árum.
Til að gera aðstæður sem öruggastar og bestar við opnun skíðasvæðis haustið 2023, þannig að svæðið taki vel á móti gestum og fyrsta upplifun þeirra verði sem best, er mikilvægt að bæta við öryggisbúnaði og öðrum smábúnaði.
Leyningsás ses. óskar eftir að sveitarfélagið komi að kaupum á þessum búnaði og leggur áherslu á að um einstakt tilvik sé að ræða þar sem mikilvægt er að svæðið sé opnað við góðar aðstæður þar sem gestir fái strax tilfinningu fyrir gæðum og vandvirkni.
Einnig lagður fram útfærður viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna beiðninnar, samtals. kr. 3.000.000 sem færður verður á deild 06670-9291 og mætt með lækkun að handbæru fé.

Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 14 með 7. greiddum atkvæðum. Með sama hætti samþykkir bæjarstjórn að kaupa umbeðin búnað.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi - uppsetning Súlulyftu og stytting T-lyftu í Skarðsdal

Málsnúmer 2309011Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Kolbeins Proppé f.h. Leyningsáss ses. um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfið myndi fela í sér leyfi til enduruppsetningar neðstu lyftu í Skarðsdal (Súlulyftu) á nýjum stað og að ráðast í styttingu á T-lyftu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Einnig er óskað eftir stöðuleyfi fyrir gáma sem áður stóðu við neðstu lyftu, á fyrirhuguðum byggingarreit skíðaskála. Áætlaður framkvæmdatími er september til nóvember 2023.

Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Tómas Atli Einarsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi með 7 atkvæðum.

11.Endurnýjun á bifreiðum stjórnsýslu

Málsnúmer 2308051Vakta málsnúmer

Á 802. fundi bæjarráðs lagði deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fram minnisblað um endurnýjun á bifreiðum stjórnsýslunnar. Bæjarráð fól deildarstjóra að fylgja eftir tillögum minnisblaðsins.
Af því tilefni er lagður fram viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á tveimur bifreiðum og sölu á núverandi bifreiðum, samtals kr. 15.000.000. Kaupin eignfærast í Eignasjóði og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023.

12.Reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Gildandi reglur um úthlutun lóða í Fjallabyggð teknar til umræðu.

Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson tóku til máls.
Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á 5. gr. reglnanna:
Við 5. gr. reglnanna bætist ný 3. mgr., svohljóðandi.

„Á svæðum sem bæði hafa verið kynnt sem mögulega lausar lóðir og deiliskipulagsvinna er þegar hafin er heimilt að úthluta án auglýsingar. Byggingin þarf að lúta skilmálum og kvöðum deiliskipulags svæðisins þegar það liggur fyrir. Öll vinna umsækjenda áður en deiliskipulag er samþykkt er á eigin ábyrgð."

Breytingatillagan er samþykkt með 7 atkvæðum.

Guðjón M. Ólafsson lagði einnig fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt því að samþykkja heildarendurskoðun á reglum um úthlutun lóða í Fjallabyggð. Skipulags- og umhverfisnefnd falið að leiða heildarendurskoðun reglnanna.

Samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 13:55.