Búnaðarkaup á skíðasvæðið í Skarðsdal

Málsnúmer 2309034

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Erindi Leyningsáss ses. um búnaðarkaup á skíðasvæðið í Skarðsdal tekið fyrir. Leyningsás er um þessar mundir að byggja upp framtíðarlegu skíðasvæðisins í Skarðsdal, taka niður og færa til lyftur, brautir og auka gæði aðstæðna fyrir gesti og starfsfólk til muna m.a. með stóru bílastæði og nýjum húsakynnum sem smám saman munu verða byggð upp á næstu árum.
Til að gera aðstæður sem öruggastar og bestar við opnun skíðasvæðis haustið 2023, þannig að svæðið taki vel á móti gestum og fyrsta upplifun þeirra verði sem best, er mikilvægt að bæta við öryggisbúnaði og öðrum smábúnaði.
Leyningsás ses. óskar eftir að sveitarfélagið komi að kaupum á þessum búnaði og leggur áherslu á að um einstakt tilvik sé að ræða þar sem mikilvægt er að svæðið sé opnað við góðar aðstæður þar sem gestir fái strax tilfinningu fyrir gæðum og vandvirkni.
Einnig lagður fram útfærður viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna beiðninnar, samtals. kr. 3.000.000 sem færður verður á deild 06670-9291 og mætt með lækkun að handbæru fé.

Helgi Jóhannsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson, Sigríður Ingvarsdóttir og Arnar Þór Stefánsson tóku til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 14 með 7. greiddum atkvæðum. Með sama hætti samþykkir bæjarstjórn að kaupa umbeðin búnað.