Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás

Málsnúmer 2308061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 802. fundur - 01.09.2023

Drög að samningi við Leyningsás ses. um skíðasvæðið í Skarðsdal lagður fram ásamt framtíðarsýn varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal.
Markmið samningsaðila með samningi þessum eru meðal annars að efla vetraríþróttir í byggðarlaginu til hagsbóta fyrir íbúa sem og aðra landsmenn, tryggja aðgengi að vel útbúnu skíðasvæði, tryggja að skíðasvæðið sé opið á ákveðnum auglýstum tímum, kappkosta að alls öryggis sé gætt á svæðinu, stuðla að því að kostnaði við lyftugjöld sé í hóf stillt og að styðja við bakið á skíðafélögum í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð býður fulltrúum stjórnar Leyningsáss ses. að koma á næsta fund bæjarráðs og ræða framtíðarfyrirkomulag svæðisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 803. fundur - 08.09.2023

Kolbeinn Óttarsson Proppé, stjórnarformaður Leyningsáss mætti á fund bæjarráðs. Kolbeinn fór yfir framtíðarsýn varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal og samning um skíðasvæðið.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar formanni Leyningsáss fyrir komuna á fundinn og umræðurnar á fundinum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög að samningi við Leyningsás ses í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Drög að samningi við Leyningsás ses. um skíðasvæðið í Skarðsdal lagður fram ásamt framtíðarsýn varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal. Markmið samningsaðila með samningi þessum eru meðal annars að efla vetraríþróttir í byggðarlaginu til hagsbóta fyrir íbúa sem og aðra landsmenn, tryggja aðgengi að vel útbúnu skíðasvæði, tryggja að skíðasvæðið sé opið á ákveðnum auglýstum tímum, kappkosta að alls öryggis sé gætt á svæðinu, stuðla að því að kostnaði við lyftugjöld sé í hóf stillt og að styðja við bakið á skíðafélögum í Fjallabyggð.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.