Bæjarráð Fjallabyggðar

803. fundur 08. september 2023 kl. 08:15 - 10:05 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Samningur Fjallabyggðar við Leyningsás

Málsnúmer 2308061Vakta málsnúmer

Kolbeinn Óttarsson Proppé, stjórnarformaður Leyningsáss mætti á fund bæjarráðs. Kolbeinn fór yfir framtíðarsýn varðandi skíðasvæðið í Skarðsdal og samning um skíðasvæðið.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar formanni Leyningsáss fyrir komuna á fundinn og umræðurnar á fundinum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög að samningi við Leyningsás ses í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Yfirlit staðgreiðslu fyrir ágúst 2023 lagt fram til kynningar. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 146.108.945,- eða 98,57% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 50 á árinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

3.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar-ágúst 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

4.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Yfirlit launakostnaðar og kostnaðar vegna langtímaveikinda frá janúar til ágúst 2023 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála falið að skila til bæjarráðs greinargerð vegna umframkostnaðar tiltekinna stofnanna.

5.Reglur um bifreiðanotkun

Málsnúmer 2309013Vakta málsnúmer

Lögð fyrir drög að reglum um bifreiðanotkun.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.

6.Erindi vegna listaverkakaupa á verkum Ragnars Páls

Málsnúmer 2308064Vakta málsnúmer

Erindi Sverris Páls Erlendssonar um kaup á listaverkum Ragnars Páls tekið fyrir.
Synjað
Sveitarfélagið hefur ekki haft virka stefnu um kaup á listaverkum. Þau listaverk sem eru í eigu þess í dag hafa að langstærstu leyti verið færð sveitarfélaginu að gjöf. Bæjarráð getur að svo komnu máli ekki orðið við beiðninni á meðan ekki liggur fyrir innkaupastefna listaverka. Markaðs- og menningarfulltrúa falið að gera tillögu að innkaupastefnu og leggja fyrir bæjarráð.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2309017Vakta málsnúmer

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 20. september nk. á Hilton Reyjavík Nordica.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar sækja fundinn fyrir hönd Fjallabyggðar.

8.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

Málsnúmer 2309019Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið vekur athygli á 130. gr. sveitarstjórnarlaga um málstefnu sveitarfélaga. Með hliðsjón af ofangreindu ákvæði sveitarstjórnarlaga hvetur ráðuneytið sveitarstjórnir til að ýta úr vör vinnu við málstefnu sé slík stefna ekki fyrir hendi. Ekkert stendur í vegi fyrir því að sveitarfélög taki sig saman um mótun grundvallarstefnu af þessu tagi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Ferðamálastefna Íslands til 2030

Málsnúmer 2309021Vakta málsnúmer

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á sérstakri upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp á vef stjórnarráðsins, þar sem hægt er að kynna sér vinnu sjö starfshópa sem eiga að skila tillögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Kvartanir vegna ólyktar í Ólafsfirði

Málsnúmer 2309020Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fjórar kvartanir vegna ólyktar í Ólafsfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma kvörtunum íbúa formlega til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands-vestra. Bæjarstjóra er falið að óska eftir að afstöðu og tillögum Heilbrigðisnefndar Norðurlands-vestra vegna viðhorfskönnunar á meðal íbúa Ólafsfjarðar.

Fundi slitið - kl. 10:05.