Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023.

Málsnúmer 2308008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 13 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 3, 4, 8, 9, 10, 11 og 13.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Tómas Atli Einarsson, Arnar Þór Stefánsson, S. Guðrún Hauksdóttir, Guðjón M. Ólafsson og Helgi Jóhannsson tóku til máls undir 13. lið fundargerðarinnar.
  • .1 2111057 Deiliskipulag hafnar og athafnasvæðis á Siglufirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir að drögin verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum, í samræmi við 3.mgr., 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .3 2204075 Nýr kirkjugarður í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir að skoða betur Garðsveg og Brimnes undir nýjan kirkjugarð. Greina þarf svæðin og kortleggja það land sem þörf er á undir fyrirhugaða notkun. Tæknideild er falið að vinna málið áfram og kalla til fundar með sóknarnefnd þegar frumhönnun á báðum svæðum er lokið. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .4 2307009 Tillaga H-listans v byggingu íbúðarhúsnæðis í Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Tillaga H-listans er að nær öllu leiti í samræmi við vilja nefndarinnar að tryggja lóðaframboð í sveitafélaginu, með vísan í mál 2303026. Á 297.fundi nefndarinnar 29.03.2023 lagði nefndin fyrir vinnuskjal um forgangsröðun skipulagsvinnu, sem tæknideild hefur nú þegar hafið vinnu eftir. Í því skjali er að finna þau svæði sem tillaga H-listans nær til. Nefndin telur ekki æskilegt að einskorða lóðir við Hrannarbyggð 2, á „Olísreit“ við einnar hæðar byggingar, áður en hugmyndavinna við mótun framtíðarbyggðar hefst, en nefndin tekur undir tillögu H-listans að öðru leyti. Nefndin vill einnig ítreka vilja sinn til að deiliskipulagsvinna á ótengdum svæðum fari fram samhliða annarri skipulagsvinnu. Nefndin óskar eftir að verðfyrirspurnum í hvert skipulagsverkefni verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2024. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .8 2308007 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Námuvegur 8 Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
    Samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.
  • .9 2305049 Lóð undir Garðsárvirkjunarhúsið
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir framlagðan lóðarleigusamning fyrir sitt leyti. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .10 2308066 Hornbrekkuvegur 10 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .11 2308011 Umsókn um leyfi til uppsetningar á loftneti
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .13 2302025 Hámarkshraði í þéttbýli Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 302. fundur - 6. september 2023. Nefndin samþykkir framlagða tillögu og felur tæknideild að hrinda henni í framkvæmd svo fljótt sem auðið er.

    Helgi Jóhannsson situr hjá undir þessum lið.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson greiddu atkvæði á móti.

    Tómas Atli Einarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
    Í byrjun árs 2020 varð breyting á umferðarlögum sem leiddi til þess að gildandi hámarkshraði innan bæjarmarka sveitarfélagsins varð í reynd ólöglegur. Í þeirri vinnu innan sveitarfélagsins sem af lagabreytingunni leiddi varð sveitarfélagið við þeirri ósk Vegagerðarinnar að bíða með breytingar þar til leiðbeinandi reglum er varða hámarkshraða á þjóðvegum í þéttbýli væru tilbúnar.

    Gögn tengd umræddri vinnu ásamt öðrum hafa verið vistuð undir málsnúmeri 2001025, hvar hægt er að rekja feril málsins, fylgigögn og ákvarðanir er málið varðar allt fram til 7. des síðastliðinn. Í inngangi málsins sem hér er fjallað um og þessi bókun varðar er skyndilega komið nýtt málsnúmer, 2302025, ásamt því að rakin eru samskipti við Vegagerðina sem hvergi er að finna undir áður nefndum málsnúmerum. Umrædd samskipti snúa að sýn Vegagerðarinnar á þær breytingar sem hér eru til umfjöllunar og eru mikilvægur þáttur málsins.

    Grundvallarskilyrði þess að kjörnir fulltrúar geti tekið vel ígrundaðar og rökstuddar ákvarðanir er að haldgóð gögn liggi fyrir og séu vel aðgengileg sem og að allur ferill máls og fyrri ákvarðanir séu sýnilegar. Svo er því miður ekki í þessu máli.

    Í máli þessu er, að mínu mati, einsýnt að málsmeðferð og aðgengi að gögnum sem og á sögu og samhengi er mjög ábótavant. Sakir þess, kalla ég eftir því að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins brýni fyrir starfsmönnum stjórnsýslunnar að gengið sé úr skugga um að áður nefndum grundvallaratriðum sé í hvergi frá hvikað. Enda er gott aðgengi að upplýsingum er varða tilkomu, framgang og niðurstöðu mála grundvöllur nútíma opinnar stjórnsýslu.

    Í ljósi ofangreindra atriða geri ég það að tillögu minni að málinu verði vísað aftur til nefndarinnar og undir málið lögð þau samskipti, gögn og afgreiðslur sem málið varðar.

    Tillagan er felld með 4 atkvæðum. Helgi Jóhannsson og Tómas Atli Einarsson greiddu atkvæði með tillögunni, S. Guðrún Hauksdóttir sat hjá.

    Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkir niðurstöðu Skipulags- og umhverfisnefndar en felur bæjarstjóra eftirfarandi:
    1. Að tryggja að öll málsskjöl sem liggja til grundvallar ákvörðun nefndarinnar verði gerð opinber í fundargerð bæjarstjórnar og nefndarinnar.
    2. Að ítreka mikilvægi virks umferðareftirlits á fjölförnustu vegum sem liggja í gegnum íbúðahverfi Fjallabyggðar við Lögreglustjórann á Norðurlandi-eystra.
    3. Bæjarstjóri þrýsti á að löggæslumyndavélar verði settar upp á þjóðvegum í þéttbýli Fjallabyggðar.

    Tillagan er samþykkt með 7 atkvæðum.