Endurnýjun á bifreiðum stjórnsýslu

Málsnúmer 2308051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 802. fundur - 01.09.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar um endurnýjun á bifreiðum stjórnsýslunnar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir kaup á bifreiðum sbr. tillögur þess og felur honum að ganga frá kaupunum. Þá er deildarstjóra einnig falið útbúa viðauka og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs ásamt reglum um notkun á bifreiðum Fjallabyggðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 233. fundur - 13.09.2023

Á 802. fundi bæjarráðs lagði deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála fram minnisblað um endurnýjun á bifreiðum stjórnsýslunnar. Bæjarráð fól deildarstjóra að fylgja eftir tillögum minnisblaðsins.
Af því tilefni er lagður fram viðauki nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023 vegna kaupa á tveimur bifreiðum og sölu á núverandi bifreiðum, samtals kr. 15.000.000. Kaupin eignfærast í Eignasjóði og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Enginn tók til máls.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2023.