Bæjarstjórn Fjallabyggðar

177. fundur 09. október 2019 kl. 17:00 - 17:40 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Konráð Karl Baldvinsson varabæjarfulltrúi, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Nanna Árnadóttir boðaði forföll og kom Konráð Karl Baldvinsson hennar stað.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019

Málsnúmer 1909004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi um afnot Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð af líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í Ólafsfirði 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Á 613. fundi bæjarráðs þann 25.07.2019 óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns L. Möller varðandi lagfæringar á kirkjutröppum á Siglufirði og ósk um bekk við styttu af Gústa Guðsmanni.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar 10.09.2019 þar sem fram kemur að viðgerð á snjóbræðslu í kirkjutröppum líkur í október. Verið er að smíða ljós í handrið sem sett verður upp í haust. Handrið verður svo lakkað þegar veður leyfir. Bekkur við styttu af Gústa Guðsmanni var kominn á sinn stað í júlí.

    Bæjarráð samþykkir framkomið vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags 19.08.2019 þar sem fram kemur að Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð vatnslitamyndir af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups, samtals 12 að tölu. Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði og er falleg heimild um þessi miklu mannvirki.

    Bæjarráð þakkar Reyni gott boð og samþykkir að kaupa myndirnar. Kostnaður kr. 450.000 skiptist í tvennt og er kr. 225.000 vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15/2019 að upphæð kr. 225.000.- við deild 21550, lykill 2990 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að samningi um greiðslur til fósturforeldra vegna skólaaksturs veturinn 2019-2020 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 12.09.2019.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn og/eða tillögum bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar, og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar aukið öryggi gangandi og hjólandi vegfarendur, einkum skólabarna í Fjallabyggð.


    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu við Sálfræðiþjónustu Norðurlands vegna sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla skólaárið 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 10.09.2019 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Unnar Valborgar Hilmarsdóttur fh. Starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, dags. 06.09.2019 er varðar umsögn starfshópsins til Umhverfisstofnunar um lokadrög að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Þar tekur starfshópurinn undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.08.2019 og gerir að sinni.
    Í umögninni eru dregin fram lykilatriði sem starfshópurinn leggur áherslu á:
    1. Mikið skortir upp á samráð við gerð stefnunnar.
    2. Sveitarfélögin þurfa að hafa áfram svigrúm til að haga útfærslu á hirðu og annarri meðhöndlun úrgangs með tilliti til aðstæðna á hverjum stað.
    3. Nauðsynlegt er að vönduð ábata- og kostnaðargreining fylgi stefnunni og öllum aðgerðum sem henni fylgja.
    4. Verulega vantar upp á umfjöllun um innviði úrgangsmála í stefnunni.
    5. Nauðsynlegt er að í stefnunni sé fjallað um mikilvægi öruggrar og lögmætrar förgunar úrgangs.
    6. Í drögin vantar umfjöllun um þær úrbætur sem gera þarf á stjórnsýslu úrgangsmála til að tryggja farsæla innleiðingu stefnunnar.
    7. Setja þarf fram framtíðarsýn hvað varðar framleiðendaábyrgð.

    Starfshópurinn vinnur nú að hugmyndum um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi öllu. Hópurinn áskilur sér rétt til að setja fram athugasemdir um málið á seinni stigum, einkum þegar þeirri vinnu lýkur. Hópurinn lýsir sig jafnframt viljugan til samstarfs við Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið varðandi framhald þeirrar mikilvægu vinnu sem nú stendur yfir varðandi úrgangsmál enda er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir sveitarfélögin öll.

    Bæjarráð tekur undir umsögn Starfshóps um meðferð úrgangsmála á Norðurlandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.9 1704014 Sjókvíaeldi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Héðins Valdimarssonar fh. Hafrannsóknastofnunar, dags. 06.09.2019 þar sem eftirfarandi kemur fram: Í bréfi Hafrannsóknastofnunar frá 19.6.2019 var ykkur gefið svar við fyrirspurn til forstjóra stofnunarinnar um hvenær vænta megi burðarþols- og áhættumats fyrir Eyjafjörð. Í svari var talað um miðjan september 2019. Nú hafa verið sett ný lög um fiskeldi sem kveða á um svæðaskiptingu vegna burðarþols og áhættumats. Tenging burðarþols og áhættumats verður nánari. Þetta er mun umfangsmeiri vinna en áður, meðal annars með umsagnarskyldu annarra stofnana, sem lengir ferlið að burðarþoli og áhættumati verulega. Samlestri nýju laganna við þau gömlu er ekki lokið þannig að umhverfi þessarar vinnu er þar að auki ekki frágengið og því ljóst að erfitt er að segja til um hve langan tíma hún tekur. En víst er að fyrri tímasetning burðarþols og áhættumats fyrir Eyjafjörð stendur ekki.

    Bæjarráð lýsir vonbrigðum sínum með þann drátt sem orðið hefur á vinnu við burðarþol og áhættumat sjókvíeldis í Eyjafirði og bendir á að nú í haust er ár liðið frá því niðurstöðu var fyrst að vænta.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skrifa bréf til Hafrannsóknastofunnar í samræmi við það sem fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.09.2019 þar sem fram kemur að árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Skráning á ráðstefnuna fer fram með rafrænum hætti á vef sambandsins og líkur mánudaginn 30. september. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál, dags. 10.09.2019 þar sem fram kemur að Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stendur að námskeiði um upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum á Akureyri þann 26. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi EMO ehf., dags. 11.09.2019, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að fiskiskipinu Önnu ÓF-83 skv. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Ingva Más Pálssonar og Heimis Skarphéðinssonar fh. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dags. 03.09.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinbera aðila. Óskað er eftir svari eigi síðar en 1. október nk.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.14 1906027 Fundargerðir 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð Stjórnar Fjallasala ses, frá 03.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 04.09.2019 ásamt umsögn um lokadrög að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 06.06.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019

Málsnúmer 1909006FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Á 620. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn og/eða tillögum bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi aukið öryggi gangandi og hjólandi vegfarendur, einkum skólabarna í Fjallabyggð.
    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 18.09.2019 um þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til með tilliti til aukins umferðaröryggis á þjóðvegi í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð auk tillaga um næstu skref til þess að auka umferðaröryggi, sérstaklega skólabarna.

    Bæjarráð samþykkir framkomið minnisblað og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar þar sem óskað er svara við bréfi bæjarráðs til vegagerðarinnar, dags. 21.05.2019 vegna jarðganga í Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda bréfið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytisins er varðar fyrirspurn vegna byggðarkvóta.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda bréfið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram erindi Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur, dags. 15.09.2019 varðandi ónæði af gestum skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram erindi Eybjargar Hauksdóttur fh. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 12.09.2019 þar sem fram kemur að í samræmi við ályktun félagsfundar SFV frá ágúst sl. Er óskað eftir undirrituðu umboði sveitarfélagsins til samningagerðar við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í hjúkrunar - og dvalarrýmum.
    Bókun fundarins er eftirfarandi: Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita meðfylgjandi umboð fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Ólafs Jónssonar, dags. 16.09.2019 þar sem sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi eru hvattar til að sameinast um það að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði. Horft er til verkefnahóps líkt og komið var á koppinn í aðdraganda Vaðlaheiðarganga. Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram erindi Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 19.09.2019 þar sem fram kemur að Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri þann 15. október nk., frá kl. 13-16. Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break. Nánari dagskrá verður send út síðar, en við hvetjum alla til að koma og taka þátt í að móta framtíðina í millilandaflugi með okkur. Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lagt fram til kynningar fundur þingmanna Norðausturkjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu sem verður haldinn í Hofi á Akureyri mánudaginn 30. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 92. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 16.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 107. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 19.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 621. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019

Málsnúmer 1909010FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur er varðaði ónæði á körfuboltavelli á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideilar, dags. 27.09.2019 þar sem lagt er til að útbúið verði skilti með umgengnisreglum og sett við körfuboltavöllinn, sambærilegu því sem er á sparkvellinum, og að skoðað verði að hækka grindverk til þess að koma í veg fyrir að boltar fari í glugga á húsinu við Norðurgötu 4b.

    Bæjarráð samþykkir að setja umgengnisreglur á körfuboltavöllinn og að grindverkið verði hækkað og felur deildarstjóra tænideildar að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.
    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.09.2019 þar sem fram kemur að svæðið sem um ræðir hentar vel til gróðursetningar á trjám en lagt til að ekki verði plantað alveg að plani/bílastæði nyrst þar sem hugsanlega þurfi að fjölga bílastæðum fyrir íþróttamiðstöðina og grunnskólann þannig að lagt verði báðum megin á planið.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða þann möguleika við Garðyrkjufélag Íslands ef að verður að gróðursetja lægri gróður og að haft verði samráð við skíðafélag Ólafsfjarðar, sem nýtt hefur sér svæðið til gönguskíðaiðkunar, við hönnun á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála dags. 26.09.2019 þar sem fram kemur að gildandi verksamningur við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum rennur út 31. desember nk. Í samningnum er ákvæði um framlengingu um eitt ár í senn, tvisvar sinnum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til við bæjarráð að heimildarákvæði um framlengingu verði nýtt og samningurinn framlengdur til 31. desember 2020.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja verksamningi við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum í eitt ár í samræmi við framlengingarákvæði samnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 26.09.2019 þar sem lagt er til að Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði verði veittur styrkur vegna umsóknar fyrir árið 2019 en vegna mistaka fyrirfórst að afgreiða umsóknina.
    Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og samþykkir að veita Slysavarnarfélagi Kvenna í Ólafsfirði styrk vegna fasteignaskatts í samræmi við gildandi reglur kr. 242.139 vegna fasteignar að Strandgötu 23.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16/2019 að upphæð kr. 250.000. sem ekki hreyfir handbært fé, á deild 00060, lykill 0081 kr.-250.000 og deild 00060, lykill 9285 kr.250.000.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram til kynningar bréf Fjallabyggðar til þingmanna norðausturkjördæmis á Kjördæmaviku sem haldinn var í Hofi á Akureyri mánudaginn 30. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 18.09.2019 þar sem fram kemur að ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsþjónustu að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins í fjarveru bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Erindi frestað til næsta fundar bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 3.9 1909068 Minningagarðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur fh. Trés lífsins, dags. 20.09.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til opnunar Minningargarðs í sveitarfélaginu. Óskað er eftir svari fyrir 1. nóvember nk.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Valgerðar Ágústsdóttur fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.09.2019 þar sem fram kemur að Sambandið hefur unnið yfirlit yfir rekstrarkostnað allra grunnskóla sveitarfélaga árið 2018. Upplýsingar eru fengnar úr ársreikningum sveitarfélaga annars vegar og Hagstofu íslands hins vegar. Að gefnu tilefni er bent á að allar upplýsingar um stöðugildi og nemendafjölda koma frá Hagstofu Íslands.

    Samkvæmt skýrslunni er rekstarkostnaður Grunnskóla Fjallabyggðar kr. 1.946.000 á nemanda brúttó.

    Sjá nánar á slóð :
    https://www.samband.is/verkefnin/rekstur-sveitarfelaga/talnaefni/
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildrlög), 101 mál.
    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10.október nk. á netfangið nefndarsvid@althingi.is
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 10. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 27.09.2019 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lagt fram erindi Jóhönnu Sigurjónsdóttur fh. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27.09.2019 þar sem athygli er vakin á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
    Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra. Með það að markmiði var farið yfir regluverk sjóðsins, sbr. III. kafla laganna, reglna á grundvelli þeirra og vinnureglna sjóðsins sem staðfestar hafa verið af ráðherra, til að annars vegar styrkja forsendur og grundvöll úthlutana úr Jöfnunarsjóði og hins vegar skýra heimildir löggjafarinnar til skerðinga á framlögum úr sjóðnum í samræmi við dóm Hæstaréttar frá 14. maí 2019, í máli nr. 34/2018. Er frumvarp þetta afrakstur þeirrar vinnu og er tilgangur þess að færa frekari stoð undir þær reglur sem eiga að gilda um úthlutanir jöfnunarframlaga úr sjóðnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 17. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands sem haldinn var á Hótel Natura í Reykjavík föstudaginn 20. september 2019 kl. 10.30. Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 1. október 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 25. september sl. Bókun fundar Afgreiðsla 622. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019

Málsnúmer 1910001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til september 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagður fram samningur Fjallabyggðar um talmeinaþjónustu við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.

    Bæjarráð samþykkir samninginn og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagt fram erindi Vigdísar Rúnar Jónsdóttur fh. Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 30.09.2019 er varðar drög að áhersluatriðum sóknaráætlunar Norðurlands Eystra fyrir árin 2020-2024.

    Bæjarráð samþykkir áherslur sóknaráætlunar fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagt fram erindi Magnúsar Inga Erlingssonar fh. Kaffihússins, dags. 05.09.2019 þar sem Fjallabyggð er boðið að leigja 400 fm2 rými á 1. og 2. hæð Aðalgötu 20 á Siglufirði fyrir nýsköpunarfyrirtæki í ferðaþjónustu í Fjallabyggð.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagt fram svarbréf Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar dags, 05.07.2019 þar sem fram kemur að misfarist hafi að svara bréfi bæjarráðs frá 21.05.2019. Í svari forstjóra kemur m.a. fram að Vegagerðin beri ábyrgð á brunavörnum í samgöngumannvirkjum í eigu stofnunarinnar, m.a. á því að brunavarnir séu virkar og haft sé reglubundið eftirlit með þeim samkvæmt lögum.

    Vegagerðin beri því ábyrgð á að mannvirki í eigu stofnunarinnar standist þær kröfur sem gerðar eru um brunavarnir, m.a. búnaði í mannvirkinu sjálfu og þjálfun starfsmanna Vegagerðarinnar. Í þágu umferðaröryggis hafi Vegagerðin, umfram lögbundna skyldu, styrkt hlutaðeigandi slökkvilið við kaup á búnaði þegar ný jarðgögn eru tekin í notkun. Samkomulag hafi verið gert um styrk til slökkviliðs Fjallabyggðar, vegna búnaðar sem slökkviliðið vantaði tilfinnanlega árið 2010 þegar Héðinsfjarðargöngin voru opnuð, með hliðsjón af viðbragðsáætlun. Sveitarfélagið beri hins vegar að tryggja að starfsemi slökkviliðs fullnægi kröfum laga um brunavarnir og reglugerða settra á grundvelli þeirra, þ.m.t. að slökkvilið hafi nægan tækjakost og mannafla. Ekki komi til greina að hálfu Vegagerðarinnar að gera sérstakan þjónustusamning við slökkvilið um að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

    Þá kemur einnig fram að áhættumat og viðbragðsáætlanir hafi verið gerðar fyrir Múlagöng árin 2015 og 2017 og Héðinsfjarðargöng á árunum 2008, 2011, 2013 og 2019. Í Strákagöngum hefur áhættugreining ekki verið gerð og viðbragðsáætlun ekki gefin út. Ekki er talin ástæða til sérstakrar heildarúttektar nú, en sífellt þurfi að fylgjast með og taka út einstök atriði.
    Útvarpssendar eru eitt af þeim atriðum sem æskilegt væri að bæta en áætlun um að setja slíkan búnað upp í eldri göngum hefur ekki verið gerð en slíkur búnaður er nú settur upp í nýjum göngum.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari til forstjóra Vegagerðarinnar og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.7 1906043 Fasteignamat 2020
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagt fram til kynningar erindi Hjartar Grétarssonar fh. Þjóðskrár Íslands, dags. 30.09.2019 er varðar leiðrétt fasteignamat 2020 fyrir fjölbýli en í útreikningi fasteignamats hafði ekki verið tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli eins og gert er ráð fyrir í lögum. Heildaráhirf á fasteignamat eru ekki mikil en íbúðir sem hækka í mati hækka að meðaltali um 1,1% og íbúðir sem lækka í mati, lækka að meðaltali um 0,5%. Heildaráhrif á fasteignamat vegna þessara breytinga er því 0,5% Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2019
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 623. fundur - 8. október 2019 Lagðar fram til kynningar:
    Fundargerð 4. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 30.09.2019.
    Fundargerð 57. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 02.10.2019.
    Fundargerð 8. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag 02.10.2019.
    Fundargerð 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 7.10.2019.
    Fundargerð 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 7.10.2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 623. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019

Málsnúmer 1909005FVakta málsnúmer

  • 5.1 1902009 Aflatölur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Lagt fram til kynningar fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 17. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
    2019 Siglufjörður 15928 tonn í 1423 löndunum. 2019 Ólafsfjörður 301 tonn í 320 löndunum.
    2018 Siglufjörður 13472 tonn í 1481 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 353 tonn í 391 löndunum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Hafnarstjóri fór yfir viðhald og framkvæmdir við Fjallabyggðarhafnir á árinu 2019 og gerði grein fyrir hvað lægi fyrir á næsta ári. Nánari útlistun á verkefnum verður lögð fram við gerð fjárhagsáætlunar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Hafnarstjóri fór yfir rekstur Fjallabyggðarhafna tímabilið 1.1.2019 - 17.9.2019. Reksturinn er í jafnvægi. Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Öryggismál á hafnarsvæðum voru rædd. Hafnarstjóra og yfirhafnarverði er falið að koma með tillögur að úrbótum. Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering women in the maritime community“. Af því tilefni standa Siglingaráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni "Hvað er svona merkilegt við það?"
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Lagt fram erindi Ásgeirs Loga Ásgeirssonar varðandi aflaheimildir í Fjallabyggð.
    Hafnarstjórn þakkar bréfritara fyrir ábendinguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 5.8 1909012 Hafnafundur 2019
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 9. hafnafundar, sem haldinn verður í Þorlákshöfn, föstudaginn 27. september.
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að sækja fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 107. fundur - 19. september 2019 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 107. fundar hafnarstjórnar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Fundargerðir skólanefndar TÁT

Málsnúmer 1910013Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 15. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25. september 2019

Málsnúmer 1909007FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25. september 2019 Nefndin hlustaði á sjónarmið og athugasemdir hagsmunaaðila. Tæknideild falið að svara athugasemdum hagsmunaaðila sem fram komu á fundinum. Nefndin samþykkir umsókn Viking Heliskiing um lendingarstað við golfskálann í Hólsdal. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25. september 2019 Tæknideild falið að lagfæra uppdrátt í samræmi við athugasemdir nefndarmanna og lagt til við bæjarráð að þetta verði fylgiskjal samningsins verði hann samþykktur. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 245. fundur - 25. september 2019 Erindi synjað. Bókun fundar Afgreiðsla 245. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019

Málsnúmer 1909011FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Nefndin þakkar fyrir móttöku í Pálshúsi og ábendingum stjórnar til nefndarinnar verður fylgt eftir með erindi. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Særún Hlín Laufeyjardóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Nefndin hafnar framlengingu á stöðuleyfi og gefur umsækjanda frest til loka nóvember 2019 til þess að sækja um lóðarleigusamning og skila inn teikningum ásamt skráningartöflu svo hægt sé að skrá húsið. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir aðaluppdráttum af húsinu ásamt skráningartöflu. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Nefndin samþykkir stækkun flatar til suðurs og áréttar að frágangur verði vandaður og sáð í framkvæmdasvæðið eftir að framkvæmdum lýkur. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Lögð fram samantekt yfir magn sorps í Fjallabyggð og kostnað við sorphirðu sl. 5 ár. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 246. fundur - 7. október 2019 Erindi frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 4. fundur - 30. september 2019

Málsnúmer 1909008FVakta málsnúmer

  • 9.1 1811009 Markaðsstefna Fjallabyggðar
    Vinnuhópur um markaðsstefnu Fjallabyggðar - 4. fundur - 30. september 2019 Farið yfir niðurstöður SVÓT greiningar.

    Unnið við fyrstu drög að flokkun markaðsáhersla kynningarefnis.

    Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar markaðsstefnu Fjallabyggðar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019

Málsnúmer 1909009FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Erindi hefur borist Fjallabyggð frá Trölla.is um Listasafn Fjallabyggðar.
    Spurt er um eftirfarandi:
    1.
    Getum við fengið lista yfir listaverk í eigu Fjallabyggðar?
    2.
    Hverjir voru gefendur?
    3.
    Hvar og hvernig þau eru geymd og hvernig varðveislu þeirra er háttað?
    4.
    Hvert er áætlað verðmæti safnsins?
    Markaðs- og menningarfulltrúi hefur þegar bent forsvarsmönnum Trölla.is á heimasíðu Listaverkasafns Fjallabyggðar http://listasafn.fjallabyggd.is/ en þar er að finna lista yfir skráð listaverk í eigu Fjallabyggðar, listamenn, staðsetningu og hverjir eru gefendur.
    Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindi Trölla.is í samræmi við niðurstöðu fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Erindi hefur borist Fjallabyggð frá Ingibjörgu Þórisdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu til kaups málverk úr dánarbúi foreldra sinna. Myndin er af Siglufirði, máluð á síldarárunum. Málverkið er eftir Thorvald Molander. Markaðs- og menningarnefnd þakkar gott boð en hefur ekki fjárheimildir til málverkakaupa. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar eru reknar inn á bókasöfnum sveitarfélagsins. Hrönn fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi fjölda ferðamanna fyrstu átta mánuði ársins 2019. Fram kom að fjöldi ferðamanna sem koma á upplýsingamiðstöðvarnar er mun færri í ár en síðustu tvö ár. Samtals hafa komið 2288 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði í janúar - ágúst en á sama tíma komu 3452 ferðamenn árið 2018 og 3351 ferðamaður árið 2017.
    Í upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði komu 136 ferðamenn á fyrstu 8 mánuðum ársins 2019, 284 ferðamenn komu á sama tíma árið 2018 og 363 ferðamenn fyrstu átta mánuði ársins 2017.
    Ekki er ástæða til að ætla að þessar tölur endurspegli í raun fækkun ferðamanna í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir góðar og skýrar upplýsingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Rætt um Listaverkasafn Fjallabyggðar og geymsluaðstaða safnsins skoðuð. Nauðsynlegt er að gera söfnunar- og útlánastefnu fyrir safnið. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Farið yfir drög að nýjum reglum um úthlutun menningarstyrkja í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 2. október 2019 Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá Haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Fyrirhugað er að halda fundinn þann 14. nóvember í Tjarnarborg. Bókun fundar Afgreiðsla 57. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 8. fundur - 2. október 2019

Málsnúmer 1909012FVakta málsnúmer

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 8. fundur - 2. október 2019 Farið yfir lýðheilsuvísi fyrir heilbrigðisumdæmi Norðurlands. Athygli vekur hversu margir framhaldsskólanemar meta andlega heilsu sína slæma. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélags staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 8. fundur - 2. október 2019 Rætt um næstu skref í starfinu. Fyrirhugaðir eru opnir tímar fyrir almenning með leiðbeinanda í líkamsræktum sveitarfélagins á næstunni. Stefnt er að dansnámskeiði á nýju ári og fleiri verkefni verða á vegum Heilsueflandi samfélags í vetur. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélags staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019

Málsnúmer 1910002FVakta málsnúmer

  • 12.1 1910008 Trúnaðarmál
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Erindi barst frá Önnu Huldu Júlíusdóttur þar sem hún óskar eftir afnotum af sundlaugum Fjallabyggðar fyrir samflot. Fræðslu- og frístundanefnd óskar eftir umsögn forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um málið sem lögð yrði fram á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Umsókn barst frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar um æfingartíma í líkamsrækt fyrir eldri iðkendur félagsins. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir umsókn um æfingatíma í líkamsrækt með því skilyrði að iðkendur uppfylli reglur um aldurstakmark í líkamsræktarstöð íþróttamiðstöðvar. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 12.4 1905017 Vinnuskóli 2019
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva og vinnuskóla sat undir þessum lið. Forstöðumaður fór yfir starf Vinnuskólans síðastliðið sumar. Starfið gekk vel og var innan fjárheimilda. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja sat undir þessum lið. Forstöðumaður leggur til að opnunartími sundlauga verði lengdur til 20:30 á þriðjudögum og fimmtudögum á Siglufirði og til kl. 20:00 á Ólafsfirði. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu forstöðumanns.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Forstöðumaður íþróttamiðstöðva og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar óska eftir að komið verði á formlegu samstarfi milli sveitarfélaganna með þeim hætti að þeir sem eiga gild tímabilskort hjá annarri íþróttamiðstöðinni, geti fengið aðgang að rækt og/eða sundi í allt að tvö skipti á viku á hvorum stað.

    Að auki verði tímabundinn aðgangur fyrir korthafa þegar annar aðilinn er með lokað vegna viðhalds eða þrifa.
    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillögu um samstarf fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir og Jón Valgeir Baldursson.

    Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Samningur Grunnskóla Fjallabyggðar, Menntaskólans á Tröllaskaga og Fjallabyggðar um sveigjanleg skólaskil grunnskólanemenda lagður fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 75. fundur - 7. október 2019 Drög að nýjum reglum um úthlutun fræðslustyrkja Fjallabyggðar lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

    Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að afnema einstaka frístundastyrki og framlag til ÚÍF verði hækkað sem því nemur. Formanni fræðslu- og frístundanefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar er falið að fylgja málinu eftir í samræmi við niðurstöðu fundarins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:40.