Bæjarráð Fjallabyggðar

621. fundur 24. september 2019 kl. 16:30 - 17:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Nanna Árnadóttir og Jón Valgeir Baldursson boðuðu forföll.

1.Umferðaöryggi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1909034Vakta málsnúmer

Á 620. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn og/eða tillögum bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála varðandi aukið öryggi gangandi og hjólandi vegfarendur, einkum skólabarna í Fjallabyggð.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 18.09.2019 um þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til með tilliti til aukins umferðaröryggis á þjóðvegi í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð auk tillaga um næstu skref til þess að auka umferðaröryggi, sérstaklega skólabarna.

Bæjarráð samþykkir framkomið minnisblað og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

2.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra vegagerðarinnar þar sem óskað er svara við bréfi bæjarráðs til vegagerðarinnar, dags. 21.05.2019 vegna jarðganga í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að senda bréfið áfram.

3.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019

Málsnúmer 1810063Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi bæjarráðs til Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytisins er varðar fyrirspurn vegna byggðarkvóta.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að senda bréfið áfram.

4.Ónæði af körfuboltavelli á grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1909045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur, dags. 15.09.2019 varðandi ónæði af gestum skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

5.Umboð vegna rammasamnings hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1909046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eybjargar Hauksdóttur fh. Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, dags. 12.09.2019 þar sem fram kemur að í samræmi við ályktun félagsfundar SFV frá ágúst sl. Er óskað eftir undirrituðu umboði sveitarfélagsins til samningagerðar við Sjúkratryggingar Íslands um þjónustu í hjúkrunar - og dvalarrýmum.
Bókun fundarins er eftirfarandi: Félagsfundur Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu telur mikilvægt að samningaviðræður við ríkið um þjónustu í hjúkrunar -, dvalar -, og dagdvalarrýmum eigi sér stað miðlægt, milli samninganefnda SFV og ríkisins, en ekki á milli einstakra rekstraraðila og ríkisins. Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við störf samninganefnda og stjórnar SFV í þeim viðræðum og hvetja þau til að afla umboða aðildarfélaga þess efnis.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að undirrita meðfylgjandi umboð fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Jarðgöng undir Tröllaskaga

Málsnúmer 1909047Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Ólafs Jónssonar, dags. 16.09.2019 þar sem sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi eru hvattar til að sameinast um það að koma á laggirnar verkefnahópi sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði. Horft er til verkefnahóps líkt og komið var á koppinn í aðdraganda Vaðlaheiðarganga.

7.Birkigarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1909057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

8.Málþing og vinnustofa um millilandaflug um Akureyrarflugvöll

Málsnúmer 1909060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hjalta Páls Þórarinssonar fh. Markaðsstofu Norðurlands, dags. 19.09.2019 þar sem fram kemur að Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir málþingi og vinnustofu um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, í Hofi á Akureyri þann 15. október nk., frá kl. 13-16. Á meðal þátttakenda verða þeir Cees van den Bosch frá Voigt Travel og Chris Hagan, fyrrum starfsmaður Super Break. Nánari dagskrá verður send út síðar, en við hvetjum alla til að koma og taka þátt í að móta framtíðina í millilandaflugi með okkur.

9.Kjördæmavika - 2019

Málsnúmer 1909065Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundur þingmanna Norðausturkjördæmis með sveitarstjórnarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu sem verður haldinn í Hofi á Akureyri mánudaginn 30. september nk.

10.Stjórnarfundur í Norðurá bs

Málsnúmer 1909058Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 92. fundar stjórnar Norðurár bs. frá 16.09.2019.

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 107. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 19.09.2019.

Fundi slitið - kl. 17:15.