Bæjarráð Fjallabyggðar

623. fundur 08. október 2019 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir varamaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Launayfirlit tímabils - 2019

Málsnúmer 1901048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til september 2019.

2.Samningur um talmeinaþjónustu 2019-2021

Málsnúmer 1909084Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur Fjallabyggðar um talmeinaþjónustu við talmeinafræðingana Eyrúnu Svövu Ingvadóttur og Sonju Magnúsdóttur.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024

Málsnúmer 1910002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Vigdísar Rúnar Jónsdóttur fh. Eyþings - sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, dags. 30.09.2019 er varðar drög að áhersluatriðum sóknaráætlunar Norðurlands Eystra fyrir árin 2020-2024.

Bæjarráð samþykkir áherslur sóknaráætlunar fyrir sitt leyti.

4.Trúnaðarmál - þing- og sveitarsjóðsgjöld

Málsnúmer 1910004Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.

5.Hugmyndir að StartUp fyrirtæki

Málsnúmer 1909001Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Magnúsar Inga Erlingssonar fh. Kaffihússins, dags. 05.09.2019 þar sem Fjallabyggð er boðið að leigja 400 fm2 rými á 1. og 2. hæð Aðalgötu 20 á Siglufirði fyrir nýsköpunarfyrirtæki í ferðaþjónustu í Fjallabyggð.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Brunaæfing í Múlagöngum 24. febrúar 2019

Málsnúmer 1903056Vakta málsnúmer

Lagt fram svarbréf Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar dags, 05.07.2019 þar sem fram kemur að misfarist hafi að svara bréfi bæjarráðs frá 21.05.2019. Í svari forstjóra kemur m.a. fram að Vegagerðin beri ábyrgð á brunavörnum í samgöngumannvirkjum í eigu stofnunarinnar, m.a. á því að brunavarnir séu virkar og haft sé reglubundið eftirlit með þeim samkvæmt lögum.

Vegagerðin beri því ábyrgð á að mannvirki í eigu stofnunarinnar standist þær kröfur sem gerðar eru um brunavarnir, m.a. búnaði í mannvirkinu sjálfu og þjálfun starfsmanna Vegagerðarinnar. Í þágu umferðaröryggis hafi Vegagerðin, umfram lögbundna skyldu, styrkt hlutaðeigandi slökkvilið við kaup á búnaði þegar ný jarðgögn eru tekin í notkun. Samkomulag hafi verið gert um styrk til slökkviliðs Fjallabyggðar, vegna búnaðar sem slökkviliðið vantaði tilfinnanlega árið 2010 þegar Héðinsfjarðargöngin voru opnuð, með hliðsjón af viðbragðsáætlun. Sveitarfélagið beri hins vegar að tryggja að starfsemi slökkviliðs fullnægi kröfum laga um brunavarnir og reglugerða settra á grundvelli þeirra, þ.m.t. að slökkvilið hafi nægan tækjakost og mannafla. Ekki komi til greina að hálfu Vegagerðarinnar að gera sérstakan þjónustusamning við slökkvilið um að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

Þá kemur einnig fram að áhættumat og viðbragðsáætlanir hafi verið gerðar fyrir Múlagöng árin 2015 og 2017 og Héðinsfjarðargöng á árunum 2008, 2011, 2013 og 2019. Í Strákagöngum hefur áhættugreining ekki verið gerð og viðbragðsáætlun ekki gefin út. Ekki er talin ástæða til sérstakrar heildarúttektar nú, en sífellt þurfi að fylgjast með og taka út einstök atriði.
Útvarpssendar eru eitt af þeim atriðum sem æskilegt væri að bæta en áætlun um að setja slíkan búnað upp í eldri göngum hefur ekki verið gerð en slíkur búnaður er nú settur upp í nýjum göngum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að gera drög að svari til forstjóra Vegagerðarinnar og leggja fyrir bæjarráð.

7.Fasteignamat 2020

Málsnúmer 1906043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Hjartar Grétarssonar fh. Þjóðskrár Íslands, dags. 30.09.2019 er varðar leiðrétt fasteignamat 2020 fyrir fjölbýli en í útreikningi fasteignamats hafði ekki verið tekið tillit til á hvaða hæð íbúðir eru í fjölbýli eins og gert er ráð fyrir í lögum. Heildaráhirf á fasteignamat eru ekki mikil en íbúðir sem hækka í mati hækka að meðaltali um 1,1% og íbúðir sem lækka í mati, lækka að meðaltali um 0,5%. Heildaráhrif á fasteignamat vegna þessara breytinga er því 0,5%

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019

Málsnúmer 1901024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2019

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2019

Málsnúmer 1901004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar:
Fundargerð 4. fundar vinnuhóps um markaðsstefnu Fjallabyggðar frá 30.09.2019.
Fundargerð 57. fundar markaðs- og menningarnefndar frá 02.10.2019.
Fundargerð 8. fundar stýrihóps um heilsueflandi samfélag 02.10.2019.
Fundargerð 75. fundar fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 7.10.2019.
Fundargerð 246. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar 7.10.2019.

Fundi slitið - kl. 17:30.