Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019

Málsnúmer 1909004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 177. fundur - 09.10.2019

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi um afnot Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar Fjallabyggð af líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í Ólafsfirði 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Á 613. fundi bæjarráðs þann 25.07.2019 óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Kristjáns L. Möller varðandi lagfæringar á kirkjutröppum á Siglufirði og ósk um bekk við styttu af Gústa Guðsmanni.

    Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar 10.09.2019 þar sem fram kemur að viðgerð á snjóbræðslu í kirkjutröppum líkur í október. Verið er að smíða ljós í handrið sem sett verður upp í haust. Handrið verður svo lakkað þegar veður leyfir. Bekkur við styttu af Gústa Guðsmanni var kominn á sinn stað í júlí.

    Bæjarráð samþykkir framkomið vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags 19.08.2019 þar sem fram kemur að Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt bauð Fjallabyggð vatnslitamyndir af snjóflóðargörðum á Siglufirði til kaups, samtals 12 að tölu. Myndirnar sýna hönnun og lögun snjóflóðavarnargarðanna og samspil þeirra við náttúru og byggðina í Siglufirði og er falleg heimild um þessi miklu mannvirki.

    Bæjarráð þakkar Reyni gott boð og samþykkir að kaupa myndirnar. Kostnaður kr. 450.000 skiptist í tvennt og er kr. 225.000 vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.
    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15/2019 að upphæð kr. 225.000.- við deild 21550, lykill 2990 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að samningi um greiðslur til fósturforeldra vegna skólaaksturs veturinn 2019-2020 ásamt vinnuskjali deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 12.09.2019.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn og/eða tillögum bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar, og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar aukið öryggi gangandi og hjólandi vegfarendur, einkum skólabarna í Fjallabyggð.


    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram drög að samningi um sálfræðiþjónustu við Sálfræðiþjónustu Norðurlands vegna sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla skólaárið 2019-2020.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Sýslumannsins á Norðurlandi eystra, dags. 10.09.2019 þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn um tímabundið áfengisleyfi vegna kráarkvölds fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku kt. 580706-0880, Ólafsfjarðarvegi, 625 Ólafsfirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Unnar Valborgar Hilmarsdóttur fh. Starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi, dags. 06.09.2019 er varðar umsögn starfshópsins til Umhverfisstofnunar um lokadrög að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Þar tekur starfshópurinn undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.08.2019 og gerir að sinni.
    Í umögninni eru dregin fram lykilatriði sem starfshópurinn leggur áherslu á:
    1. Mikið skortir upp á samráð við gerð stefnunnar.
    2. Sveitarfélögin þurfa að hafa áfram svigrúm til að haga útfærslu á hirðu og annarri meðhöndlun úrgangs með tilliti til aðstæðna á hverjum stað.
    3. Nauðsynlegt er að vönduð ábata- og kostnaðargreining fylgi stefnunni og öllum aðgerðum sem henni fylgja.
    4. Verulega vantar upp á umfjöllun um innviði úrgangsmála í stefnunni.
    5. Nauðsynlegt er að í stefnunni sé fjallað um mikilvægi öruggrar og lögmætrar förgunar úrgangs.
    6. Í drögin vantar umfjöllun um þær úrbætur sem gera þarf á stjórnsýslu úrgangsmála til að tryggja farsæla innleiðingu stefnunnar.
    7. Setja þarf fram framtíðarsýn hvað varðar framleiðendaábyrgð.

    Starfshópurinn vinnur nú að hugmyndum um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi öllu. Hópurinn áskilur sér rétt til að setja fram athugasemdir um málið á seinni stigum, einkum þegar þeirri vinnu lýkur. Hópurinn lýsir sig jafnframt viljugan til samstarfs við Umhverfisstofnun og Umhverfis- og auðlindaráðuneytið varðandi framhald þeirrar mikilvægu vinnu sem nú stendur yfir varðandi úrgangsmál enda er um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir sveitarfélögin öll.

    Bæjarráð tekur undir umsögn Starfshóps um meðferð úrgangsmála á Norðurlandi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .9 1704014 Sjókvíaeldi
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Héðins Valdimarssonar fh. Hafrannsóknastofnunar, dags. 06.09.2019 þar sem eftirfarandi kemur fram: Í bréfi Hafrannsóknastofnunar frá 19.6.2019 var ykkur gefið svar við fyrirspurn til forstjóra stofnunarinnar um hvenær vænta megi burðarþols- og áhættumats fyrir Eyjafjörð. Í svari var talað um miðjan september 2019. Nú hafa verið sett ný lög um fiskeldi sem kveða á um svæðaskiptingu vegna burðarþols og áhættumats. Tenging burðarþols og áhættumats verður nánari. Þetta er mun umfangsmeiri vinna en áður, meðal annars með umsagnarskyldu annarra stofnana, sem lengir ferlið að burðarþoli og áhættumati verulega. Samlestri nýju laganna við þau gömlu er ekki lokið þannig að umhverfi þessarar vinnu er þar að auki ekki frágengið og því ljóst að erfitt er að segja til um hve langan tíma hún tekur. En víst er að fyrri tímasetning burðarþols og áhættumats fyrir Eyjafjörð stendur ekki.

    Bæjarráð lýsir vonbrigðum sínum með þann drátt sem orðið hefur á vinnu við burðarþol og áhættumat sjókvíeldis í Eyjafirði og bendir á að nú í haust er ár liðið frá því niðurstöðu var fyrst að vænta.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að skrifa bréf til Hafrannsóknastofunnar í samræmi við það sem fram kom á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11.09.2019 þar sem fram kemur að árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Skráning á ráðstefnuna fer fram með rafrænum hætti á vef sambandsins og líkur mánudaginn 30. september. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram til kynningar erindi Rannsóknarseturs um sveitarstjórnarmál, dags. 10.09.2019 þar sem fram kemur að Rannsóknasetur um sveitarstjórnarmál í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar stendur að námskeiði um upplýsingaöryggi hjá opinberum stofnunum á Akureyri þann 26. september nk. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi EMO ehf., dags. 11.09.2019, þar sem Fjallabyggð er boðinn forkaupsréttur að fiskiskipinu Önnu ÓF-83 skv. 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða.

    Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsréttinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lagt fram erindi Ingva Más Pálssonar og Heimis Skarphéðinssonar fh. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dags. 03.09.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna skýrslu um samkeppnisrekstur opinbera aðila. Óskað er eftir svari eigi síðar en 1. október nk.

    Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • .14 1906027 Fundargerðir 2019
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð Stjórnar Fjallasala ses, frá 03.09.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar Starfshóps um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi frá 04.09.2019 ásamt umsögn um lokadrög að stefnu um meðhöndlun úrgangs. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 620. fundur - 17. september 2019 Lögð fram til kynningar fundargerð 15. fundar Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga frá 06.06.2019. Bókun fundar Afgreiðsla 620. fundar bæjarráðs staðfest á 177. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.