Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

57. fundur 02. október 2019 kl. 17:00 - 18:35 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Ida Marguerite Semey aðalmaður, I lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Sigríður Guðmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Erindi varðandi Listaverkasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1909059Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist Fjallabyggð frá Trölla.is um Listasafn Fjallabyggðar.
Spurt er um eftirfarandi:
1.
Getum við fengið lista yfir listaverk í eigu Fjallabyggðar?
2.
Hverjir voru gefendur?
3.
Hvar og hvernig þau eru geymd og hvernig varðveislu þeirra er háttað?
4.
Hvert er áætlað verðmæti safnsins?
Markaðs- og menningarfulltrúi hefur þegar bent forsvarsmönnum Trölla.is á heimasíðu Listaverkasafns Fjallabyggðar http://listasafn.fjallabyggd.is/ en þar er að finna lista yfir skráð listaverk í eigu Fjallabyggðar, listamenn, staðsetningu og hverjir eru gefendur.
Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindi Trölla.is í samræmi við niðurstöðu fundarins.

2.Málverk - e.Thorvald Molander

Málsnúmer 1909063Vakta málsnúmer

Erindi hefur borist Fjallabyggð frá Ingibjörgu Þórisdóttur þar sem hún býður sveitarfélaginu til kaups málverk úr dánarbúi foreldra sinna. Myndin er af Siglufirði, máluð á síldarárunum. Málverkið er eftir Thorvald Molander. Markaðs- og menningarnefnd þakkar gott boð en hefur ekki fjárheimildir til málverkakaupa.

3.Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar - Fjöldi ferðamanna 2019

Málsnúmer 1907009Vakta málsnúmer

Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður Bóka- og Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar eru reknar inn á bókasöfnum sveitarfélagsins. Hrönn fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi fjölda ferðamanna fyrstu átta mánuði ársins 2019. Fram kom að fjöldi ferðamanna sem koma á upplýsingamiðstöðvarnar er mun færri í ár en síðustu tvö ár. Samtals hafa komið 2288 ferðamenn á upplýsingamiðstöðina á Siglufirði í janúar - ágúst en á sama tíma komu 3452 ferðamenn árið 2018 og 3351 ferðamaður árið 2017.
Í upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði komu 136 ferðamenn á fyrstu 8 mánuðum ársins 2019, 284 ferðamenn komu á sama tíma árið 2018 og 363 ferðamenn fyrstu átta mánuði ársins 2017.
Ekki er ástæða til að ætla að þessar tölur endurspegli í raun fækkun ferðamanna í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd þakkar forstöðumanni fyrir góðar og skýrar upplýsingar.

4.Listaverkasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1909073Vakta málsnúmer

Rætt um Listaverkasafn Fjallabyggðar og geymsluaðstaða safnsins skoðuð. Nauðsynlegt er að gera söfnunar- og útlánastefnu fyrir safnið.

5.Reglur Fjallabyggðar um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 1908063Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að nýjum reglum um úthlutun menningarstyrkja í Fjallabyggð. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

6.Haustfundur ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð

Málsnúmer 1909004Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarfulltrúi kynnti hugmynd að dagskrá Haustfundar ferðaþjónustu, menningar og afþreyingar í Fjallabyggð. Fyrirhugað er að halda fundinn þann 14. nóvember í Tjarnarborg.

Fundi slitið - kl. 18:35.