Erindi varðandi Listaverkasafn Fjallabyggðar

Málsnúmer 1909059

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 57. fundur - 02.10.2019

Erindi hefur borist Fjallabyggð frá Trölla.is um Listasafn Fjallabyggðar.
Spurt er um eftirfarandi:
1.
Getum við fengið lista yfir listaverk í eigu Fjallabyggðar?
2.
Hverjir voru gefendur?
3.
Hvar og hvernig þau eru geymd og hvernig varðveislu þeirra er háttað?
4.
Hvert er áætlað verðmæti safnsins?
Markaðs- og menningarfulltrúi hefur þegar bent forsvarsmönnum Trölla.is á heimasíðu Listaverkasafns Fjallabyggðar http://listasafn.fjallabyggd.is/ en þar er að finna lista yfir skráð listaverk í eigu Fjallabyggðar, listamenn, staðsetningu og hverjir eru gefendur.
Markaðs- og menningarnefnd felur markaðs- og menningarfulltrúa að svara erindi Trölla.is í samræmi við niðurstöðu fundarins.