1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011
2.Gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð
5.Gjaldskrá gatnagerðargjalda
6.Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð
7.Hólavegur 83 - endurbygging
8.Hús við skíðasvæðið í Skarðsdal - ósk um kaup og flutning
9.Framlenging bakvaktafyrirkomulags slökkviliðs
10.Viðaukasamningur slökkviliðsstjóra
11.Ráðningarsamningur deildarstjóra tæknideildar
12.Náttúruverndarnefndir sveitafélaga
13.Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitafélaga
14.Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð
16.Þriggja ára áætlun 2012-2014
17.1. fundur vinnuhóps um fræðslumál 5.janúar 2011
18.Rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands 2011-2012
19.Fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu
20.Skipulag áfallahjálpar á Íslandi
21.Bótakrafa vegna flugskýlis
22.Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2010
23.Flokkun ehf. - Gjald fyrir árið 2011
24.Innanríkisráðuneyti tekur til starfa
25.Íbúafjöldi 1. desember 2010
26.Námskeið 20. janúar um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa
27.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði
28.Fundargerð 219. fundar Stjórnar Eyþings frá 14. desember 2010
29.Staða Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar
Fundi slitið - kl. 20:30.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Siglufjörður 150 þorskígildistonn og Ólafsfjörður 58 þorskígildistonn.
Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerð frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar frá 17. desember 2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá loforð um úthlutun sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið sbr. 4. gr. reglugerðarinnar. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Framangreindar reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið.
Vilji sveitarfélagið leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta, skal skila inn tillögum þar að lútandi eigi síðar en 18. janúar 2011.
Bæjarráð samþykkir að vísa málum er varðar byggðakvóta til afgreiðslu bæjarstjórnar.