Bæjarráð Fjallabyggðar

197. fundur 11. janúar 2011 kl. 17:00 - 20:30 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorbjörn Sigurðsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2010/2011

Málsnúmer 1009179Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011. Úthlutun ráðuneytisins er eftirfarandi: Siglufjörður 150 þorskígildistonn og Ólafsfjörður 58 þorskígildistonn.

Í 10. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og reglugerð frá 17. desember 2010 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og reglugerðar frá 17. desember 2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2010/2011 er kveðið á um það í fyrsta lagi hvaða skilyrði fiskiskip og útgerðir þeirra þurfa að uppfylla til að fá loforð um úthlutun sbr. 1. gr. og í öðru lagi hvernig að úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa skuli staðið sbr. 4. gr. reglugerðarinnar.  Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags.  Framangreindar reglur samkvæmt reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa eru almennar og gilda um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í öllum byggðarlögum nema frá þeim sé vikið.

Vilji sveitarfélagið leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta, skal skila inn tillögum þar að lútandi eigi síðar en 18. janúar 2011.
Bæjarráð samþykkir að vísa málum er varðar byggðakvóta til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Gjaldskrá fyrir stofngjald fráveitu, fráveitugjald og rotþróargjald í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101009Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir fráveitu í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá fráveitu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrá vatnsveitu

Málsnúmer 1101053Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti samhljóða að taka gjaldskrá vatnsveitu á dagskrá fundarins.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir vatnsveitu í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá vatnsveitu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Útboð á snjómokstri

Málsnúmer 1011129Vakta málsnúmer

Tæknideild Fjallabyggðar hefur óskað eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð 2011 - 2013.
Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt snjómokstri og akstri, auk sandburðar eða saltdreifingar á götur, gangstíga og bifreiðastæði í Fjallabyggð.
Tilboðum skal skilað eigi síðar en 21. janúar 2011, kl 13:00.

Bjarkey Gunnarsdóttir og Helga Helgadóttir gagnrýndu að útboðsgögn hefðu ekki verið tekin fyrir í bæjarráði áður en útboð var auglýst.

5.Gjaldskrá gatnagerðargjalda

Málsnúmer 1101015Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

6.Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 0903098Vakta málsnúmer

Drög að samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð voru send Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til samþykktar.
Ráðuneytið sendi samþykktina til baka með ábendingum til endurskoðunar.

105. fundur skipulags- og umhverfisnefndar staðfesti samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð með áorðnum breytingum.

Bæjarráð samþykkir áorðnar breytingar á samþykkt.

7.Hólavegur 83 - endurbygging

Málsnúmer 1101014Vakta málsnúmer

Leigjendur Hólavegar 83 Siglufirði, vilja með erindi sínu kanna hvernig gengið verði frá lóð, verði húsnæðið sem stendur á lóðinni að Hólavegi 83 rifið og einnig hvort þeir geti fengið forkaupsrétt að lóðinni með endurbyggingu í huga.

Bæjarráð felur tæknideild að koma með tillögu fyrir næsta bæjarráðsfund varðandi afgreiðslu málsins.

8.Hús við skíðasvæðið í Skarðsdal - ósk um kaup og flutning

Málsnúmer 1101010Vakta málsnúmer

Dúi J. Landmark óskar eftir því í tölvuskeyti sínu að fá keypt til flutnings timburhús, í eigu sveitarfélagsins, er stendur í brekkunni fyrir neðan skíðasvæðið í Skarðsdal.
Fáist til þess leyfi skipulagsyfirvalda ætlar hann að flytja húsið á lóðina á Þormóðsgötu 20 Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir söluheimild fyrir húsið.

9.Framlenging bakvaktafyrirkomulags slökkviliðs

Málsnúmer 1101027Vakta málsnúmer

Ingvar Erlingsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.
Fyrir liggur ósk um framlengingu bakvaktafyrirkomulags fyrir slökkvilið Fjallabyggðar.
Bæjarráð samþykkir framlengingu fyrirkomulags til loka árs 2011.

10.Viðaukasamningur slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 1101028Vakta málsnúmer

Ingvar Erlingsson vék af fundi við umfjöllun þessa máls.
Fyrir liggur viðaukasamningur við ráðningu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar frá 1. janúar 2011.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

11.Ráðningarsamningur deildarstjóra tæknideildar

Málsnúmer 1101031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ráðningarsamningur við deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

12.Náttúruverndarnefndir sveitafélaga

Málsnúmer 1101006Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar, um hlutverk og stöðu náttúruverndarnefnda í stjórnskipulagi sveitarfélaga.

Í nokkrum sveitarfélögum hafa náttúruverndarnefndir verið settar undir skipulags- og bygginganefndir, það fyrirkomulag stangast að hluta til á við lög.
Bæjarráð samþykkir óbreytt nefndarfyrirkomulag en beinir því til skipulags- og umhverfisnefndar að gæta vel að náttúruverndarsjónarmiðum í störfum sínum.
Bjarkey Gunnarsdóttir telur að málaflokknum sé betur komið í sérstakri umhverfisnefnd.

13.Yfirfærsla málefna fatlaðra frá ríki til sveitafélaga

Málsnúmer 1012090Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varðar þjónustusamning sveitarfélaga um málefni fatlaðra og er þess óskað að sveitarfélagið taki samninginn til umræðu, staðfesti hann fyrir sitt leyti og feli fulltrúa undirritun hans.
Þjónustusamningurinn sem var samþykktur á fundi stjórnar SSNV þann 15. desember s.l., inniheldur upplýsingar um skipulag þjónustunnar, þjónustuveitingu og fjármögnun.
Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akrahreppur, Blönduósbær, Bæjarhreppur, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Skagafjörður og Skagaströnd.

Bæjarráð samþykkir að vísa þjónustusamningi til afgreiðslu í bæjarstjórn.

14.Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð

Málsnúmer 1007020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf er sent var Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 8. desember s.l. þar sem tilkynnt er ákvörðun um að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra taki yfir allt eftirlit fyrir Fjallabyggð frá og með 1. janúar 2011. Einnig liggja fyrir drög að samningi milli heilbrigðisnefnda á Norðurlandi varðandi þessa ráðstöfum.
Bæjarráð samþykkir að vísa samningi til staðfestingar í bæjarstjórn.

15.Nefndarlaun 2011

Málsnúmer 1101038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir tillaga að útfærslu á nefndarlaunum í framhaldi af samþykkt 58. fundar bæjarstjórnar 22. desember s.l. um 5% lækkun nefndarlauna.
Bæjarráð samþykkir tillögu að útfærslu nefndarlauna.

16.Þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 1012064Vakta málsnúmer

Ekki komu fram breytingartillögur við þriggja ára áætlun og samþykkir bæjarráð að vísa henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

17.1. fundur vinnuhóps um fræðslumál 5.janúar 2011

Málsnúmer 1101040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð vinnuhóps um fræðslumál.

18.Rekstrarsamningur Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands 2011-2012

Málsnúmer 1101017Vakta málsnúmer

Lagður fram rekstrarsamningur við Síldarminjasafn Íslands ses.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita.

19.Fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu

Málsnúmer 1101033Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Brimness hótels ehf. um fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu.
Erindi vísað til hafnarstjórnar.

20.Skipulag áfallahjálpar á Íslandi

Málsnúmer 1011017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga um endurskoðað skipulag áfallahjálpar á Íslandi.
Viðbragðsáætlun þessari er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn áfallahjálpar þegar almannavarnaástand ríkir eða er yfirvofandi.
Viðbragðsáætlunin tekur til landsins alls og á að vera leiðbeinandi en ekki endanleg fyrirmæli.

21.Bótakrafa vegna flugskýlis

Málsnúmer 0703003Vakta málsnúmer

Kynnt viðbótarmatsgerð lögmanns sveitarfélagsins í málinu Hjörtur Þór Hauksson gegn Fjallabyggð.

22.Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2010

Málsnúmer 1012104Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar rekstrarupplýsingar sveitarfélagsins, fyrir fyrstu ellefu mánuði ársins 2010.

23.Flokkun ehf. - Gjald fyrir árið 2011

Málsnúmer 1101001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Flokkun ehf., þar sem fram kemur að stjórn Flokkunar Eyjafjörður ehf. samþykkti á fundi sínum þann 15. desember 2010 að innheimta fast gjald af sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir árið 2011 á sama hátt og gert hefur verið undanfarin ár. Gjaldið er óbreytt frá árinu 2010. Gjaldinu er ætlað að standa undir rekstri Flokkunar á meðan gengið er frá ýmsum verkefnum tengdum lokun urðunarstaðarins á Glerárdal og þeim breytingum á úrgangsmálum sem því fylgja.
Samkvæmt framangreindu verður fast gjald að upphæð kr. 468.600,- innheimt hjá Fjallabyggð á árinu 2011.

24.Innanríkisráðuneyti tekur til starfa

Málsnúmer 1101007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu að þann 1. janúar 2011 taki til starfa innanríkisráðuneyti með samruna dóms- og mannréttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis.

25.Íbúafjöldi 1. desember 2010

Málsnúmer 1012096Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar samantekt Eyþings á íbúafjölda 2008-2010 í sveitarfélögum á svæði Eyþings.
Íbúafjöldi í Fjallabyggð 1. desember 2010 var 2037.

26.Námskeið 20. janúar um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa

Málsnúmer 1101016Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun heldur námskeið um skipulagsmál fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélaga í Reykjavík 20. janúar n.k.
Bæjarstjóri hefur óskað eftir að haldið verði samskonar námskeið t.d. á Akureyri og hefur verið tekið vel í það. 

27.Varðar Aðalgötu 32 Siglufirði

Málsnúmer 1011143Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf er sent var Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála.

28.Fundargerð 219. fundar Stjórnar Eyþings frá 14. desember 2010

Málsnúmer 1101039Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

29.Staða Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar

Málsnúmer 1101060Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti samhljóða að taka á dagskrá fundarins umfjöllun um stöðu Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar.
Lagt fram minnisblað frá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar.
Niðurskurður 2011, miðað við rekstur 2010, er um 53,6 millj. kr. eða 10,92%.

Fundi slitið - kl. 20:30.