Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 0903098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 86. fundur - 24.02.2010

Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð var lögð fram á fundi nefndarinnar 27. janúar sl. þar sem óskað var eftir orðalagsbreytingu.

Búið er að breyta orðalagi 6. gr. leyfi til búfjárhalds.  

"Leyfi til búfjárhalds skal gefið út á nafn og kennitölu umsækjanda til þriggja ára í senn og er ekki framseljanlegt. Í leyfisbréfi skal koma fram til hvaða tegunda búfjár leyfið nær.

Óski umráðamaður búfjár að halda annan búfénað en þann sem um getur í leyfisbréfi, eða ef óskað er yfirtöku búfjárhalds sem leyfi hefur verið gefið fyrir, skal sótt um nýtt leyfi."

Samþykkir nefndin þær orðalagsbreytingar sem gerðar hafa verið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 194. fundur - 07.12.2010

Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð bíður úrlausnar hjá Sjárvarútvegs- og landbúnaðaráðuneytinu og er svars að vænta á næstu dögum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 29.12.2010



Drög að Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð var send Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til samþykktar.  Ráðuneytið sendi samþykktina til baka með ábendingum til endurskoðunar.


Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð samþykkt með áorðnum breytingum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Drög að samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð voru send Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til samþykktar.
Ráðuneytið sendi samþykktina til baka með ábendingum til endurskoðunar.

105. fundur skipulags- og umhverfisnefndar staðfesti samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð með áorðnum breytingum.

Bæjarráð samþykkir áorðnar breytingar á samþykkt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 350. fundur - 05.08.2014

Lagðar fram til kynningar samþykktir um búfjárhald í Fjallabyggð frá 28. febrúar 2011.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði vinnuhópur er varðar búfjárhald í Fjallabyggð.

Hópnum verði falið að vinna tillögur um úrbætur og setja reglur í sambandi við búfjárhald og fjallskil í bæjarfélaginu.

Tilnefndir eru Jón Traustason, Jón Konráðsson og Ólafur Jónsson.