Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

105. fundur 29. desember 2010 kl. 16:30 - 16:30 í almannavarnaherbergi Siglufirði
Nefndarmenn
  • Kristinn Gylfason formaður
  • Magnús Albert Sveinsson aðalmaður
  • Elín Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Þór Elefsen aðalmaður
  • Helgi Jóhannsson varamaður
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ingibjörg Ólöf Magnúsdóttir tæknifulltrúi
  • Ármann Viðar Sigurðsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Magnúsdóttir tæknifulltrúi

1.Beitarhólf

Málsnúmer 1012044Vakta málsnúmer

Formaður hestamannafélagsins Glæsis á Siglufirði mætti á fundinn til að ræða hugmynd varðandi beitarhólf í Siglufirði. 

2.Brunavarnir skólahús Ólafsfirði

Málsnúmer 1012086Vakta málsnúmer



Lagðar eru fram hugmyndir Helga Hafliðasonar arkitekts að brunaútgangi á húsnæði grunnskólans í Ólafsfirði.


Tillögurnar voru merktar nr. 2 og 3.


Nefndin er samþykk hugmynd nr. 2.

3.Deiliskipulag - Hesthúsasvæði Siglufirði

Málsnúmer 1008138Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar þær athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma deiliskipulags, svæðis fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap, Siglufirði.

Athugasemdir sem bárust voru 3, frá Þorsteini Jóhannessyni, Helgu Lúðvíksdóttur og Guðný Róbertsdóttur og Örlygi Kristfinnssyni.

Hönnuði og tæknideild falið að koma með hugmyndir að svörum fyrir næsta fund.

4.Lóð fyrir sumarhús á Saurbæjarás

Málsnúmer 1012084Vakta málsnúmer

Erindi frestað.

5.Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð

Málsnúmer 0903098Vakta málsnúmer



Drög að Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð var send Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti til samþykktar.  Ráðuneytið sendi samþykktina til baka með ábendingum til endurskoðunar.


Samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð samþykkt með áorðnum breytingum.

6.Sauðfjárhald í hesthúsum á Siglufirði

Málsnúmer 1012067Vakta málsnúmer

Sigurður Hlöðvesson mótmælir harðlega "leyfðu" rolluhaldi á hesthúsasvæðinu í Siglufirði. 

Málið var rætt við formann hestamannafélagsins Kristínu Úlfsdóttur og eftir miklar umræður var ákveðið að fresta málinu til næsta fundar.   

Í framhaldi af fundi nefndarinnar nr. 104 er óskað eftir að búrfjáreftirlitsmaður sveitarfélagsins komi á næsta fund nefndarinnar og fari yfir stöðu mála.

7.Stækkun húseigna

Málsnúmer 1012097Vakta málsnúmer

Byggingarfélagið Berg óskar eftir umsögn nefndarinnar um stækkun á tveimur húseignum í eigu félagsins við Norðurgötu 15 og 16 skv. meðfylgjandi loftmynd.

Erindi vísað til tæknideildar.

8.Tímabundið stöðuleyfi stálgrindarskemmu innan skilgreinds athafnasvæðis Háfells

Málsnúmer 1012099Vakta málsnúmer

Margrét Konráðsdóttir fyrir hönd Skútaberg ehf óskar eftir því að fá heimild Fjallabyggðar fyrir því að stálgrindarskemma sem stendur á athafnasvæði við Héðinsfjarðargöng í Ólafsfirði, fái að standa á svæðinu til 31. maí 2011.

Erindi samþykkt.

9.Fundagerðir 15. og 16. fundar Samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar

Málsnúmer 1012098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.