Fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu

Málsnúmer 1101033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 197. fundur - 11.01.2011

Lagt fram erindi Brimness hótels ehf. um fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu.
Erindi vísað til hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 02.03.2011

Óskað er eftir föstu leguplássi fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu.

Staðsetning miðast við "loðnu - kant" eða norðukant austur hafnarinnar og að möguleiki verði fyrir hendi til að setja þar flotbryggju fyrir farðþega áður en gengið er um borð.
Bréfið ritar Axel Pétur Ásgeirsson en um er að ræða samstarf Hótel Brimnes og Norðursiglinga á Húsavík.

 

Hafnarstjórn tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um áforn og ætlan stjórnenda Norðursiglinga. Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við fyrirspyrjendur á næsta fundi sínum.

Hafnarstjóra er falið að kanna hvort fundur með fyrirspyrjendum verði fyrr en 6. apríl.n.k

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 31. fundur - 06.04.2011

Bæjarráð Fjallabyggðar (sjá 197 fund) hefur tekið málið til umræðu og vísað því til afgreiðslu hafnarstjórnar.

Bæjarstjórn hefur staðfest tillögu hafnarstjórnar á 62. fundi sínum, sjá og 30. fundargerð hafnarstjórnar frá 2.3.2011.

 

Formaður stjórnar bauð velkomna til fundar þá Ásgeir Loga Ásgeirsson, Axel Pétur Ásgeirsson og frá Norðursiglingum ehf. mætti Hörður Sigurbjarnarson til að ræða tvö mál.

1. Pláss við norðurkant á austur bryggju fyrir hvalaskoðunarbát.

Óskað er eftir eldri flotbryggju í eigu hafnarinnar á tímabilinu.

Áætlað er að hefja siglingarnar 1. júní 2011.

Hafnarstjórn samþykkir framkomnar óskir.

2. Aðstöðu til sölu á miðum í ferðirnar.

Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á söluskála sem og lán á (jólahúsi) í eigu bæjarfélagsins.

Um er að ræða tilraunarverkefni og er það von hafnarstjórnar að vel til takist.

Hafnarstjórn samþykkir að greitt verði fast viðlegugjald af bátnum í sumar.