Hafnarstjórn Fjallabyggðar

30. fundur 02. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sveinn Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Sigurður Helgi Sigurðsson Yfirhafnarvörður
  • varaformaður
  • Gestur Antonsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu

Málsnúmer 1101033Vakta málsnúmer

Óskað er eftir föstu leguplássi fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu.

Staðsetning miðast við "loðnu - kant" eða norðukant austur hafnarinnar og að möguleiki verði fyrir hendi til að setja þar flotbryggju fyrir farðþega áður en gengið er um borð.
Bréfið ritar Axel Pétur Ásgeirsson en um er að ræða samstarf Hótel Brimnes og Norðursiglinga á Húsavík.

 

Hafnarstjórn tekur vel í erindið og óskar eftir frekari upplýsingum um áforn og ætlan stjórnenda Norðursiglinga. Hafnarstjórn óskar eftir viðræðum við fyrirspyrjendur á næsta fundi sínum.

Hafnarstjóra er falið að kanna hvort fundur með fyrirspyrjendum verði fyrr en 6. apríl.n.k

2.Fastur fundartími í hafnarstjórn

Málsnúmer 1102146Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri leggur til að hafnarstjórn komi saman fyrsta miðvikudag í mánuði hverjum kl. 17.00.

Næsti reglulegur fundur hafnarstjórnar verður því 6. apríl nk.

 

Samþykkt samróma.

3.Forgangsröðun

Málsnúmer 1011125Vakta málsnúmer

Farið var yfir forgangsröðun verkefna að mati fundarmanna en tæknideild bæjarfélagsins og hafnarstjóri munu fara yfir verkefni er snúa að höfnum bæjarfélagsins í næstu viku.

Þau verk sem eru til skoðunar fram að sumri.

1. Löndunarkrani verði settur upp.

2. Vog verði sett upp á sama tíma og kraninn verður kominn.

3. Ráðist verði í umhverfisátak á hafnarsvæðum bæjarfélagsins.

4. Lögð er áhersla á að Umhverfisstefna bæjarfélagsins verði unnin fyrir sumarbyrjun.

5. Sorphirðumál á hafnarsvæði.  Hafnarstjórn leggur mikla áherslu á að gámarnir eru fyrir viðskiptamenn hafnarinnar en ekki fyrir önnur fyrirtæki bæjarfélagsins eða heimilissorp.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að þetta vandamál verði kynnt á heimasíðu bæjarfélagsins.

Hafnarstjórn telur rétt að sett verði upp viðvörunarskilti við gámana er varðar losun og aðra umgengni.
 

Samþykkt samróma.

 

4.Hafnsöguréttindi frá Siglingastofnun

Málsnúmer 1011107Vakta málsnúmer

Hafnarverðir eru komnir með skírteini sín á hreint og er málið afgreitt.

5.Kaup á krana í Ólafsfirði

Málsnúmer 1102148Vakta málsnúmer

Tilboði tekið frá Framtak í nýjan hafnarkrana fyrir Ólafsfjörð.
Sá sem seldi okkur krana sem eru á Siglufirði treystir sér ekki til að bjóða betur og segist vera viss um að við fáum hvergi hagstæðara tilboð.
Flutningur yfir hafið er ca. 175.000 krónur.
Þannig að heildarkostnaður tilbúinn til uppsetningar á Ólafsfirði ca. 4,3 milljónir
Upsetning, raflagnir og frágangur ca. 1 milljón til 1,2 milljónir en allar tölur eru án vsk.




6.Merking á hafnarvarðabílum

Málsnúmer 1102150Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn telur rétt að öll tæki bæjarfélagsins verði merkt viðkomandi stofnun.

Samþykkt einróma.

7.Staða verkefna

Málsnúmer 1102147Vakta málsnúmer

Farið var yfir fundargerð síðasta fundar.

Þá var yfirhafnarverði og hafnarstjóra falið af hafnarstjórn að skoða;

1.  Ráðningu á starfsmanni í afleysingar á næsta ári, en um er að ræða um 50% starfshlutfall að meðaltali á ársgrundvelli.

Sigurður Helgi sagði frá því að búið væri að ræða við afleysingamann fyrir sumarið.
2. Skoða breytingar á bakvöktum frá og með áramótum.

Sigurður Helgi er með málið í vinnslu og mun leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar lögð er áhersla á að málið verði kannað m.t.t. kjarasamninga.

 

Sigurður Helgi gat þess að öryggismál hafna hefur verið tekin út og eru ekki gerðar stórvægilegar athugasemdir. Hafnarstjórn fagnar umræddri úttekt.

 

8.Tjónaskýrslur Siglingastofnunar vegna óveðurs í janúar 2011

Málsnúmer 1102122Vakta málsnúmer

Vesturgarðurinn aflagaðist verulega að innanverðu á þeim kafla sem ekki var hægt að klæða með grjóti árið 2009. Ófært er fram garðinn og hefur grafið frá grjótkápunni að innan á um 100 m kafla. Það var ætlunin að vinna verkið árið 2009 en það náðist ekki að klæða allan garðinn. Út úr grjótgarðinum til norðurs liggur gamla bryggjan sem áður var brjóstvörn fyrir innsiglinguna, sjá uppdrátt. Bryggja þessi er um 80 m á lengd og hefur komið í veg fyrir sandflutning  að innsiglingunni. Hún er nú mikið brotin og ónýt að mestu sem brjóstvörn. Réttast væri að yfirkeyra rústina með grjótgarði til að koma í veg fyrir m.a. að brot úr henni berist út í innsiglingarrennuna eða þá að rífa hana.

Kostnaður við að yfirkeyra garðinn með grjóti er áætlaður um 4,5 millj.

 

Hafnarstjórn telur rétt að ræða við Siglingastofnun um kostnaðarskiptingu og aðkomu Hafnarbótasjóðs að umræddri framkvæmd.

Bygging á grjótgarði utan um gömlu bryggjuna er viðameiri og verður að gera ráð fyrir að milli 8000 og 9000m3 af kjarna og grjóti þurfi í þá framkvæmd og að auki þarf að taka ofan af garðinum til að komast á svæðið.

9.Upplýsingar um landaðan afla á árinu 2010

Málsnúmer 1011106Vakta málsnúmer

Frestað en vitað er að aflinn er heldur minni en á árinu á undan.

10.Úttekt á loðnubryggju í Ólafsfirði

Málsnúmer 1102121Vakta málsnúmer

Gert hefur verið við bryggjuna í gegnum árin en nú er svo komið að ekki er talið ráðlegt að reyna frekari viðgerðir efst í kverkinni næst löndunarkanti togara en þar er dekkið ónýtt, bitarnir fúnir og tangir og staurar sömuleiðis. Höfnin hefur lokað þeim hluta fyrir allri umferð. Mjög bagalegt er að geta ekki nýtt efsta hlutann þar sem umferð hefur í gegnum tíðina verið mikil vegna afgreiðslu togaranna. Lagt er til að endurbygging verði hafin og byggð verði sterk harðviðarbryggja 30 - 40 m, með 6,0 m dýpi sem fyrri áfangi.

Verkinu þarf að koma inn á samgönguáætlun sem fyrst því það tekur tíma að fá það afgreitt.

Að mati Sigtryggs Benediktssonar er kostnaður við harðviðarbryggju án landveggs um 800.000,- / m x 40 m = 32,0 millj.

 Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra falið að óska eftir að framkvæmdin verði sett í samgönguáætlun hið fyrsta.

11.Fundargerð 334. fundar stjórnar Hafnasamabands Íslands frá 10. desember 2010

Málsnúmer 1012074Vakta málsnúmer

Árið 2010, föstudaginn 10. desember kl. 11:00 var haldinn fundur í stjórn Hafnasambands Íslands, fundargerðin var lögð fram til kynningar.

12.Hafnsækin starfsemi í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103010Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hann átti ásamt Ásgeiri Loga með fulltrúum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, varðandi hafnsækna starfsemi og þá sérstaklega með fókus á Siglufjörð og hafnaraðstöðu þar og byggingar á staðnum.
Þetta var kynning á stöðu verkefnisins og ákveðið var að hittast aftur að tveimur vikum liðnum.
Ákveðið var að leggja áherslu á 3 liði í þessari vinnu, þ.e.

1. Þjónustuhöfn v. námavinnslu á NA-Grænlandi.
Leggjast í sölumennsku gagnvart dönskum undirverktökum sem eiga að standa fyrir aðstöðusköpuninni.
Okkar styrkur var talinn vera: húsakosturinn, djúphöfn, þröskuldurinn fremst í firðinum, göngin, Ak. flugvöllur, sjúkraflug, tíðni ferða milli Ak. og R.víkur, smiðjurnar á svæðinu, Slippurinn o.fl.
2. Þjónustu- öryggishöfn v. siglinga í norðurhöfum.
Geymsla undir öryggisbúnað o.fl.
3. Möguleiki til að fara af stað með millilandasiglingar inn á Norðurland, þar sem Siglufjörður yrði í aðalhlutverki, m.t.t. vöruhótels, frystigeymslu o.fl.

Lögð er þung áhersla á að Atvinnuþróunarfélagið skili verkefninu af sér fljótlega.

Málið kynnt og verður til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 19:00.