Úttekt á loðnubryggju í Ólafsfirði

Málsnúmer 1102121

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 30. fundur - 02.03.2011

Gert hefur verið við bryggjuna í gegnum árin en nú er svo komið að ekki er talið ráðlegt að reyna frekari viðgerðir efst í kverkinni næst löndunarkanti togara en þar er dekkið ónýtt, bitarnir fúnir og tangir og staurar sömuleiðis. Höfnin hefur lokað þeim hluta fyrir allri umferð. Mjög bagalegt er að geta ekki nýtt efsta hlutann þar sem umferð hefur í gegnum tíðina verið mikil vegna afgreiðslu togaranna. Lagt er til að endurbygging verði hafin og byggð verði sterk harðviðarbryggja 30 - 40 m, með 6,0 m dýpi sem fyrri áfangi.

Verkinu þarf að koma inn á samgönguáætlun sem fyrst því það tekur tíma að fá það afgreitt.

Að mati Sigtryggs Benediktssonar er kostnaður við harðviðarbryggju án landveggs um 800.000,- / m x 40 m = 32,0 millj.

 Lagt fram til kynningar og er bæjarstjóra falið að óska eftir að framkvæmdin verði sett í samgönguáætlun hið fyrsta.