Hafnarstjórn Fjallabyggðar

31. fundur 06. apríl 2011 kl. 17:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Ásgeirsson aðalmaður
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður
  • Guðmundur Gauti Sveinsson aðalmaður
  • Gunnar Reynir Kristinsson aðalmaður
  • Sveinn Þorsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Gestur Antonsson varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson hafnarstjóri

1.Fast legupláss fyrir hvalaskoðunarbát í Ólafsfjarðarhöfn og aðstöðu á hafnarsvæði til miðasölu

Málsnúmer 1101033Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar (sjá 197 fund) hefur tekið málið til umræðu og vísað því til afgreiðslu hafnarstjórnar.

Bæjarstjórn hefur staðfest tillögu hafnarstjórnar á 62. fundi sínum, sjá og 30. fundargerð hafnarstjórnar frá 2.3.2011.

 

Formaður stjórnar bauð velkomna til fundar þá Ásgeir Loga Ásgeirsson, Axel Pétur Ásgeirsson og frá Norðursiglingum ehf. mætti Hörður Sigurbjarnarson til að ræða tvö mál.

1. Pláss við norðurkant á austur bryggju fyrir hvalaskoðunarbát.

Óskað er eftir eldri flotbryggju í eigu hafnarinnar á tímabilinu.

Áætlað er að hefja siglingarnar 1. júní 2011.

Hafnarstjórn samþykkir framkomnar óskir.

2. Aðstöðu til sölu á miðum í ferðirnar.

Hafnarstjórn samþykkir staðsetningu á söluskála sem og lán á (jólahúsi) í eigu bæjarfélagsins.

Um er að ræða tilraunarverkefni og er það von hafnarstjórnar að vel til takist.

Hafnarstjórn samþykkir að greitt verði fast viðlegugjald af bátnum í sumar.

 

 

 

2.Vest-Norden ferðakaupstefnan á Akureyri 15. - 17. september 2010

Málsnúmer 1011127Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar Atvinnu- og ferðamálanefndar.

Hafnarstjórn telur rétt í framhaldi af umræðu og yfirferð á umræddri fundargerð, að benda bæjarstjórn á að rekstur hafna í Fjallabyggð verður í ríkari mæli að taka mið af auknum tíma almennings til skoðunarferða og þar með frítímaiðkunar á sjó.
Skipulag og uppbyggingu hafna í Fjallabyggð verður að taka mið af þessum sjónarmiðum.

3.Aflagjöld - grásleppa

Málsnúmer 1104007Vakta málsnúmer

Í ljósi breyttra reglna um að koma með alla grásleppu að landi, er hafnarstjóra falið að ræða við Sjávarútvegsráðuneytið.

4.Úttekt á slysavörnum í höfnum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102153Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um úttekt á slysavörnum í höfnum Fjallabyggðar sem gerðar voru 23.02.2011.

Siglingastofnun sá um úttektina í samræmi við reglugerð nr. 247/2000 og áorðnum breytingum.

Málið kom lítillega til umræðu á síðasta fundi en nú hafa borist ábendingar um lagfæringar.


Athugasemdir við Siglufjarðarhöfn eru;

1. Vantar stiga á hafnarbryggju

2. Yfirfara línur á bjarghringjum

3. Mála þarf stiga á flotbryggjum

4. Vantar eitt björgunarnet og Björgvinsbelti

5. Vantar tvo króksstjaka


Athugasemdir við Ólafsfjarðarhöfn eru;

1. Bjölluskápa vantar fyrir allt hafnarsvæðið

2. Yfirfara þarf línur við alla bjarghringi

3. Vantar ljós í stiga

4. Vantar hindranir við sjó vegna bílaumferðar

5. Vantar stiga á flotbryggju

6. Vantar tvö björgunarnet

7. Vantar fjóra króksstjaka


Hafnarstjóri lagði fram ástandsúttektir Siglingastofnunar.

Yfirhafnarvörður hefur nú þegar keypt þá hluti sem ábendingar Siglingastofnunar kveða á um.

Verið er að setja upp búnaðinn og lagfæra í samræmi við framkomnar óskir.

 

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að sjá um fram komnar ábendingar fyrir uppgefinn frest.

 

5.Staða verkefna

Málsnúmer 1102147Vakta málsnúmer

1. Ætlunin var að skoða bakvaktir frá og með áramótum. Tillaga yfirhafnarvarðar til hafnarstjórnar er;

Bakvöktum verði sagt upp í samræmi við kjarasamninga með þriggja mánaðar fyrirvara. Þeim verði sagt upp fyrir 1. maí n.k.

Nýjar bakvaktir taki síðan gildi frá og með 1. ágúst og verði þannig.

Einn verði á vakt frá kl. 11.00 á kvöldin.

Einn verði á vakt frá 1. september til 1. mars um helgar.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að þetta fyrirkomulag verði tekið upp og framkvæmt.

2. Fregnir um dýpkun hafnar Ólafsfjarðarmegin.
Siglingastofnun hefur til skoðunar að ráðast í dýpkun hafnarinnar í sumar.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að umræddar dýpkunarframkvæmdir verði teknar til skoðunar þega kostnaðaráæætlun liggur fyrir og dýpkunarmælingar hafa farið fram.

3. Fregnir um framlag Siglingastofnunar vegna tjóns í óveðri um daginn á vesturgarði Ólafsfjarðarmegin. Siglingastofnun hefur tekið jákvætt í  lagfæringar á öldubrjót Ólafsfjarðarmegin. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir.

4. Hafnarstjórn tekur undir bókun Atvinnu- og ferðamálanefndar um að stofnaður verði vinnuhópur um hafnsækna starfsemi.

Hafnarstjórn leggur til að einn verði skipaður úr hafnarstjórn í umræddan vinnuhóp.

Hafnarstjórn leggur til að Þorsteinn Ásgeirsson verði fulltrúi stjórnar ef til kemur.

5.Yfirhafnarvörður hefur auglýst í Tunnunni fyrir hverja sorpgámar hafnarinnar eru og hafa þeir verið merktir.

Hafnarstjórn telur rétt að læsa gámum hafnarinnar þannig að sömu reglur gilda í Ólafsfirði og á Siglufirði.

6. Forgangsröðun verkefna, sjá áður bókaða fundi hafnarstjórnar.

Óskað var eftir upplýsingum um uppsetningu á vog og krana.

Óskað var eftir upplýsingum um stöðu á dekkjun hafnarinnar Siglufjarðarmegin.

Hafnarstjórn lýsti yfir óánægju með hvað þessi verk taka langan tíma.

 

Fundi slitið.