Bæjarráð Fjallabyggðar

796. fundur 07. júlí 2023 kl. 08:15 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Verkefni félagsmáladeildar 2023

Málsnúmer 2302059Vakta málsnúmer

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins undir þessum dagskrárlið og fór yfir helstu verkefni félagsmáladeildar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferð á verkefnum deildarinnar.

2.Ferðaþjónusta félagsþjónustu í Fjallabyggð

Málsnúmer 2303093Vakta málsnúmer

Kynntar voru nýjar reglur um ferðaþjónustu félagsþjónustu Fjallabyggðar ásamt minnisblaði deildarstjóra.
Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram beiðni um ráðningarheimild í tímabundið starf bílstjóra/umsjónarmanns.
Einnig lagður fram viðauki nr 11 við fjárhagsáætlun 2023, kr. 6.600.000 vegna kaupa á bifreið. Fjárfestingin eignfærist í eignasjóði og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjórum fyrir minnisblað um ferðaþjónustu félagsþjónustunnar í Fjallabyggð og heimilar deildarstjórum að hefja tilraunaverkefni til eins árs. Þá er viðauki nr. 11 samþykktur.

Það er mjög mikilvægt að auglýsa ferðaþjónustuna mjög vel og er bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að auglýsa eftir starfsmanni og einnig að kynna verkefnið vel fyrir hagaðilum og notendum, bæði hvað varðar þjónustuumfang og fyrirkomulag þjónustunnar.

3.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna framkvæmdaáætlunar á viðhaldi Skálarhlíðar skv. ástandsmati VSÓ.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir forgangsröðunina hvað varðar þau verk sem farið skal í á árinu 2023. Deildarstjóra tæknideildar falið að koma þeim verkþáttum í framkvæmd. Málinu að öðru leyti vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2024.

4.Bryggja í Hornbrekkubót

Málsnúmer 2008042Vakta málsnúmer

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að halda skriflega verðkönnun vegna uppsetningar á bryggju við Hornbrekkubót. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins.
Samþykkt
Bæjarráð veitir heimild fyrir verðkönnun vegna Bryggju í Hornbrekkubót.

5.Bætt aðkoma að íþróttahúsi, Siglufirði

Málsnúmer 2306052Vakta málsnúmer

Vísað er til afgreiðslu bæjarráðs á 795. fundi. Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2023, kr. 4.500.000, vegna þess kostnaðar sem hlýst af verkefninu. Fjárfestingin verður eignfærð í eignasjóði og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 10.

6.Staðgreiðsla tímabils - 2023

Málsnúmer 2302007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslu fyrir júní 2023. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 135.796.873,- eða 96,26% af tímabilsáætlun 2023. Íbúum bæjarfélagsins hefur fjölgað um 31 á árinu.
Samþykkt
Lagt fram til kynningar

7.Launayfirlit tímabils - 2023

Málsnúmer 2302008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launakostnað og kostnað vegna langtímaveikinda frá janúar til júní 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Rekstraryfirlit málaflokka 2023

Málsnúmer 2305068Vakta málsnúmer

Lagt fyrir rekstraryfirlit málaflokka fyrir janúar - júní 2023.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Málsnúmer 2306030Vakta málsnúmer

Óskað var eftir tilboði fjögurra aðila í vinnu deiliskipulags fyrir suðurbæ Siglufjarðar. Tilgangur skipulagsins er fyrst og fremst að þétta byggð, með því að deiliskipuleggja íbúðarlóðir inn á milli þegar byggðra lóða og nýta þannig betur það byggingarland sem við höfum, þar sem undirlendi fyrir nýja byggð er af skornum skammti á Siglufirði. Einnig til að svara eftirspurn eftir lóðum og hafa þær til taks þegar kallið eftir þeim kemur.

Tilboð barst frá þremur aðilum:
Yrki arkitektum
Landslagi ehf.
Eflu verkfræðistofu

Tilboðin voru sambærileg varðandi tímaáætlun en einhver munur var á tímafjölda sem áætlaður var í verkið. Afrakstur vinnunnar verður samt alltaf sá sami, þ.e. fullgerðir skipulagsuppdrættir ásamt greinargerð að loknu því ferli sem sett er upp í skipulagslögum.

Lægsta tímaverðið var hjá Yrki Arkitektum og leggur skipulagsfulltrúi til að samið verði við þau um vinnu á þessu verkefni sem mun hefjast í ágúst 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Yrki Arkitekta vegna deiliskipulagsvinnu suðurbæjar Siglufjarðar. Deildarstjóra tæknideildar falið að útbúa viðauka vegna deiliskipulagsvinnu.

10.Lyktarmengun í Ólafsfirði

Málsnúmer 1911020Vakta málsnúmer

Innkomin erindi varðandi lyktarmengun í Ólafsfirði tekin fyrir.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar íbúum, gestum tjaldstæðis og fyrirtækjum fyrir ábendingar vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá starfsemi Norlandia. Í ljósi ítrekaðra kvartana óskar bæjarráð eftir því að Heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund þess og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins vegna eftirlits hausaþurrkunarverksmiðju Norlandia ehf, sbr. tillögu heilbrigðisfulltrúa frá september 2021 um íbúakönnun. Bæjarráð telur mikilvægt að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia.

11.Kaup á tölvubúnaði fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2306079Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála um kaup á tölvubúnaði fyrir Grunnskóla Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að sjá til þess að útbúinn verði viðauki við fjárhagsáætlun 2023 vegna tölvukaupa Grunnskóla Fjallabyggðar.

12.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Tillaga lögmanns Hestamannafélagsins Glæsis að samningi við bæjarfélagið lögð fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Glæsis.

13.Kostnaður skólaþjónustu 2022 vegna kostnaðarmats nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu

Málsnúmer 2306058Vakta málsnúmer

Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytisins um kostnað skólaþjónustu lagt fram til kynningar. Haustið 2022 kynnti mennta- og barnamálaráðuneyti áform um setningu nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu. Markmið hennar er að tryggja öllum skólum faglegt bakland í sínum fjölbreyttu verkefnum ásamt því að efla þverfaglega samvinnu milli skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu í þágu nemenda með hliðsjón af farsældarlögum og Barnvænu Íslandi.

Svo leggja megi mat á þann kostnað sem lagasetningin kann að hafa í för með sér er nauðsynlegt að fá mynd af stöðunni eins og hún er í dag. Því er óskað upplýsinga um heildarkostnað sveitarfélagsins árið 2022 vegna þeirrar þjónustu sem veitt er og er skilgreind í reglugerð nr. 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Lagt fram til kynningar. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að koma kostnaðartölum vegna skólaþjónustunnar í Fjallabyggð á framfæri fyrir þann 18. ágúst.

14.Umhyggjudagurinn

Málsnúmer 2306059Vakta málsnúmer

Félag langveikra barna er að skipuleggja svokallaðan Umhyggjudag sem haldinn verður 26. eða 27. ágúst nk. Af því tilefni er innkomið erindi Umhyggju þess efnis lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.

15.Samningur milli Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Fjallabyggðar 2023

Málsnúmer 2307002Vakta málsnúmer

Erindi Skógræktarfélags Ólafsfjarðar varðandi samnings þess við bæjarfélagið lagt fram.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Skógræktarfélagi Ólafsfjarðar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2024. Mikilvægt er að gætt sé samræmis í samningum sveitarfélagsins við áhugamannafélög.

16.Samkomulag um greiðslu fyrir æfingar slökkviliðs í veggöngum á Tröllaskaga.

Málsnúmer 2306056Vakta málsnúmer

Vegagerðin og Slökkvilið Fjallabyggðar hafa gert með sér samkomulag um greiðslu fyrir æfingar slökkviliðs í veggöngum á Tröllaskaga. Samkomulagið er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

17.Ársskýrsla Persónuverndar 2022

Málsnúmer 2306080Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2022 er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

18.Forvarnir - opið bréf til þingmanna frá IOGT

Málsnúmer 2306081Vakta málsnúmer

Sumarpóstur IOGT á Íslandi lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

19.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 27. júní 2023.

Málsnúmer 2306007FVakta málsnúmer

Fundargerð Félagsmálanefndar er í þremur liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 2 og 3.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 19.2 2306046 Reglur um akstursþjónustu Fjallabyggðar fyrir fatlað fólk
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 27. júní 2023. Lögð fram tillaga að akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 19.3 2306047 Reglur um akstursþjónustu eldri borgara í Fjallabyggð 2023
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 27. júní 2023. Lögð fram tillaga að reglum um akstursþjónustu eldri borgara í Fjallabyggð. Félagsmálanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

20.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 28. júní 2023.

Málsnúmer 2306003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

21.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300

Málsnúmer 2306009FVakta málsnúmer

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar er í 20 liðum.
Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 9, 10, 11 12, 13, 14, 15, 16 og 19.
Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 21.1 2208059 Deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Nefndin samþykkir að tillögurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum áður en þær verða teknar til afgreiðslu í bæjarstjórn, í samræmi við 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.2 2306073 Umsókn til skipulagsfulltrúa - breyting á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Skarðsdal
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Nefndin samþykkir breytingu á deiliskipulagi. Breytingin telst óveruleg og verður afgreidd í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda verður fallið frá grenndarkynningu. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.3 2306072 Umsókn til skipulagsfulltrúa - framkvæmdaleyfi vegna niðurrifs á skíðalyftu
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.9 2306031 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hvanneyrarbraut 13
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.10 2306032 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Suðurgata 39
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.11 2306034 Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Vesturgata 9
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.12 2306037 Umsókn um afnot af landsvæði í eigu Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Nefndin getur ekki veitt samþykki sitt fyrir afnotum af landsvæði í eigu Fjallabyggðar utan lóðarmarka sbr. framlagðan uppdrátt. Hægt er að sækja um stækkun lóðarinnar við Háveg 3 til norðurs, með samþykki allra húseigenda. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 21.13 2307008 Nýr lóðarleigusamnignur fyrir Austurhöfn 1 Ólafsfirði
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.14 2303058 Minnisvarði um síldarstúlkuna
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.15 2306057 Leyfi til að mála fótspor á gangstéttar og götur
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Nefndin samþykkir málun tröllaspora á gangstétt og bílastæði sem tilheyra Pálshúsi og Kaffi Klöru í samráði við eigendur Kaffi Klöru. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.16 2306083 Ósk um að loka götu tímabundið
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Erindi samþykkt. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.18 2307004 Lagfæring Tjarnargötu norðan Aðalgötu
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Tæknideild falið að undirbúa framkvæmdir á Tjarnargötu í samræmi við gildandi deiliskipulag. Framkvæmdinni vísað áfram til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.
  • 21.19 2307005 Tímabundið stöðuleyfi fyrir hreyfanlegan matvagn
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 300. fundur - 5. júlí 2023. Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir matsöluvagninn til 2.október 2023. Bókun fundar Samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:10.