Hornbrekka - þjónustubifreið

Málsnúmer 2303093

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Lagt fram erindi deildarstjóra félagsmáladeildar og hjúkrunarforstjóra Hornbrekku, þar sem upplýst er um verulegt tjón á þjónustubifreið Hornbrekku.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra félagsmáladeildar og forstöðumanni Hornbrekku falið að gera þarfagreiningu ásamt kostnaðarmati vegna nýrrar bifreiðar og hvernig megi leysa það millibilsástand sem skapast hefur. Bæjarráð beinir því einnig til ofangreindra að umhverfisvænir kostir verði skoðaðir og tillögur lagðar fyrir bæjarráð sem fyrst.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála og deildarstjóra félagsmáladeildar um ferðaþjónustu í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs nánari útfærslu vegna ferðaþjónustunnar t.d. forgangsröðun, greiningu á núverandi notkun og þarfagreining útfærða í samráði við núverandi stofnanir og notendur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 791. fundur - 23.05.2023

Á 786. fundi bæjarráðs var deildarstjóra félagsmáladeildar falið að leggja fyrir bæjarráð nánari útfærslu vegna ferðaþjónustu félagsþjónustu Fjallabyggðar, t.d. forgangsröðun, greiningu á núverandi notkun og þarfagreining útfærða í samráði við núverandi stofnanir og notendur.
Deildarstjóri félagsmáladeildar fór yfir stöðu verkefnisins.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir yfirferðina. Bæjarráð samþykkir að stofnaður verði starfshópur um verkefnið. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins. Starfshópurinn skal skila af sér loka tillögum eigi síðar en 25. júní.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 147. fundur - 27.06.2023

Lagt fram til kynningar
Deildarstjóri gerði grein fyrir yfirstandandi vinnu um skipulag aksturs- og ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. maí sl. að stofna starfshóp um ferðaþjónustu félagsþjónustu í Fjallabyggð. Bæjarráð samþykkir að Guðjón M. Ólafsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Helgi Jóhannsson ásamt bæjarstjóra, deildarstjórar félagsmáladeildar og stjórnsýslu og fjármála myndi starfshópinn. Verkefni hópsins verður að tryggja að verkefnið komist á laggirnar og tryggja að kallað verði eftir sjónarmiðum og þjónustuþörf hagaðila og stofnanna sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Kynntar voru nýjar reglur um ferðaþjónustu félagsþjónustu Fjallabyggðar ásamt minnisblaði deildarstjóra.
Deildarstjóri félagsmáladeildar lagði fram beiðni um ráðningarheimild í tímabundið starf bílstjóra/umsjónarmanns.
Einnig lagður fram viðauki nr 11 við fjárhagsáætlun 2023, kr. 6.600.000 vegna kaupa á bifreið. Fjárfestingin eignfærist í eignasjóði og verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjórum fyrir minnisblað um ferðaþjónustu félagsþjónustunnar í Fjallabyggð og heimilar deildarstjórum að hefja tilraunaverkefni til eins árs. Þá er viðauki nr. 11 samþykktur.

Það er mjög mikilvægt að auglýsa ferðaþjónustuna mjög vel og er bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar falið að auglýsa eftir starfsmanni og einnig að kynna verkefnið vel fyrir hagaðilum og notendum, bæði hvað varðar þjónustuumfang og fyrirkomulag þjónustunnar.