Bryggja í Hornbrekkubót

Málsnúmer 2008042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 257. fundur - 26.08.2020

Með erindi dagsettu 14. ágúst 2020 leggur Helgi Jóhannsson til að gerð verði bryggja úr gömlum rafmagnsstaurum í Hornbrekkubót og að framkvæmdin fari á fjárhagsáætlun 2021. Meðfylgjandi er mynd af fyrirhugaðri staðsetningu bryggjunnar.
Nefndin tekjur jákvætt í hugmyndina og leggur til við bæjarráð að verkefnið verði sett á fjárhagsáætlun 2021.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 796. fundur - 07.07.2023

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til þess að halda skriflega verðkönnun vegna uppsetningar á bryggju við Hornbrekkubót. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins.
Samþykkt
Bæjarráð veitir heimild fyrir verðkönnun vegna Bryggju í Hornbrekkubót.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 798. fundur - 28.07.2023

Tilboð voru opnuð í uppsetningu á bryggju við Hornbrekkubót í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð í samræmi við skilmála útboðsins hafnar framkomnu tilboði. Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við tilboðsgjafa og aðra verktaka, ef þarf, um að taka að sér verkefnið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 801. fundur - 25.08.2023

Á 796. fundi bæjarráðs var deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til að gera skriflega verðkönnun vegna uppsetningar á bryggju við Hornbrekkubót. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun og hefur Fjallabyggð þegar keypt allt efni sem þarf til verksins. Tilboð voru opnuð í Ólafsfirði þriðjudaginn 18 júlí, þar sem bæjarráð hafnaði framkomnu tilboði. Deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við tilboðsgjafa og aðra verktaka, ef þarf, um að taka að sér verkefnið. Eftir frekari viðræður við tilboðsgjafa gerði hann tilboð í uppsetningu á bryggjunni í tímavinnu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að semja við verktaka í tímavinnu, en ítrekar að deildarstjóri fylgist vel með framgangi verksins og það sé í samræmi við áætlaðan kostnað við verkið.