Bæjarráð Fjallabyggðar

777. fundur 31. janúar 2023 kl. 08:15 - 08:46 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa 2022 - 2026

Málsnúmer 2301062Vakta málsnúmer

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Fjallabyggð lagðar fram til kynningar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar siðareglum kjörinna fulltrúa til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 2301046Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

3.Endurnýjun og uppsetning nuddtækis og vaktbúnaðar í Sundlaug Siglufjarðar

Málsnúmer 2301069Vakta málsnúmer

Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna endurnýjunar og uppsetningu nuddtækis og vaktbúnaðar í sundlaug á Siglufirði. Lagður er fram útfærður viðauki þar sem umræddur kostnaður færist á málaflokk 06510, bókhaldslykil 4960 og er mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála fyrir minnisblaðið og samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2023.

4.Grunnskóli Fjallabyggðar - Betri vinnutími

Málsnúmer 2301070Vakta málsnúmer

Í kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem undirritaður var 10. mars 2022 er kveðið á um heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnutíma sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Samkomulag um útfærslu vinnutíma gildir fyrir skólaárið 2022 til 2023 eða frá 1. ágúst 2022 til 31. júlí 2023.
Bæjarráð samþykkir tillögu starfshóps kennara um tilhögun við styttingu vinnutíma í Grunnskóla Fjallabyggðar.

5.Afskriftir viðskiptakrafna 2022

Málsnúmer 2301074Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 30. janúar 2023 er varðar beiðni um samþykki bæjarráðs fyrir afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 4.732.857. Ekki er talið að það þjóni hagsmunum sveitarfélagsins að leggja í frekari kostnað og vinnu við að innheimta umræddar kröfur. Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála sem sýnir aldurgreiningu viðskiptakrafna, skipt niður á viðskiptareikninga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála um afskriftir krafna að fjárhæð kr. 4.732.857,- skv. þeirri skiptingu sem kemur fram í framlögðu minnisblaði. Málinu vísað til samþykktar í bæjarstjórn.

6.Græn skref SSNE

Málsnúmer 2301071Vakta málsnúmer

Lagt fram dreifibréf SSNE þar sem sveitarfélögum er boðið að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Fjallabyggð mun að svo stöddu ekki taka þátt í verkefninu.
Helgi Jóhannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.Boðun til landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301073Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXVIII. landsþings sambandsins sem haldið verður þann 31. mars nk.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Innviðir og loftslagsbreytingar

Málsnúmer 2301076Vakta málsnúmer

Lagt er fram dreifibréf þar sem upplýst er um að Samband íslenskra sveitarfélaga og Mannvit standi að fræðsluviðburði og pallborðsumræðu á Grand hótel, föstudaginn 3. febrúar frá kl. 8:30 til 10:00. Fjallað verður um loftslagsbreytingar á Íslandi; áhrif á sveitarfélög, fyrirtæki, íbúa og innviði í landinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til þess að taka þátt í ráðstefnunni í gegnum streymi.

9.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2023

Málsnúmer 2301006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 134. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar og 35. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:46.