Fréttir

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010

Bergþór Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2010 þann 15. apríl sl. við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Siglufirði. Fjallabyggð óskar Bergþóri til hamingju með nafnbótina.
Lesa meira

Nýjasta útgáfa tillögu að aðalskipulagi

Nýjasta útgáfa af tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 hefur nú verið gerð opinber á vef sveitarfélagsins.
Lesa meira

Útnefning bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2010

Menningarnefnd hefur útnefnt Bergþór Morthens myndlistarmann, bæjarlistamann Fjallabyggðar 2010. Bergþór er sá fyrsti sem ber titilinn í Fjallabyggð og mun hann taka við viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu á Siglufirði, fimmtudaginn 15. apríl nk. kl. 17.00.  Þá mun Bergþór formlega opna heimasíðu Listasafns Fjallabyggðar. Allir velkomnir. Menningarnefnd og menningarfulltrúi
Lesa meira

Íbúafundur um skipulagsmál á Siglufirði

Kynningarfundur um tillögu að breytingu á staðfestu aðalskipulagi Siglufjarðar 2003-2023, svæði við Túngötu, og tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar verður haldinn í Allanum fimmtudaginn 15. apríl kl. 20.00.
Lesa meira

Fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. apríl 2010 kl. 16.00.

48. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 13. apríl 2010 kl. 16.00.
Lesa meira

Skíðasvæðið í Tindaöxl lokað

Skíðasvæðið í Tindaöxl verður lokað í dag, þriðjudaginn 6. apríl og hugsanlega næstu daga þar sem töluvert tjón varð á troðaranum í morgun og hann ekki gangfær. Verið er að vinna að því að koma troðaranum í hús og meta skemmdir. Upplýsingar um opnun verða birtar á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar þegar í ljós kemur hvenær hægt verður að opna svæðið aftur.
Lesa meira

Lágheiði

Markaðs- og kynningarfulltrúi hafði samband við Vegagerðina til að kanna hvenær við gætum vænst þess að Lágheiðin verði mokuð. Margir Ólafsfirðingar hafa látið sig dreyma að skreppa aðeins í vesturbæinn á skíði yfir páskanna eða í heimsókn til fölskyldu án þess að þurfa að keyra í þrjá klukkutíma og það sama á eflaust við um Siglfirðinga þó að þeir þurfi ekki að sækja  til Ólafsfjarðar á skíði. Eftirfarandi svar barst frá Vegagerðinni.
Lesa meira

Bergþór Morthens bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Menningarnefnd hefur valið Bergþór Morthens myndlistarmann á Siglufirði, bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2010. Þetta er í fyrsta sinn sem bæjarlistamaður Fjallabyggðar er valinn og mun sérstök viðhöfn fara fram eftir páska í Ráðhúsinu, þar sem bæjarlistamaður verður heiðraður.
Lesa meira

Bergþór Morthens sýnir í Mosfellsbæ

Laugardaginn 27. mars mun Bergþórs Morthens, opna sýningu sína  Jón Sigurðsson, í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin stendur til 24. apríl.
Lesa meira

Skíðamót Íslands haldið á Dalvík og Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar og Skíðafélag Dalvíkur eru mótshaldarar á Skíðamóti Íslands 2010, sem haldið er núna um helgina 26. - 29. mars. Til að gera umgjörð mótsins flottari og veglegri þá ætlar Fjallabyggð að draga íslenska fánann að húni í bænum þá daga sem keppt er á mótinu. Mótshaldarar hvetja bæjarbúa til að gera slíkt hið sama. Nánari upplýsinga um mótið er að finna á heimasíðu mótsins.
Lesa meira