Fréttir

Endurbætur á bókasafninu á Siglufirði

Eins og margir vita er lokað á bókasafninu á Siglufirði. Miklar breytingar hafa verið þar í gangi til að nútímavæða safnið og gera það aðgengilegra gestum.
Lesa meira

Tilkynning frá Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði

Vegna bilunar í heitavatni verður sundlaugin lokuð á Siglufirði frá kl. 17:00 í dag, þriðjudaginn 11. maí. Laugin opnar aftur á auglýstum opnunartíma í fyrramálið.
Lesa meira

Jarðhitarannsóknir á Siglufirði

Rarik fyrirhugar að hefja að nýju jarðhitarannsóknir í Siglufirði með það að markmiði að afla meiri hitaorku fyrir hitaveitu Rarik.
Lesa meira

Auglýsing um móttöku framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninga í Fjallabyggð 29. maí 2010

Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar mun veita framboðslistum, og meðmælendalistum vegna þeirra, móttöku laugardaginn 8. maí 2010 frá kl. 11:00 til kl. 12:00.
Lesa meira

Lágheiði er orðin fær

Á yfirlitskorti yfir færð á vegum á vef Vegagerðarinnar er Lágheiðin nú merkt fær.
Lesa meira

Lágheiðin mokuð

Verið er að moka Lágheiðina, mokað er báðum megin frá. Reiknað er með að heiðin opni fyrir helgi. Við látum vita um leið og hún opnar.
Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um nafn og merki nýs grunnskóla í Fjallabyggð

Nýr skóli tekur til starfa í Fjallabyggð 1. ágúst n.k. Skólinn tekur við af Grunnskóla Ólafsfjarðar og Grunnskóla Siglufjarðar. Skólinn verður heildstæður grunnskóli með um 270 nemendur.  Á næsta skólaári verður 1.-6.bekk kennt í Ólafsfirði en 1.-10.bekk kennt á Siglufirði.  Frá haustinu 2012 fer kennsla yngri deildar  (1. – 6. bekkur),  fram í Ólafsfirði en eldri deildar   (7.-10.bekkur)  á Siglufirði.
Lesa meira

Íbúafundur í Ólafsfirði um skipulagsmál

Kynningarfundur á tillögu að nýju aðalskipulagi Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg mánudaginn 26. apríl kl: 20.00.  
Lesa meira

Umsækjendur um stöðu verkstjóra í þjónustumiðstöð

Miðvikudaginn 14. apríl rann út frestur til að sækja um stöðu bæjarverkstjóra í þjónustumiðstöð Fjallabyggðar. Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna frá 1. júní.
Lesa meira

Krakkar frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppa í Svíþjóð

Á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar er sagt frá 6 keppendum félagsins sem eru að keppa um helgina í Tarnaby í Svíþjóð. Þar segir jafnframt frá því að hægt sé að fylgjast nánast með í beinni útsendingu. Vefmyndavél á svæðinu er það vel staðsett og í góðum gæðum að hægt er að sjá brautina sem keppt er í. Nánar á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.
Lesa meira