Endurbætur á bókasafninu á Siglufirði

Eins og margir vita er lokað á bókasafninu á Siglufirði. Miklar breytingar hafa verið þar í gangi til að nútímavæða safnið og gera það aðgengilegra gestum. Skipt hefur verið um gólfefni, málað, settar upp nýjar hillur og húsbúnaður endurnýjaður. Stefnt er að því að tölvuvæða safnið á næstunni og skrá safnið í Gegni. Verið er að undirbúa kaup á tölvubúnaði bæði fyrir safnið sem og til notkunar fyrir safngesti.